Horfa þarf til Hvassahraunsmöguleika Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. júlí 2019 06:45 Stækkun Keflavíkurflugvallar er í farvatninu. Fréttablaðið/GVA Taka þarf mið af mögulegri uppbyggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni í mati á umhverfisáhrifum stækkunar Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrir verkefnið sem birt var á vef stofnunarinnar í gær. Í tillögu Isavia að matsáætlun eru settir fram tveir meginvalkostir um stækkun flugvallarins í Keflavík. Samtök um betri byggð telja að bera þurfi fyrirhugaðar framkvæmdir saman við aðra valkosti um uppbyggingu á aðstöðu fyrir millilandaflug og innanlandsflug á suðvesturhorninu. Þetta kemur fram í athugasemdum samtakanna við tillögu Isavía að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Í svörum Isavia við þessum athugasemdum kemur fram að „fyrirtækið telji það ekki vera hlutverk umhverfismats á stækkun Keflavíkurflugvallar að meta umhverfisáhrif af uppbyggingu annarra flugvalla“. Skipulagsstofnun er ekki sammála Isavia að því leyti og bendir á að starfshópur sé starfandi á vegum stjórnvalda sem hafi það hlutverk að skoða uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni. „Það liggur því fyrir að litið er á uppbyggingu flugvallar þar sem mögulegan eða raunhæfan valkost. Af þeim sökum þarf í frummatsskýrslu að gera grein fyrir stöðu mála varðandi mögulega flugvallaruppbyggingu í Hvassahrauni,“ segir í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun verkefnisins. Fram kemur að fjalla þurfi um fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og umhverfisáhrif hennar miðað við mögulega sviðsmynd um að byggður verði flugvöllur í Hvassahrauni. Einnig þurfi að gera grein fyrir fyrirhugaðri áfangaskiptingu framkvæmdanna miðað við áformaða afkastagetu flugvallarins í hverjum áfanga, sem skoðist þá jafnframt sem valkostir um uppbyggingu flugvallarins. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Skipulag Vogar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Taka þarf mið af mögulegri uppbyggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni í mati á umhverfisáhrifum stækkunar Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrir verkefnið sem birt var á vef stofnunarinnar í gær. Í tillögu Isavia að matsáætlun eru settir fram tveir meginvalkostir um stækkun flugvallarins í Keflavík. Samtök um betri byggð telja að bera þurfi fyrirhugaðar framkvæmdir saman við aðra valkosti um uppbyggingu á aðstöðu fyrir millilandaflug og innanlandsflug á suðvesturhorninu. Þetta kemur fram í athugasemdum samtakanna við tillögu Isavía að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Í svörum Isavia við þessum athugasemdum kemur fram að „fyrirtækið telji það ekki vera hlutverk umhverfismats á stækkun Keflavíkurflugvallar að meta umhverfisáhrif af uppbyggingu annarra flugvalla“. Skipulagsstofnun er ekki sammála Isavia að því leyti og bendir á að starfshópur sé starfandi á vegum stjórnvalda sem hafi það hlutverk að skoða uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni. „Það liggur því fyrir að litið er á uppbyggingu flugvallar þar sem mögulegan eða raunhæfan valkost. Af þeim sökum þarf í frummatsskýrslu að gera grein fyrir stöðu mála varðandi mögulega flugvallaruppbyggingu í Hvassahrauni,“ segir í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun verkefnisins. Fram kemur að fjalla þurfi um fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og umhverfisáhrif hennar miðað við mögulega sviðsmynd um að byggður verði flugvöllur í Hvassahrauni. Einnig þurfi að gera grein fyrir fyrirhugaðri áfangaskiptingu framkvæmdanna miðað við áformaða afkastagetu flugvallarins í hverjum áfanga, sem skoðist þá jafnframt sem valkostir um uppbyggingu flugvallarins.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Skipulag Vogar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira