Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2019 15:07 Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. Vísir/vilhelm Mælingar á Mýrdalsjökli benda til þess að hlaup geti komið í Múlakvísl á næstu vikum. Ekki er búist við stóru hlaupi en þó nokkru stærra en sést hefur undanfarin átta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Niðurstöður mælinga jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands benda til þess að rennsli í flóðtoppi gæti orðið nokkru meira en varð árið 2017, sem var í meira lagi, en sennilega töluvert minna en árið 2011. Hlaupið það ár tók af brúna á þjóðvegi eitt. Þannig er hámarksrennsli úr hlaupinu árið 2017 lauslega áætlað hafa verið nálægt 200 rúmmetrum á sekúndu niðri við þjóðveginn, sem er um 20% hámarksrennslis hlaupsins 2011 á sama stað. Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir og farið verður nánar yfir mögulegar aðgerðir komi til hlaups. Vísindamenn telja að einhver aðdragandi verði að hlaupinu en ekki er talin þörf á sérstökum lokunum fyrir umferð að sinni. Vandlega verður fylgst með ástandinu og gripið inn í ef vísbendingar eru um að hlaup sé að hefjast. Hér að neðan má nálgast upplýsingar frá Almannavörnum um hættur og leiðbeiningar í tengslum við hlaup í Múlakvísl.Hættur samfara hlaupum í Múlakvísl: 1. Hlaupvatn getur teppt leið frá þjóðvegi 1 inn að Kötlujökli vestan við Hafursey. 2. Hlaupvatn getur runnið yfir og teppt eða rofið þjóðveg 1 við brúna yfir Múlakvísl. 3. Hlaupvatn getur teppt leið í Þakgil. 4. Gasið brennisteinsvetni (H2S) getur verið í það miklu magni í andrúmslofti nærri ánni að það brenni slímhúðir í augum og í öndunarvegi.Leiðbeiningar: 1. Virðið lokanir og rýmingar ef til þeirra kemur. 2. Haldið ykkur fjarri ánni þegar hlaup er í gangi. 3. Forðist staði þar sem gasmengunar gætir svo sem meðfram ánni og lægðir nærri henni. Stöðvið ekki við brúna yfir Múlakvísl eða Skálm Almannavarnir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Rafleiðni hefur minnkað í Múlakvísl Litlar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands eftir að rennsli jókst í gær og litur árinnar breyttist. 6. janúar 2018 12:41 Lítið hlaup í Múlakvísl Lítið hlaup er í gangi í Múlakvísl á Mýrdalssandi. 15. janúar 2019 15:52 Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Mælingar á Mýrdalsjökli benda til þess að hlaup geti komið í Múlakvísl á næstu vikum. Ekki er búist við stóru hlaupi en þó nokkru stærra en sést hefur undanfarin átta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Niðurstöður mælinga jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands benda til þess að rennsli í flóðtoppi gæti orðið nokkru meira en varð árið 2017, sem var í meira lagi, en sennilega töluvert minna en árið 2011. Hlaupið það ár tók af brúna á þjóðvegi eitt. Þannig er hámarksrennsli úr hlaupinu árið 2017 lauslega áætlað hafa verið nálægt 200 rúmmetrum á sekúndu niðri við þjóðveginn, sem er um 20% hámarksrennslis hlaupsins 2011 á sama stað. Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir og farið verður nánar yfir mögulegar aðgerðir komi til hlaups. Vísindamenn telja að einhver aðdragandi verði að hlaupinu en ekki er talin þörf á sérstökum lokunum fyrir umferð að sinni. Vandlega verður fylgst með ástandinu og gripið inn í ef vísbendingar eru um að hlaup sé að hefjast. Hér að neðan má nálgast upplýsingar frá Almannavörnum um hættur og leiðbeiningar í tengslum við hlaup í Múlakvísl.Hættur samfara hlaupum í Múlakvísl: 1. Hlaupvatn getur teppt leið frá þjóðvegi 1 inn að Kötlujökli vestan við Hafursey. 2. Hlaupvatn getur runnið yfir og teppt eða rofið þjóðveg 1 við brúna yfir Múlakvísl. 3. Hlaupvatn getur teppt leið í Þakgil. 4. Gasið brennisteinsvetni (H2S) getur verið í það miklu magni í andrúmslofti nærri ánni að það brenni slímhúðir í augum og í öndunarvegi.Leiðbeiningar: 1. Virðið lokanir og rýmingar ef til þeirra kemur. 2. Haldið ykkur fjarri ánni þegar hlaup er í gangi. 3. Forðist staði þar sem gasmengunar gætir svo sem meðfram ánni og lægðir nærri henni. Stöðvið ekki við brúna yfir Múlakvísl eða Skálm
Almannavarnir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Rafleiðni hefur minnkað í Múlakvísl Litlar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands eftir að rennsli jókst í gær og litur árinnar breyttist. 6. janúar 2018 12:41 Lítið hlaup í Múlakvísl Lítið hlaup er í gangi í Múlakvísl á Mýrdalssandi. 15. janúar 2019 15:52 Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Rafleiðni hefur minnkað í Múlakvísl Litlar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands eftir að rennsli jókst í gær og litur árinnar breyttist. 6. janúar 2018 12:41
Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40