Phil Neville ekkert á því að hætta með enska kvennalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 18:00 Phil Neville hefur staðið sig vel í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari. Hér hughreystir hann Ellen White eftir tapið í undanúrslitaleiknum. Getty/Marc Atkins Phil Neville er ákveðinn að halda áfram sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta en liðið rétt missti af sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn eftir naumt tap á móti ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna. Phil Neville hefur sett stefnuna á tvö næstu stórmót samkvæmt því sem breska ríkisútvarpið hefur eftir barónessunni Jane Campbell sem er yfir kvennastarfi breska knattspyrnusambandsins. Enska landsliðið hefur nú tapað í undanúrslitum á þremur stórmótum í röð en fær tvö önnur tækifæri á næstu tveimur árum.Women's World Cup: Phil Neville 'committed' to England job https://t.co/cdqGuHj4zj — BBC News England (@BBCEngland) July 4, 2019Phil Neville mun stýra breska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 og svo verður enska landsliðið á heimavelli á Evrópumótinu 2021. „Phil var að tala um Tókýó í morgun og um EM á heimavelli og það sem hann ætlaði að gera í sambandi við þessi tvö mót,“ sagði Jane Campbell. „Hann gerði samning um þriggja ára ferðalag og hann ætlar að standa við það. Við myndum líka elska það að hafa hann áfram,“ sagði Campbell. Phil Neville er fyrrum leikmaður Manchester United og enska karlalandsliðsins. Hann tók við enska kvennalandsliðinu árið 2018 og er þetta fyrsta starf hans sem aðalþjálfari. Enska landsliðið á eftir einn leik á HM en liðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á laugardaginn kemur. England HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Sjá meira
Phil Neville er ákveðinn að halda áfram sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta en liðið rétt missti af sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn eftir naumt tap á móti ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna. Phil Neville hefur sett stefnuna á tvö næstu stórmót samkvæmt því sem breska ríkisútvarpið hefur eftir barónessunni Jane Campbell sem er yfir kvennastarfi breska knattspyrnusambandsins. Enska landsliðið hefur nú tapað í undanúrslitum á þremur stórmótum í röð en fær tvö önnur tækifæri á næstu tveimur árum.Women's World Cup: Phil Neville 'committed' to England job https://t.co/cdqGuHj4zj — BBC News England (@BBCEngland) July 4, 2019Phil Neville mun stýra breska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 og svo verður enska landsliðið á heimavelli á Evrópumótinu 2021. „Phil var að tala um Tókýó í morgun og um EM á heimavelli og það sem hann ætlaði að gera í sambandi við þessi tvö mót,“ sagði Jane Campbell. „Hann gerði samning um þriggja ára ferðalag og hann ætlar að standa við það. Við myndum líka elska það að hafa hann áfram,“ sagði Campbell. Phil Neville er fyrrum leikmaður Manchester United og enska karlalandsliðsins. Hann tók við enska kvennalandsliðinu árið 2018 og er þetta fyrsta starf hans sem aðalþjálfari. Enska landsliðið á eftir einn leik á HM en liðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á laugardaginn kemur.
England HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Sjá meira