Þegar hermangið fluttist búferlum Þorvaldur Gylfason skrifar 4. júlí 2019 07:00 Reykjavík – Enn rifjast hún upp fyrir mér spurningin sem einn helzti listamaður þjóðarinnar beindi til mín við kvöldverðarborð í heimahúsi: Datt ykkur ekki í hug að bjóða þeim að halda þýfinu í skiptum fyrir nýju stjórnarskrána? Ekki mitt að bjóða, svaraði ég. Spurningin er áleitin enda þykist ég sjá í hendi mér að áhugi almennings á afhjúpun hrunþýfisins o.fl. muni fara stigvaxandi eftir því sem Alþingi heldur nýju stjórnarskránni lengur í gíslingu enda er henni öðrum þræði ætlað að draga úr líkum þess að sagan endurtaki sig.Tíu þúsund fjölskyldur Einkavæðing bankanna 1998-2003 var í reyndinni lítt dulbúið bankarán eins og margar heimildir vitna um. Alþingi samþykkti 2012 að verða við kröfum um rannsókn málsins en þingið hefur þó ekki enn hirt um að standa við eigin samþykkt. Gamalgróin spilling réði för. Upphaflegur ásetningur um dreift eignarhald á bönkunum var að engu hafður. Ríkisendurskoðun taldi söluverðið of lágt eins og yfirskrift einnar greinarinnar í löngum greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur blaðamanns um málið hér í blaðinu 2005 vitnar um: „Gleymdist að ræða verðið“. Búnaðarbankinn var seldur hópi manna í tengslum við Framsóknarflokkinn. Brýnt var talið að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við“ svo vitnað sé í þeirra eigin orð. Í öllum bönkum voru helztu eigendur bankans meðal stærstu lántakenda hans. Gjaldþrot þriggja stærstu bankanna 2008 eru samanlagt þriðja stærsta gjaldþrot heimsins frá öndverðu skv. upplýsingum Fjármálaeftirlitsins. Tíu þúsund fjölskyldur misstu heimili sín, ein fjölskylda af hverjum tólf um landið. Kaupendur Landsbankans og Búnaðarbankans veittu hverjir öðrum lán til að fjármagna kaupin að hluta. Allur ferillinn var stráður lögleysum eins og m.a. Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbankans lýsti úr návígi í mörgum beittum blaðagreinum. Samsekt yfirvalda lýsti sér m.a. í því að Sverrir var aldrei kvaddur til að bera vitni. Sagan af einkavæðingunni varð æ skrautlegri eftir því sem á leið. Í ljós kom að þýzki bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum ólíkt því sem haldið var fram. Í bók sinni Kaupthinking (2018) lýsir Þórður Snær Júlíusson blaðamaður margháttuðum lögbrotum Kaupþingsmanna. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 hafði áður lýst föllnu bönkunum svo að þeir hafi allir verið eins í grófum dráttum.Bankarnir keyptu sér frið Eigendur og stjórnendur bankanna vissu hvað þurfti til að þeir fengju frið til að fara sínu fram. Þeir veittu samtals 147 mkr. 2004-2008 til stjórnmálasamtaka (91 mkr.) og til einstakra stjórnmálamanna (56 mkr.) svo sem fram kemur í skýrslu RNA (8. bindi, bls. 164-9). Þessar tölur eru samt of lágar því gögn fundust ekki um greiðslur Glitnis til stjórnmálamanna né heldur fundust tæmandi gögn um fyrirgreiðslu bankanna við stjórnmálamenn og samtök þeirra í fríðu (boðsferðir, risna o.fl.). Sjálfstæðisflokkurinn tók við 43,5 mkr. frá bönkunum 2006, þar af 30 mkr. frá sínum banka, Landsbankanum. Samfylkingin tók við 26 mkr., þar af 11,5 mkr. frá Kaupþingi og 8,5 mkr. frá Landsbankanum. Framsókn tók við tæpum 17 mkr., þar af 11 mkr. frá sínum banka, Kaupþingi. Þessar fjárhæðir má tvöfalda til að snara þeim á núvirði. Sem sagt: Þegar Kaninn kvaddi 2006 fluttist hermangið yfir í bankana. Bankarnir mokuðu einnig lánsfé í þingmenn, fé sem ekki er vitað hvað varð um þar eð afskriftir bankanna eru leynilegar þótt fréttir berist af þeim við og við. Tíu þingmenn skulduðu bönkunum 100 mkr. eða meira við hrun hver um sig (RNA, 2. bindi, bls. 200). Ekki hefur komið fram opinberlega hvernig skuldaskilum þessara þingmanna og annarra var háttað. Bankarnir keyptu sér frið. Þeir þurftu ekki að óttast afskipti Alþingis. Þeir höfðu flokkana og ýmsa þingmenn þeirra á fóðrum bæði fjárhagslega og með því að raða flokksmönnum í nefndir og ráð á sínum vegum.Ríki í ríkinu Ef allt væri eins og það á að vera myndu lögregla og saksóknarar hafa látið á það reyna fyrir dómstólum hvort fyrirgreiðsla bankanna við þingmenn jafngilti mútum í skilningi hegningarlaga. Þetta skiptir máli þar eð ríkisstjórn gömlu einkavæðingarflokkanna og eins flokks enn er byrjuð að einkavæða banka á nýjan leik án þess að hafa gert upp við fortíðina til fulls. Fleira hangir á spýtunni. Ef Alþingi væri eins og það ætti að vera kæmi fram krafa þar um rannsókn á fjárhagstengslum þingmanna, stjórnmálaflokka og útvegsfyrirtækja sem hafa þegið gríðarleg verðmæti af þinginu í gegnum kvótakerfið og hegða sér enn eins og bankarnir fram að hruni: eins og ríki í ríkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Enn rifjast hún upp fyrir mér spurningin sem einn helzti listamaður þjóðarinnar beindi til mín við kvöldverðarborð í heimahúsi: Datt ykkur ekki í hug að bjóða þeim að halda þýfinu í skiptum fyrir nýju stjórnarskrána? Ekki mitt að bjóða, svaraði ég. Spurningin er áleitin enda þykist ég sjá í hendi mér að áhugi almennings á afhjúpun hrunþýfisins o.fl. muni fara stigvaxandi eftir því sem Alþingi heldur nýju stjórnarskránni lengur í gíslingu enda er henni öðrum þræði ætlað að draga úr líkum þess að sagan endurtaki sig.Tíu þúsund fjölskyldur Einkavæðing bankanna 1998-2003 var í reyndinni lítt dulbúið bankarán eins og margar heimildir vitna um. Alþingi samþykkti 2012 að verða við kröfum um rannsókn málsins en þingið hefur þó ekki enn hirt um að standa við eigin samþykkt. Gamalgróin spilling réði för. Upphaflegur ásetningur um dreift eignarhald á bönkunum var að engu hafður. Ríkisendurskoðun taldi söluverðið of lágt eins og yfirskrift einnar greinarinnar í löngum greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur blaðamanns um málið hér í blaðinu 2005 vitnar um: „Gleymdist að ræða verðið“. Búnaðarbankinn var seldur hópi manna í tengslum við Framsóknarflokkinn. Brýnt var talið að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við“ svo vitnað sé í þeirra eigin orð. Í öllum bönkum voru helztu eigendur bankans meðal stærstu lántakenda hans. Gjaldþrot þriggja stærstu bankanna 2008 eru samanlagt þriðja stærsta gjaldþrot heimsins frá öndverðu skv. upplýsingum Fjármálaeftirlitsins. Tíu þúsund fjölskyldur misstu heimili sín, ein fjölskylda af hverjum tólf um landið. Kaupendur Landsbankans og Búnaðarbankans veittu hverjir öðrum lán til að fjármagna kaupin að hluta. Allur ferillinn var stráður lögleysum eins og m.a. Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbankans lýsti úr návígi í mörgum beittum blaðagreinum. Samsekt yfirvalda lýsti sér m.a. í því að Sverrir var aldrei kvaddur til að bera vitni. Sagan af einkavæðingunni varð æ skrautlegri eftir því sem á leið. Í ljós kom að þýzki bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum ólíkt því sem haldið var fram. Í bók sinni Kaupthinking (2018) lýsir Þórður Snær Júlíusson blaðamaður margháttuðum lögbrotum Kaupþingsmanna. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 hafði áður lýst föllnu bönkunum svo að þeir hafi allir verið eins í grófum dráttum.Bankarnir keyptu sér frið Eigendur og stjórnendur bankanna vissu hvað þurfti til að þeir fengju frið til að fara sínu fram. Þeir veittu samtals 147 mkr. 2004-2008 til stjórnmálasamtaka (91 mkr.) og til einstakra stjórnmálamanna (56 mkr.) svo sem fram kemur í skýrslu RNA (8. bindi, bls. 164-9). Þessar tölur eru samt of lágar því gögn fundust ekki um greiðslur Glitnis til stjórnmálamanna né heldur fundust tæmandi gögn um fyrirgreiðslu bankanna við stjórnmálamenn og samtök þeirra í fríðu (boðsferðir, risna o.fl.). Sjálfstæðisflokkurinn tók við 43,5 mkr. frá bönkunum 2006, þar af 30 mkr. frá sínum banka, Landsbankanum. Samfylkingin tók við 26 mkr., þar af 11,5 mkr. frá Kaupþingi og 8,5 mkr. frá Landsbankanum. Framsókn tók við tæpum 17 mkr., þar af 11 mkr. frá sínum banka, Kaupþingi. Þessar fjárhæðir má tvöfalda til að snara þeim á núvirði. Sem sagt: Þegar Kaninn kvaddi 2006 fluttist hermangið yfir í bankana. Bankarnir mokuðu einnig lánsfé í þingmenn, fé sem ekki er vitað hvað varð um þar eð afskriftir bankanna eru leynilegar þótt fréttir berist af þeim við og við. Tíu þingmenn skulduðu bönkunum 100 mkr. eða meira við hrun hver um sig (RNA, 2. bindi, bls. 200). Ekki hefur komið fram opinberlega hvernig skuldaskilum þessara þingmanna og annarra var háttað. Bankarnir keyptu sér frið. Þeir þurftu ekki að óttast afskipti Alþingis. Þeir höfðu flokkana og ýmsa þingmenn þeirra á fóðrum bæði fjárhagslega og með því að raða flokksmönnum í nefndir og ráð á sínum vegum.Ríki í ríkinu Ef allt væri eins og það á að vera myndu lögregla og saksóknarar hafa látið á það reyna fyrir dómstólum hvort fyrirgreiðsla bankanna við þingmenn jafngilti mútum í skilningi hegningarlaga. Þetta skiptir máli þar eð ríkisstjórn gömlu einkavæðingarflokkanna og eins flokks enn er byrjuð að einkavæða banka á nýjan leik án þess að hafa gert upp við fortíðina til fulls. Fleira hangir á spýtunni. Ef Alþingi væri eins og það ætti að vera kæmi fram krafa þar um rannsókn á fjárhagstengslum þingmanna, stjórnmálaflokka og útvegsfyrirtækja sem hafa þegið gríðarleg verðmæti af þinginu í gegnum kvótakerfið og hegða sér enn eins og bankarnir fram að hruni: eins og ríki í ríkinu.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun