Opið bréf til dómsmálaráðherra vegna brottvísana á börnum frá Íslandi Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm skrifar 4. júlí 2019 14:58 Mig langar að beina orðum mínum í þessu opna bréfi til dómsmálaráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Öll sem eru á þingi mega líka taka það til sín. Og raunar bara öll þau sem vettlingi geta valdið í baráttunni gegn þjóðfélagsmeini sem hefur verið alltof, alltof áberandi undanfarna daga og raunar vikur, mánuði og ár. Á Íslandi vísum við börnum á flótta úr landi. Börnum sem fæddust í stríðshrjáðum löndum. Eða fæddust jafnvel ríkisfangslaus í flóttamannabúðum. Við vísum þeim burt. Út í óvissuna. Aftur í stríðið. Aftur í ofsóknirnar. Og það gerum við samkvæmt lögum, hvorki meira né minna. Margir hafa tjáð sig um brottvísanir af þessu tagi undanfarna daga þegar margumtalað mál afganskra feðga náði því sorglega hámarki að barn fékk taugaáfall af kvíða vegna yfirvofandi brottvísunar fjölskyldu þess. Þau viðbrögð sem mér finnst vera gegnumgangandi hjá flestum, ef ekki öllum sem tjá sig eru eitthvað á þessa leið: ,,Auðvitað er sárt/ömurlegt/leiðinlegt/hræðilegt, eða annað svipað lýsingarorð að eigin vali, að horfa upp á brottvísanir á börnum frá Íslandi. Kerfið hefur brugðist þessum börnum, kerfið virkar ekki og það þarf að laga.“ Það virðast allir sammála um að kerfið sé vonlaust. Og allir vilja laga það. Öllum þykir þetta agalega leitt. Allir eru á bömmer. Samt fær þetta kerfi að halda áfram að rúlla. Ef bíll væri stöðugt að valda slysum af því hann væri svo bilaður, myndum við ekki hætta að keyra hann? Ef aðgerð sem ætlað væri að færa fólki bætta heilsu væri stöðugt að valda dauðsföllum myndum við ekki hætta að framkvæma hana? Ég spyr einfaldlega: Afhverju í ósköpunum höldum við áfram að ákveða örlög barna og fjölskyldna þeirra samkvæmt kerfi sem hefur brugðist aftur og aftur og aftur? Og allir virðast sammála um að sé meingallað. Væri ekki ráðlegt að setja brottvísanir barna bara á ís á meðan stjórvöld einhenda sér í að laga þetta kerfi svo íslenska ríkið geti, samkvæmt lögum, frekar tekið á móti þessum börnum, tekið utan um þau og fjölskyldur þeirra og boðið þau velkomin, í stað þess að senda þau aftur út í óvissuna. Þórdís Kolbrún, þú segir sjálf á Facebook: „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er fjallað um endurskoðun á framkvæmd laganna nú þegar reynsla er komin á hana. Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna.“ Frábært. Viljinn til að breyta einhverju til hins betra er frábær byrjun. Og þið virðist öll sammála um að breytinga sé þörf. Afhverju brettið þið þá ekki upp ermar og gerið eitthvað? Það ætti ekki að þurfa en virðist því miður nauðsynlegt að minna á að Ísland hefur lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en meðferðin sem flóttabörn hljóta hér á landi brýtur í bága við þann sáttmála á fleiri en einn og fleiri en tvo vegu. Og það virðist líka þurfa að benda á að það er ekki skylda okkar að fara eftir Dyflinnarreglugerðinni í hverju einasta máli. Það er ákvörðun hverju sinni. Viljum við halda áfram að vera þjóðin sem stendur ekki við Barnasáttmálann og felur á sig og sitt eigið ónýta kerfi á bakvið eins ósveigjanlegan og ómannúðlegan pappír og Dyflinarreglugerðina? Nú hefur þú, Þórdís Kolbrún, einstakt tækifæri til að gera raunverulegar og mannúðlegar breytingar í þágu viðkvæms hóps barna á Íslandi. Til að skilja úrelt og gamaldags vinnubrögð eftir í fortíðinni. Ég skora á þig að taka tækifærinu opnum örmum. Ég, og ég get fullyrt að ég tala fyrir ótrúlega marga, vil þessar breytingar. Og á meðan þið klárið þær vil ég ekki sjá það að börnum sé vísað úr landi.Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Það sem #metoo kenndi okkur Þúsundir kvenna stigu fram í nóvember á síðasta ári og sögðu sögu sína af áreiti og kynbundnu ofbeldi sem þær höfðu mátt þola undir merkjum #metoo. 23. maí 2018 15:51 Hver kenndi þér að segja þetta? Áhugi minn á stjórnmálum er langt frá því að vera nýtilkominn og kom það engum sem þekkir mig á óvart þegar ég ákvað að taka stökkið og taka þátt í stjórnmálastarfi. Ég sagði í gríni við vinkonu mína fyrir stuttu ,,ég er nú einu sinni orðin pólitíkus.” Hún horfði blíðlega á mig og sagði að það hefði ég alltaf verið, ég hefði bara verið í smá afneitun. 20. september 2018 17:13 Ferðaþjónusta á tímamótum Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur skýra stefnu í málefnum ferðaþjónustu og er fyrsta stjórnmálaaflið á Íslandi, sem hefur mótað sér slíka stefnu, enda er um að ræða aðal gjaldeyristekjulind okkar Íslendinga. 