Gissur kvaddi hljóðnemann með kossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2019 12:22 Gissur klippir á borðann og þar með hefur hljóðver Bylgjunnar á fréttastofunni fengið nafnið Gissurarstofa. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofunnar, sagði ekkert annað nafn hafa komið til greina. Vísir/Vilhelm Gissur Sigurðsson, fréttamaður á Bylgjunni, kvaddi kollega sína á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á Suðurlandsbraut 10 í morgun. Gissur var kvaddur með morgunkaffi en óhætt er að segja að Gissur sé mikill morgunmaður enda staðið vaktina í útvarpinu á morgnana í á þriðja áratug. Hljóðver Bylgjunnar á fréttastofunni fékk formlega nafn við þetta tilefni. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofunnar, tilkynnti að hljóðverið hefði fengið nafnið Gissurarstofa. Ekkert annað nafn hefði komið til greina. Af því tilefni klippti Gissur á borða við mikil fagnaðarlæti kollega hans sem sumir hverjir hafa starfað með Gissuri nánast allan tímann.Hljóðneminn fékk kveðjukoss frá Gissuri.Vísir/VilhelmGissur þakkaði samstarfsfólki sínu á öllum aldri fyrir samstarfið og samveruna á fréttastofunni í gegnum árin. Hann sagðist myndu sakna starfsins sem hann hefði enn mikinn áhuga á að sinna. Það væru hins vegar skipanir frá læknum að draga sig í hlé eftir heilsuleysi undanfarna mánuði. Óhætt er að segja að Gissur hafi lifað og muni tímana tvenna. Rödd hans er hlustendum Bylgjunnar að góðu kunn og hann minnti kollega sína á mikilvægi þess að þjónusta hlustendur vel. Vera skýrmæltur og skrifa fréttirnar á þann veg að þær væru auðskiljanlegar fyrir þá sem á hlýddu. Heimir Karlsson ræddi við Gissur Sigurðsson í ítarlegu viðtali á jóladag. Þar var farið um víðan völl og má heyra viðtalið í heild hér að neðan. Fréttastofan þakkar Gissuri kærlega farsælt samstarf og óskar honum alls hins besta. Má reikna með að Gissur verði reglulegur gestur á fréttastofunni og líti við í Gissurarstofu. Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Gissur Sigurðsson, fréttamaður á Bylgjunni, kvaddi kollega sína á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á Suðurlandsbraut 10 í morgun. Gissur var kvaddur með morgunkaffi en óhætt er að segja að Gissur sé mikill morgunmaður enda staðið vaktina í útvarpinu á morgnana í á þriðja áratug. Hljóðver Bylgjunnar á fréttastofunni fékk formlega nafn við þetta tilefni. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofunnar, tilkynnti að hljóðverið hefði fengið nafnið Gissurarstofa. Ekkert annað nafn hefði komið til greina. Af því tilefni klippti Gissur á borða við mikil fagnaðarlæti kollega hans sem sumir hverjir hafa starfað með Gissuri nánast allan tímann.Hljóðneminn fékk kveðjukoss frá Gissuri.Vísir/VilhelmGissur þakkaði samstarfsfólki sínu á öllum aldri fyrir samstarfið og samveruna á fréttastofunni í gegnum árin. Hann sagðist myndu sakna starfsins sem hann hefði enn mikinn áhuga á að sinna. Það væru hins vegar skipanir frá læknum að draga sig í hlé eftir heilsuleysi undanfarna mánuði. Óhætt er að segja að Gissur hafi lifað og muni tímana tvenna. Rödd hans er hlustendum Bylgjunnar að góðu kunn og hann minnti kollega sína á mikilvægi þess að þjónusta hlustendur vel. Vera skýrmæltur og skrifa fréttirnar á þann veg að þær væru auðskiljanlegar fyrir þá sem á hlýddu. Heimir Karlsson ræddi við Gissur Sigurðsson í ítarlegu viðtali á jóladag. Þar var farið um víðan völl og má heyra viðtalið í heild hér að neðan. Fréttastofan þakkar Gissuri kærlega farsælt samstarf og óskar honum alls hins besta. Má reikna með að Gissur verði reglulegur gestur á fréttastofunni og líti við í Gissurarstofu.
Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira