Sykurskatturinn sterkur gegn krabbameinum af völdum offitu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2019 13:30 Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta, eins og reykinga. Vísir/getty Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. Tengsl krabbameins og offitu eru vel þekkt, til dæmis hér á landi, en næringarfræðingur segir sykurskatt geta verið sterka forvörn gegn krabbameinum, einkum tengdum offitu. Fjallað er um rannsókn samtakanna Cancer Research UK á vef BBC í dag. Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Þá eigi milljónir Breta á hættu að fá krabbamein vegna ofþyngdar. Auglýsingaherferð samtakanna, þar sem vakin er athygli á þessu, hefur þó verið gagnrýnd fyrir að smána þá sem eru í yfirþyngd og þannig ýta undir fitufordóma. Samtökin leggja áherslu á að ætlunin sé ekki að skella skömminni á fólk í yfirþyngd.Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu.Bretar eru á meðal þeirra ríkja sem hafa innleitt sykurskatt til að ýta undir breytta neysluhegðun með það fyrir augum að draga úr offitu og öðrum lífstílstengdum sjúkdómum en sykurskatturinn var innleiddur í þar í landi árið 2018. Sykurskattur hefur verið til umræðu hér á landi undanfarnar vikur. Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands segir aukna líkamsþyngd staðfestan áhættuþátt 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli, líkt og fram kom í grein sem hún ritar ásamt þremur öðrum og birtist í Fréttablaðinu í gær. Jóhanna segir sykurskattinn geta komið til með að verða öflug forvörn í því samhengi. „Það er náttúrulega vel þekkt að verðstýring virkar. Bara það ef það er eitthvað tilboð, segjum að það séu tveir hamborgarar og tveir lítrar af gosi með, og þetta er ódýrt tilboð þá eru auðvitað fleiri sem kaupa svoleiðis tilboð. Þannig að verð hefur áhrif á hvað við verslum og ef við sjáum að eitthvað er mjög dýrt, þá auðvitað hikum við við að versla það eða kaupum það sjaldnar. Þannig að þetta er allavega ein leið til að hafa áhrif á neysluvenjur, það er verðið.“ Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. Tengsl krabbameins og offitu eru vel þekkt, til dæmis hér á landi, en næringarfræðingur segir sykurskatt geta verið sterka forvörn gegn krabbameinum, einkum tengdum offitu. Fjallað er um rannsókn samtakanna Cancer Research UK á vef BBC í dag. Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Þá eigi milljónir Breta á hættu að fá krabbamein vegna ofþyngdar. Auglýsingaherferð samtakanna, þar sem vakin er athygli á þessu, hefur þó verið gagnrýnd fyrir að smána þá sem eru í yfirþyngd og þannig ýta undir fitufordóma. Samtökin leggja áherslu á að ætlunin sé ekki að skella skömminni á fólk í yfirþyngd.Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu.Bretar eru á meðal þeirra ríkja sem hafa innleitt sykurskatt til að ýta undir breytta neysluhegðun með það fyrir augum að draga úr offitu og öðrum lífstílstengdum sjúkdómum en sykurskatturinn var innleiddur í þar í landi árið 2018. Sykurskattur hefur verið til umræðu hér á landi undanfarnar vikur. Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands segir aukna líkamsþyngd staðfestan áhættuþátt 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli, líkt og fram kom í grein sem hún ritar ásamt þremur öðrum og birtist í Fréttablaðinu í gær. Jóhanna segir sykurskattinn geta komið til með að verða öflug forvörn í því samhengi. „Það er náttúrulega vel þekkt að verðstýring virkar. Bara það ef það er eitthvað tilboð, segjum að það séu tveir hamborgarar og tveir lítrar af gosi með, og þetta er ódýrt tilboð þá eru auðvitað fleiri sem kaupa svoleiðis tilboð. Þannig að verð hefur áhrif á hvað við verslum og ef við sjáum að eitthvað er mjög dýrt, þá auðvitað hikum við við að versla það eða kaupum það sjaldnar. Þannig að þetta er allavega ein leið til að hafa áhrif á neysluvenjur, það er verðið.“
Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51
Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00
Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15