22. maí 2018 12:00 Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að beina orðum mínum í þessu opna bréfi til dómsmálaráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Öll sem eru á þingi mega líka taka það til sín. Og raunar bara öll þau sem vettlingi geta valdið í baráttunni gegn þjóðfélagsmeini sem hefur verið alltof, alltof áberandi undanfarna daga og raunar vikur, mánuði og ár. Á Íslandi vísum við börnum á flótta úr landi. Börnum sem fæddust í stríðshrjáðum löndum. Eða fæddust jafnvel ríkisfangslaus í flóttamannabúðum. Við vísum þeim burt. Út í óvissuna. Aftur í stríðið. Aftur í ofsóknirnar. Og það gerum við samkvæmt lögum, hvorki meira né minna. Margir hafa tjáð sig um brottvísanir af þessu tagi undanfarna daga þegar margumtalað mál afganskra feðga náði því sorglega hámarki að barn fékk taugaáfall af kvíða vegna yfirvofandi brottvísunar fjölskyldu þess. Þau viðbrögð sem mér finnst vera gegnumgangandi hjá flestum, ef ekki öllum sem tjá sig eru eitthvað á þessa leið: ,,Auðvitað er sárt/ömurlegt/leiðinlegt/hræðilegt, eða annað svipað lýsingarorð að eigin vali, að horfa upp á brottvísanir á börnum frá Íslandi. Kerfið hefur brugðist þessum börnum, kerfið virkar ekki og það þarf að laga.“ Það virðast allir sammála um að kerfið sé vonlaust. Og allir vilja laga það. Öllum þykir þetta agalega leitt. Allir eru á bömmer. Samt fær þetta kerfi að halda áfram að rúlla. Ef bíll væri stöðugt að valda slysum af því hann væri svo bilaður, myndum við ekki hætta að keyra hann? Ef aðgerð sem ætlað væri að færa fólki bætta heilsu væri stöðugt að valda dauðsföllum myndum við ekki hætta að framkvæma hana? Ég spyr einfaldlega: Afhverju í ósköpunum höldum við áfram að ákveða örlög barna og fjölskyldna þeirra samkvæmt kerfi sem hefur brugðist aftur og aftur og aftur? Og allir virðast sammála um að sé meingallað. Væri ekki ráðlegt að setja brottvísanir barna bara á ís á meðan stjórvöld einhenda sér í að laga þetta kerfi svo íslenska ríkið geti, samkvæmt lögum, frekar tekið á móti þessum börnum, tekið utan um þau og fjölskyldur þeirra og boðið þau velkomin, í stað þess að senda þau aftur út í óvissuna. Þórdís Kolbrún, þú segir sjálf á Facebook: „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er fjallað um endurskoðun á framkvæmd laganna nú þegar reynsla er komin á hana. Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna.“ Frábært. Viljinn til að breyta einhverju til hins betra er frábær byrjun. Og þið virðist öll sammála um að breytinga sé þörf. Afhverju brettið þið þá ekki upp ermar og gerið eitthvað? Það ætti ekki að þurfa en virðist því miður nauðsynlegt að minna á að Ísland hefur lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en meðferðin sem flóttabörn hljóta hér á landi brýtur í bága við þann sáttmála á fleiri en einn og fleiri en tvo vegu. Og það virðist líka þurfa að benda á að það er ekki skylda okkar að fara eftir Dyflinnarreglugerðinni í hverju einasta máli. Það er ákvörðun hverju sinni. Viljum við halda áfram að vera þjóðin sem stendur ekki við Barnasáttmálann og felur á sig og sitt eigið ónýta kerfi á bakvið eins ósveigjanlegan og ómannúðlegan pappír og Dyflinarreglugerðina? Nú hefur þú, Þórdís Kolbrún, einstakt tækifæri til að gera raunverulegar og mannúðlegar breytingar í þágu viðkvæms hóps barna á Íslandi. Til að skilja úrelt og gamaldags vinnubrögð eftir í fortíðinni. Ég skora á þig að taka tækifærinu opnum örmum. Ég, og ég get fullyrt að ég tala fyrir ótrúlega marga, vil þessar breytingar. Og á meðan þið klárið þær vil ég ekki sjá það að börnum sé vísað úr landi.Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna
Það sem #metoo kenndi okkur Þúsundir kvenna stigu fram í nóvember á síðasta ári og sögðu sögu sína af áreiti og kynbundnu ofbeldi sem þær höfðu mátt þola undir merkjum #metoo. 23. maí 2018 15:51
Hver kenndi þér að segja þetta? Áhugi minn á stjórnmálum er langt frá því að vera nýtilkominn og kom það engum sem þekkir mig á óvart þegar ég ákvað að taka stökkið og taka þátt í stjórnmálastarfi. Ég sagði í gríni við vinkonu mína fyrir stuttu ,,ég er nú einu sinni orðin pólitíkus.” Hún horfði blíðlega á mig og sagði að það hefði ég alltaf verið, ég hefði bara verið í smá afneitun. 20. september 2018 17:13
Ferðaþjónusta á tímamótum Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur skýra stefnu í málefnum ferðaþjónustu og er fyrsta stjórnmálaaflið á Íslandi, sem hefur mótað sér slíka stefnu, enda er um að ræða aðal gjaldeyristekjulind okkar Íslendinga. 22. maí 2018 12:00
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun