Hjólabátar Mýrdælinga ekki fengist samþykktir sem skip Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2019 22:29 Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík, var frumkvöðull í notkun hjólabáta í ferðaþjónustu hérlendis. Núna kemur hann þeim ekki í gegnum kerfið. Stöð 2/Einar Árnason. Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum við Reynisdranga eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, fást ekki samþykktir sem skip og hafa safnað skuldum á þriðja ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hjólabátarnir voru eitt af einkennistáknum Víkur í Mýrdal fyrir um aldarfjórðungi. Svo hurfu þeir en núna eru tveir komnir aftur. Reynir Ragnarsson og synir stóðu fyrir hjólbátaútgerðinni á sínum tíma, nýttu bátana fyrstu árin til fiskveiða frá sendinni ströndinni við Vík en fóru svo að sigla með ferðamenn.Hjólabátar voru bæði gerðir út frá Vík og Dyrhólahverfi til siglinga með ferðamenn.Mynd/Úr safni.„Og það virkaði bara mjög vel. En þetta voru eiginlega eingöngu Íslendingar þá sem sóttu þetta. Sumir sögðu að þetta hefði verið það sem kom Víkinni á kortið. Þetta var mjög vinsælt. En þetta var barningur því að það var ekki það mikið um ferðamenn hérna,“ segir Reynir, sem er fyrrverandi lögreglumaður í Vík. Fyrir þremur árum ákváðu þeir að byrja aftur, keyptu tvo hjólabáta af herlager í Belgíu, en rákust þá á vegg hjá Samgöngustofu. „Það væru komnar aðrar reglur og miklu strangari ESB-reglur. Og þetta væri orðið annað hafsvæði og ég veit ekki hvað og hvað. Og það var eiginlega allt fundið til foráttu sem hægt var,“ segir Reynir. Frá Samgöngustofu fengust þau svör að um innflutning, skráningu báta og skipa og eftirlit með þeim giltu reglur, sem miðuðu að því fyrst og síðast að tryggja öryggi. Skip sem keypt væri frá útlöndum til skráningar hérlendis þyrfti að hafa verið smíðað í samræmi við reglur viðurkennds flokkunarfélags eða sambærilegum reglum og fullnægja íslenskum lögum um styrkleika, búnað og haffæri. „Við höfum ekki ennþá getað komið þeim á skipaskrá eða fengið þá skráða sem skip,“ segir Reynir. Horft yfir Reynisdranga í átt til Víkur.Stöð 2/Einar Árnason.Samgöngustofa segir að til að samþykkja innflutt skip inn á skipaskrá þurfi að liggja fyrir allar teikningar og önnur gögn svo unnt sé að meta hvort það uppfylli umræddar reglur. Reynir segir herinn ekki láta smíðateikningar af hendi, því hafi þeir fengið íslenska verkfræðistofu til að teikna bátana upp en ekkert gangi. „Það virðist vera að þetta hafsvæði B sé allt í einu orðið svo hættulegt að það má ekki, - því að þeir sögðu að þó við fengjum skipaskrárnúmer á bátana, og þá skráða, þá væri ekki víst að við fengjum nokkurn tíma leyfi til að sigla þeim á þessu hættulega svæði.“ -Þannig að eins og staðan er, þá hreyfast þeir ekkert, þeir bara standa hérna? „Þeir bíða bara hérna og safna skuldum,“ svarar Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum við Reynisdranga eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, fást ekki samþykktir sem skip og hafa safnað skuldum á þriðja ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hjólabátarnir voru eitt af einkennistáknum Víkur í Mýrdal fyrir um aldarfjórðungi. Svo hurfu þeir en núna eru tveir komnir aftur. Reynir Ragnarsson og synir stóðu fyrir hjólbátaútgerðinni á sínum tíma, nýttu bátana fyrstu árin til fiskveiða frá sendinni ströndinni við Vík en fóru svo að sigla með ferðamenn.Hjólabátar voru bæði gerðir út frá Vík og Dyrhólahverfi til siglinga með ferðamenn.Mynd/Úr safni.„Og það virkaði bara mjög vel. En þetta voru eiginlega eingöngu Íslendingar þá sem sóttu þetta. Sumir sögðu að þetta hefði verið það sem kom Víkinni á kortið. Þetta var mjög vinsælt. En þetta var barningur því að það var ekki það mikið um ferðamenn hérna,“ segir Reynir, sem er fyrrverandi lögreglumaður í Vík. Fyrir þremur árum ákváðu þeir að byrja aftur, keyptu tvo hjólabáta af herlager í Belgíu, en rákust þá á vegg hjá Samgöngustofu. „Það væru komnar aðrar reglur og miklu strangari ESB-reglur. Og þetta væri orðið annað hafsvæði og ég veit ekki hvað og hvað. Og það var eiginlega allt fundið til foráttu sem hægt var,“ segir Reynir. Frá Samgöngustofu fengust þau svör að um innflutning, skráningu báta og skipa og eftirlit með þeim giltu reglur, sem miðuðu að því fyrst og síðast að tryggja öryggi. Skip sem keypt væri frá útlöndum til skráningar hérlendis þyrfti að hafa verið smíðað í samræmi við reglur viðurkennds flokkunarfélags eða sambærilegum reglum og fullnægja íslenskum lögum um styrkleika, búnað og haffæri. „Við höfum ekki ennþá getað komið þeim á skipaskrá eða fengið þá skráða sem skip,“ segir Reynir. Horft yfir Reynisdranga í átt til Víkur.Stöð 2/Einar Árnason.Samgöngustofa segir að til að samþykkja innflutt skip inn á skipaskrá þurfi að liggja fyrir allar teikningar og önnur gögn svo unnt sé að meta hvort það uppfylli umræddar reglur. Reynir segir herinn ekki láta smíðateikningar af hendi, því hafi þeir fengið íslenska verkfræðistofu til að teikna bátana upp en ekkert gangi. „Það virðist vera að þetta hafsvæði B sé allt í einu orðið svo hættulegt að það má ekki, - því að þeir sögðu að þó við fengjum skipaskrárnúmer á bátana, og þá skráða, þá væri ekki víst að við fengjum nokkurn tíma leyfi til að sigla þeim á þessu hættulega svæði.“ -Þannig að eins og staðan er, þá hreyfast þeir ekkert, þeir bara standa hérna? „Þeir bíða bara hérna og safna skuldum,“ svarar Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40