Hjólabátar Mýrdælinga ekki fengist samþykktir sem skip Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2019 22:29 Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík, var frumkvöðull í notkun hjólabáta í ferðaþjónustu hérlendis. Núna kemur hann þeim ekki í gegnum kerfið. Stöð 2/Einar Árnason. Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum við Reynisdranga eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, fást ekki samþykktir sem skip og hafa safnað skuldum á þriðja ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hjólabátarnir voru eitt af einkennistáknum Víkur í Mýrdal fyrir um aldarfjórðungi. Svo hurfu þeir en núna eru tveir komnir aftur. Reynir Ragnarsson og synir stóðu fyrir hjólbátaútgerðinni á sínum tíma, nýttu bátana fyrstu árin til fiskveiða frá sendinni ströndinni við Vík en fóru svo að sigla með ferðamenn.Hjólabátar voru bæði gerðir út frá Vík og Dyrhólahverfi til siglinga með ferðamenn.Mynd/Úr safni.„Og það virkaði bara mjög vel. En þetta voru eiginlega eingöngu Íslendingar þá sem sóttu þetta. Sumir sögðu að þetta hefði verið það sem kom Víkinni á kortið. Þetta var mjög vinsælt. En þetta var barningur því að það var ekki það mikið um ferðamenn hérna,“ segir Reynir, sem er fyrrverandi lögreglumaður í Vík. Fyrir þremur árum ákváðu þeir að byrja aftur, keyptu tvo hjólabáta af herlager í Belgíu, en rákust þá á vegg hjá Samgöngustofu. „Það væru komnar aðrar reglur og miklu strangari ESB-reglur. Og þetta væri orðið annað hafsvæði og ég veit ekki hvað og hvað. Og það var eiginlega allt fundið til foráttu sem hægt var,“ segir Reynir. Frá Samgöngustofu fengust þau svör að um innflutning, skráningu báta og skipa og eftirlit með þeim giltu reglur, sem miðuðu að því fyrst og síðast að tryggja öryggi. Skip sem keypt væri frá útlöndum til skráningar hérlendis þyrfti að hafa verið smíðað í samræmi við reglur viðurkennds flokkunarfélags eða sambærilegum reglum og fullnægja íslenskum lögum um styrkleika, búnað og haffæri. „Við höfum ekki ennþá getað komið þeim á skipaskrá eða fengið þá skráða sem skip,“ segir Reynir. Horft yfir Reynisdranga í átt til Víkur.Stöð 2/Einar Árnason.Samgöngustofa segir að til að samþykkja innflutt skip inn á skipaskrá þurfi að liggja fyrir allar teikningar og önnur gögn svo unnt sé að meta hvort það uppfylli umræddar reglur. Reynir segir herinn ekki láta smíðateikningar af hendi, því hafi þeir fengið íslenska verkfræðistofu til að teikna bátana upp en ekkert gangi. „Það virðist vera að þetta hafsvæði B sé allt í einu orðið svo hættulegt að það má ekki, - því að þeir sögðu að þó við fengjum skipaskrárnúmer á bátana, og þá skráða, þá væri ekki víst að við fengjum nokkurn tíma leyfi til að sigla þeim á þessu hættulega svæði.“ -Þannig að eins og staðan er, þá hreyfast þeir ekkert, þeir bara standa hérna? „Þeir bíða bara hérna og safna skuldum,“ svarar Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum við Reynisdranga eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, fást ekki samþykktir sem skip og hafa safnað skuldum á þriðja ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hjólabátarnir voru eitt af einkennistáknum Víkur í Mýrdal fyrir um aldarfjórðungi. Svo hurfu þeir en núna eru tveir komnir aftur. Reynir Ragnarsson og synir stóðu fyrir hjólbátaútgerðinni á sínum tíma, nýttu bátana fyrstu árin til fiskveiða frá sendinni ströndinni við Vík en fóru svo að sigla með ferðamenn.Hjólabátar voru bæði gerðir út frá Vík og Dyrhólahverfi til siglinga með ferðamenn.Mynd/Úr safni.„Og það virkaði bara mjög vel. En þetta voru eiginlega eingöngu Íslendingar þá sem sóttu þetta. Sumir sögðu að þetta hefði verið það sem kom Víkinni á kortið. Þetta var mjög vinsælt. En þetta var barningur því að það var ekki það mikið um ferðamenn hérna,“ segir Reynir, sem er fyrrverandi lögreglumaður í Vík. Fyrir þremur árum ákváðu þeir að byrja aftur, keyptu tvo hjólabáta af herlager í Belgíu, en rákust þá á vegg hjá Samgöngustofu. „Það væru komnar aðrar reglur og miklu strangari ESB-reglur. Og þetta væri orðið annað hafsvæði og ég veit ekki hvað og hvað. Og það var eiginlega allt fundið til foráttu sem hægt var,“ segir Reynir. Frá Samgöngustofu fengust þau svör að um innflutning, skráningu báta og skipa og eftirlit með þeim giltu reglur, sem miðuðu að því fyrst og síðast að tryggja öryggi. Skip sem keypt væri frá útlöndum til skráningar hérlendis þyrfti að hafa verið smíðað í samræmi við reglur viðurkennds flokkunarfélags eða sambærilegum reglum og fullnægja íslenskum lögum um styrkleika, búnað og haffæri. „Við höfum ekki ennþá getað komið þeim á skipaskrá eða fengið þá skráða sem skip,“ segir Reynir. Horft yfir Reynisdranga í átt til Víkur.Stöð 2/Einar Árnason.Samgöngustofa segir að til að samþykkja innflutt skip inn á skipaskrá þurfi að liggja fyrir allar teikningar og önnur gögn svo unnt sé að meta hvort það uppfylli umræddar reglur. Reynir segir herinn ekki láta smíðateikningar af hendi, því hafi þeir fengið íslenska verkfræðistofu til að teikna bátana upp en ekkert gangi. „Það virðist vera að þetta hafsvæði B sé allt í einu orðið svo hættulegt að það má ekki, - því að þeir sögðu að þó við fengjum skipaskrárnúmer á bátana, og þá skráða, þá væri ekki víst að við fengjum nokkurn tíma leyfi til að sigla þeim á þessu hættulega svæði.“ -Þannig að eins og staðan er, þá hreyfast þeir ekkert, þeir bara standa hérna? „Þeir bíða bara hérna og safna skuldum,“ svarar Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40