Þegar hermangið fluttist búferlum Þorvaldur Gylfason skrifar 4. júlí 2019 07:00 Reykjavík – Enn rifjast hún upp fyrir mér spurningin sem einn helzti listamaður þjóðarinnar beindi til mín við kvöldverðarborð í heimahúsi: Datt ykkur ekki í hug að bjóða þeim að halda þýfinu í skiptum fyrir nýju stjórnarskrána? Ekki mitt að bjóða, svaraði ég. Spurningin er áleitin enda þykist ég sjá í hendi mér að áhugi almennings á afhjúpun hrunþýfisins o.fl. muni fara stigvaxandi eftir því sem Alþingi heldur nýju stjórnarskránni lengur í gíslingu enda er henni öðrum þræði ætlað að draga úr líkum þess að sagan endurtaki sig.Tíu þúsund fjölskyldur Einkavæðing bankanna 1998-2003 var í reyndinni lítt dulbúið bankarán eins og margar heimildir vitna um. Alþingi samþykkti 2012 að verða við kröfum um rannsókn málsins en þingið hefur þó ekki enn hirt um að standa við eigin samþykkt. Gamalgróin spilling réði för. Upphaflegur ásetningur um dreift eignarhald á bönkunum var að engu hafður. Ríkisendurskoðun taldi söluverðið of lágt eins og yfirskrift einnar greinarinnar í löngum greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur blaðamanns um málið hér í blaðinu 2005 vitnar um: „Gleymdist að ræða verðið“. Búnaðarbankinn var seldur hópi manna í tengslum við Framsóknarflokkinn. Brýnt var talið að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við“ svo vitnað sé í þeirra eigin orð. Í öllum bönkum voru helztu eigendur bankans meðal stærstu lántakenda hans. Gjaldþrot þriggja stærstu bankanna 2008 eru samanlagt þriðja stærsta gjaldþrot heimsins frá öndverðu skv. upplýsingum Fjármálaeftirlitsins. Tíu þúsund fjölskyldur misstu heimili sín, ein fjölskylda af hverjum tólf um landið. Kaupendur Landsbankans og Búnaðarbankans veittu hverjir öðrum lán til að fjármagna kaupin að hluta. Allur ferillinn var stráður lögleysum eins og m.a. Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbankans lýsti úr návígi í mörgum beittum blaðagreinum. Samsekt yfirvalda lýsti sér m.a. í því að Sverrir var aldrei kvaddur til að bera vitni. Sagan af einkavæðingunni varð æ skrautlegri eftir því sem á leið. Í ljós kom að þýzki bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum ólíkt því sem haldið var fram. Í bók sinni Kaupthinking (2018) lýsir Þórður Snær Júlíusson blaðamaður margháttuðum lögbrotum Kaupþingsmanna. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 hafði áður lýst föllnu bönkunum svo að þeir hafi allir verið eins í grófum dráttum.Bankarnir keyptu sér frið Eigendur og stjórnendur bankanna vissu hvað þurfti til að þeir fengju frið til að fara sínu fram. Þeir veittu samtals 147 mkr. 2004-2008 til stjórnmálasamtaka (91 mkr.) og til einstakra stjórnmálamanna (56 mkr.) svo sem fram kemur í skýrslu RNA (8. bindi, bls. 164-9). Þessar tölur eru samt of lágar því gögn fundust ekki um greiðslur Glitnis til stjórnmálamanna né heldur fundust tæmandi gögn um fyrirgreiðslu bankanna við stjórnmálamenn og samtök þeirra í fríðu (boðsferðir, risna o.fl.). Sjálfstæðisflokkurinn tók við 43,5 mkr. frá bönkunum 2006, þar af 30 mkr. frá sínum banka, Landsbankanum. Samfylkingin tók við 26 mkr., þar af 11,5 mkr. frá Kaupþingi og 8,5 mkr. frá Landsbankanum. Framsókn tók við tæpum 17 mkr., þar af 11 mkr. frá sínum banka, Kaupþingi. Þessar fjárhæðir má tvöfalda til að snara þeim á núvirði. Sem sagt: Þegar Kaninn kvaddi 2006 fluttist hermangið yfir í bankana. Bankarnir mokuðu einnig lánsfé í þingmenn, fé sem ekki er vitað hvað varð um þar eð afskriftir bankanna eru leynilegar þótt fréttir berist af þeim við og við. Tíu þingmenn skulduðu bönkunum 100 mkr. eða meira við hrun hver um sig (RNA, 2. bindi, bls. 200). Ekki hefur komið fram opinberlega hvernig skuldaskilum þessara þingmanna og annarra var háttað. Bankarnir keyptu sér frið. Þeir þurftu ekki að óttast afskipti Alþingis. Þeir höfðu flokkana og ýmsa þingmenn þeirra á fóðrum bæði fjárhagslega og með því að raða flokksmönnum í nefndir og ráð á sínum vegum.Ríki í ríkinu Ef allt væri eins og það á að vera myndu lögregla og saksóknarar hafa látið á það reyna fyrir dómstólum hvort fyrirgreiðsla bankanna við þingmenn jafngilti mútum í skilningi hegningarlaga. Þetta skiptir máli þar eð ríkisstjórn gömlu einkavæðingarflokkanna og eins flokks enn er byrjuð að einkavæða banka á nýjan leik án þess að hafa gert upp við fortíðina til fulls. Fleira hangir á spýtunni. Ef Alþingi væri eins og það ætti að vera kæmi fram krafa þar um rannsókn á fjárhagstengslum þingmanna, stjórnmálaflokka og útvegsfyrirtækja sem hafa þegið gríðarleg verðmæti af þinginu í gegnum kvótakerfið og hegða sér enn eins og bankarnir fram að hruni: eins og ríki í ríkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Enn rifjast hún upp fyrir mér spurningin sem einn helzti listamaður þjóðarinnar beindi til mín við kvöldverðarborð í heimahúsi: Datt ykkur ekki í hug að bjóða þeim að halda þýfinu í skiptum fyrir nýju stjórnarskrána? Ekki mitt að bjóða, svaraði ég. Spurningin er áleitin enda þykist ég sjá í hendi mér að áhugi almennings á afhjúpun hrunþýfisins o.fl. muni fara stigvaxandi eftir því sem Alþingi heldur nýju stjórnarskránni lengur í gíslingu enda er henni öðrum þræði ætlað að draga úr líkum þess að sagan endurtaki sig.Tíu þúsund fjölskyldur Einkavæðing bankanna 1998-2003 var í reyndinni lítt dulbúið bankarán eins og margar heimildir vitna um. Alþingi samþykkti 2012 að verða við kröfum um rannsókn málsins en þingið hefur þó ekki enn hirt um að standa við eigin samþykkt. Gamalgróin spilling réði för. Upphaflegur ásetningur um dreift eignarhald á bönkunum var að engu hafður. Ríkisendurskoðun taldi söluverðið of lágt eins og yfirskrift einnar greinarinnar í löngum greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur blaðamanns um málið hér í blaðinu 2005 vitnar um: „Gleymdist að ræða verðið“. Búnaðarbankinn var seldur hópi manna í tengslum við Framsóknarflokkinn. Brýnt var talið að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við“ svo vitnað sé í þeirra eigin orð. Í öllum bönkum voru helztu eigendur bankans meðal stærstu lántakenda hans. Gjaldþrot þriggja stærstu bankanna 2008 eru samanlagt þriðja stærsta gjaldþrot heimsins frá öndverðu skv. upplýsingum Fjármálaeftirlitsins. Tíu þúsund fjölskyldur misstu heimili sín, ein fjölskylda af hverjum tólf um landið. Kaupendur Landsbankans og Búnaðarbankans veittu hverjir öðrum lán til að fjármagna kaupin að hluta. Allur ferillinn var stráður lögleysum eins og m.a. Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbankans lýsti úr návígi í mörgum beittum blaðagreinum. Samsekt yfirvalda lýsti sér m.a. í því að Sverrir var aldrei kvaddur til að bera vitni. Sagan af einkavæðingunni varð æ skrautlegri eftir því sem á leið. Í ljós kom að þýzki bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum ólíkt því sem haldið var fram. Í bók sinni Kaupthinking (2018) lýsir Þórður Snær Júlíusson blaðamaður margháttuðum lögbrotum Kaupþingsmanna. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 hafði áður lýst föllnu bönkunum svo að þeir hafi allir verið eins í grófum dráttum.Bankarnir keyptu sér frið Eigendur og stjórnendur bankanna vissu hvað þurfti til að þeir fengju frið til að fara sínu fram. Þeir veittu samtals 147 mkr. 2004-2008 til stjórnmálasamtaka (91 mkr.) og til einstakra stjórnmálamanna (56 mkr.) svo sem fram kemur í skýrslu RNA (8. bindi, bls. 164-9). Þessar tölur eru samt of lágar því gögn fundust ekki um greiðslur Glitnis til stjórnmálamanna né heldur fundust tæmandi gögn um fyrirgreiðslu bankanna við stjórnmálamenn og samtök þeirra í fríðu (boðsferðir, risna o.fl.). Sjálfstæðisflokkurinn tók við 43,5 mkr. frá bönkunum 2006, þar af 30 mkr. frá sínum banka, Landsbankanum. Samfylkingin tók við 26 mkr., þar af 11,5 mkr. frá Kaupþingi og 8,5 mkr. frá Landsbankanum. Framsókn tók við tæpum 17 mkr., þar af 11 mkr. frá sínum banka, Kaupþingi. Þessar fjárhæðir má tvöfalda til að snara þeim á núvirði. Sem sagt: Þegar Kaninn kvaddi 2006 fluttist hermangið yfir í bankana. Bankarnir mokuðu einnig lánsfé í þingmenn, fé sem ekki er vitað hvað varð um þar eð afskriftir bankanna eru leynilegar þótt fréttir berist af þeim við og við. Tíu þingmenn skulduðu bönkunum 100 mkr. eða meira við hrun hver um sig (RNA, 2. bindi, bls. 200). Ekki hefur komið fram opinberlega hvernig skuldaskilum þessara þingmanna og annarra var háttað. Bankarnir keyptu sér frið. Þeir þurftu ekki að óttast afskipti Alþingis. Þeir höfðu flokkana og ýmsa þingmenn þeirra á fóðrum bæði fjárhagslega og með því að raða flokksmönnum í nefndir og ráð á sínum vegum.Ríki í ríkinu Ef allt væri eins og það á að vera myndu lögregla og saksóknarar hafa látið á það reyna fyrir dómstólum hvort fyrirgreiðsla bankanna við þingmenn jafngilti mútum í skilningi hegningarlaga. Þetta skiptir máli þar eð ríkisstjórn gömlu einkavæðingarflokkanna og eins flokks enn er byrjuð að einkavæða banka á nýjan leik án þess að hafa gert upp við fortíðina til fulls. Fleira hangir á spýtunni. Ef Alþingi væri eins og það ætti að vera kæmi fram krafa þar um rannsókn á fjárhagstengslum þingmanna, stjórnmálaflokka og útvegsfyrirtækja sem hafa þegið gríðarleg verðmæti af þinginu í gegnum kvótakerfið og hegða sér enn eins og bankarnir fram að hruni: eins og ríki í ríkinu.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar