„Mildari áhrif“ og minni fækkun ferðamanna en gert var ráð fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2019 13:45 Skarphéðinn Berg Steinarrson, ferðamálastjóri. vísir/gva Ferðamálastjóri segir nýjar tölur yfir brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli í júní sýna minni fækkun en gert hafði verið ráð fyrir í spám. Athyglisvert sé að líta til þess að fækkunin sé fyrst og fremst í hópi Bandaríkjamanna en á móti komi að ferðamönnum frá Þýskalandi og Norðurlöndunum fjölgi. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um hundrað níutíu og fimm þúsund í júnímánuði eða um þrjátíu og níu þúsund færri en í júní árið 2018. Fækkun milli ára nemur þannig 16,7 prósentum. Þetta rímar við þróunina undanfarna mánuði en fækkun hefur mælst alla mánuði frá áramótum. Mest var fækkunin í maí, eða 23,6 prósent. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir fækkunina í júní ekki jafnmikla og búist hafði verið við, og því verði áhrifin mildari. „Þessar tölur segja að fækkun brottfararfarþega í júní miðað við júní í fyrra hafi verið tæp sautján prósent. Það er náttúrulega allmikil fækkun. Það er hins vegar minni fækkun en Isavia hafði gert ráð fyrir í nýlegri spá sinni og að því leyti mildari áhrif.“Ýmislegt jákvætt þrátt fyrir hrun í komum Bandaríkjamanna Mest munar um Bandaríkjamenn í tölunum en þeir voru eftir sem áður fjölmennastir í júní, eða 31 prósent brottfara. Þeim fækkaði þó um 35,1 prósent milli ára. Þjóðverjar voru í öðru sæti en brottfarir þeirra voru 17 þúsund talsins eða 6,4% fleiri en í júní árið áður. Í þriðja sæti voru brottfarir Breta, um tíu þúsund talsins og fækkaði þeim um 21,1%. Þar á eftir fylgdu síðan brottfarir Kínverja (4,9% af heild), Pólverja (4,8% af heild), Frakka (4,4% af heild), Kanadamanna (4,3% af heild), Svía (2,9% af heild), Norðmanna (2,5% af heild) og Dana (2,2% af heild). Skarphéðinn segir að ferðamenn af öðrum þjóðernum vegi upp á móti fækkuninni í röðum Bandaríkjamanna. „Fækkunin er fyrst og fremst í fjölda Bandaríkjamanna. Af 39 þúsund farþegum sem fækkar um þá eru um 33 þúsund Bandaríkjamenn. Á móti er aukning í ýmsum af okkar heðfbundnari mörkuðum, eins og Þýskalandi og Norðurlandaþjóðunum. Þannig að það eru ýmsar ágætar vísbendingar í þessu líka.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur. 3. júlí 2019 09:00 Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. 28. júní 2019 12:45 Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. 27. júní 2019 10:07 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Ferðamálastjóri segir nýjar tölur yfir brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli í júní sýna minni fækkun en gert hafði verið ráð fyrir í spám. Athyglisvert sé að líta til þess að fækkunin sé fyrst og fremst í hópi Bandaríkjamanna en á móti komi að ferðamönnum frá Þýskalandi og Norðurlöndunum fjölgi. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um hundrað níutíu og fimm þúsund í júnímánuði eða um þrjátíu og níu þúsund færri en í júní árið 2018. Fækkun milli ára nemur þannig 16,7 prósentum. Þetta rímar við þróunina undanfarna mánuði en fækkun hefur mælst alla mánuði frá áramótum. Mest var fækkunin í maí, eða 23,6 prósent. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir fækkunina í júní ekki jafnmikla og búist hafði verið við, og því verði áhrifin mildari. „Þessar tölur segja að fækkun brottfararfarþega í júní miðað við júní í fyrra hafi verið tæp sautján prósent. Það er náttúrulega allmikil fækkun. Það er hins vegar minni fækkun en Isavia hafði gert ráð fyrir í nýlegri spá sinni og að því leyti mildari áhrif.“Ýmislegt jákvætt þrátt fyrir hrun í komum Bandaríkjamanna Mest munar um Bandaríkjamenn í tölunum en þeir voru eftir sem áður fjölmennastir í júní, eða 31 prósent brottfara. Þeim fækkaði þó um 35,1 prósent milli ára. Þjóðverjar voru í öðru sæti en brottfarir þeirra voru 17 þúsund talsins eða 6,4% fleiri en í júní árið áður. Í þriðja sæti voru brottfarir Breta, um tíu þúsund talsins og fækkaði þeim um 21,1%. Þar á eftir fylgdu síðan brottfarir Kínverja (4,9% af heild), Pólverja (4,8% af heild), Frakka (4,4% af heild), Kanadamanna (4,3% af heild), Svía (2,9% af heild), Norðmanna (2,5% af heild) og Dana (2,2% af heild). Skarphéðinn segir að ferðamenn af öðrum þjóðernum vegi upp á móti fækkuninni í röðum Bandaríkjamanna. „Fækkunin er fyrst og fremst í fjölda Bandaríkjamanna. Af 39 þúsund farþegum sem fækkar um þá eru um 33 þúsund Bandaríkjamenn. Á móti er aukning í ýmsum af okkar heðfbundnari mörkuðum, eins og Þýskalandi og Norðurlandaþjóðunum. Þannig að það eru ýmsar ágætar vísbendingar í þessu líka.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur. 3. júlí 2019 09:00 Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. 28. júní 2019 12:45 Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. 27. júní 2019 10:07 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur. 3. júlí 2019 09:00
Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. 28. júní 2019 12:45
Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. 27. júní 2019 10:07