Phil Neville ekkert á því að hætta með enska kvennalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 18:00 Phil Neville hefur staðið sig vel í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari. Hér hughreystir hann Ellen White eftir tapið í undanúrslitaleiknum. Getty/Marc Atkins Phil Neville er ákveðinn að halda áfram sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta en liðið rétt missti af sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn eftir naumt tap á móti ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna. Phil Neville hefur sett stefnuna á tvö næstu stórmót samkvæmt því sem breska ríkisútvarpið hefur eftir barónessunni Jane Campbell sem er yfir kvennastarfi breska knattspyrnusambandsins. Enska landsliðið hefur nú tapað í undanúrslitum á þremur stórmótum í röð en fær tvö önnur tækifæri á næstu tveimur árum.Women's World Cup: Phil Neville 'committed' to England job https://t.co/cdqGuHj4zj — BBC News England (@BBCEngland) July 4, 2019Phil Neville mun stýra breska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 og svo verður enska landsliðið á heimavelli á Evrópumótinu 2021. „Phil var að tala um Tókýó í morgun og um EM á heimavelli og það sem hann ætlaði að gera í sambandi við þessi tvö mót,“ sagði Jane Campbell. „Hann gerði samning um þriggja ára ferðalag og hann ætlar að standa við það. Við myndum líka elska það að hafa hann áfram,“ sagði Campbell. Phil Neville er fyrrum leikmaður Manchester United og enska karlalandsliðsins. Hann tók við enska kvennalandsliðinu árið 2018 og er þetta fyrsta starf hans sem aðalþjálfari. Enska landsliðið á eftir einn leik á HM en liðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á laugardaginn kemur. England HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira
Phil Neville er ákveðinn að halda áfram sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta en liðið rétt missti af sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn eftir naumt tap á móti ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna. Phil Neville hefur sett stefnuna á tvö næstu stórmót samkvæmt því sem breska ríkisútvarpið hefur eftir barónessunni Jane Campbell sem er yfir kvennastarfi breska knattspyrnusambandsins. Enska landsliðið hefur nú tapað í undanúrslitum á þremur stórmótum í röð en fær tvö önnur tækifæri á næstu tveimur árum.Women's World Cup: Phil Neville 'committed' to England job https://t.co/cdqGuHj4zj — BBC News England (@BBCEngland) July 4, 2019Phil Neville mun stýra breska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 og svo verður enska landsliðið á heimavelli á Evrópumótinu 2021. „Phil var að tala um Tókýó í morgun og um EM á heimavelli og það sem hann ætlaði að gera í sambandi við þessi tvö mót,“ sagði Jane Campbell. „Hann gerði samning um þriggja ára ferðalag og hann ætlar að standa við það. Við myndum líka elska það að hafa hann áfram,“ sagði Campbell. Phil Neville er fyrrum leikmaður Manchester United og enska karlalandsliðsins. Hann tók við enska kvennalandsliðinu árið 2018 og er þetta fyrsta starf hans sem aðalþjálfari. Enska landsliðið á eftir einn leik á HM en liðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á laugardaginn kemur.
England HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira