Bjóða 64 flugmönnum Icelandair hálft starf í stað uppsagnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 12:10 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. FBL/Stefán Icelandair mun ekki segja upp flugmönnum fyrir veturinn heldur bjóða á sjöunda tug flugmanna að minnka starfshlutfall sitt í 50 prósent yfir vetrartímann. Um er að ræða hálft starfshlutfall hálft árið eða frá 1. október 2019 til 1. apríl 2020. Þá mun viðkomandi flugmönnum bjóðast 100 prósent starf á ný. Þetta segir Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Icelandair, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Starfsemi Icelandair sé háð árstíðasveiflum, eins og þekkt sé í ferðaþjónustu, þar sem umfang starfseminnar er meira á sumrin en veturna. Samkvæmt heimildum Vísis munu flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair vera ósáttar með þetta tilboð til flugmanna í ljósi þess að hætt var að bjóða upp á hlutastörf fyrir meirihluta þeirra í fyrra.Árlega uppsagnir fyrir veturinn undanfarin fimmtán ár „Síðustu 15 ár hefur félagið brugðist við þessu með því að segja hluta af flugmönnum upp fyrir veturinn en ráðið þá svo aftur að vori fyrir háönn sumarsins,“ segir Elísabet. Að þessu sinni hafi Icelandair hins vegar ákveðið að vinna í öðrum lausnum í samvinnu við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). „Í stað þess að grípa til uppsagna, höfum við boðið 64 flugmönnum að minnka starfshlutfall sitt í 50% yfir vetrartímann,“ segir Elísabet. „Þessar aðgerðir eru einungis tengdar árstíðasveiflu í rekstrinum og hafa áhrif á um 9% flugmanna hjá félaginu sem er svipað hlutfall og á undanförnum árum.“ Aðspurð um hvort flugmennirnir hafi svarað boði Icelandair segir Elísabet að það ferli sé enn í gangi.118 flugfreyjum - og þjónum fengu afarkost Flugfreyjur frá Icelandair munu samkvæmt heimildum Vísis vera ósáttar við þessi tíðindi í ljósi afarkosta sem Icelandair setti þeim í fyrra. Þá var meirihluta flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar 2019 eða missa vinnuna. Alls fengu 118 flugfreyjur og -þjónar þennan afarkost og þáðu langflest fulla vinnu samkvæmt svörum Icelandair í október síðastliðnum. Þeir sem höfðu starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri bauðst áfram hlutastarf. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Icelandair mun ekki segja upp flugmönnum fyrir veturinn heldur bjóða á sjöunda tug flugmanna að minnka starfshlutfall sitt í 50 prósent yfir vetrartímann. Um er að ræða hálft starfshlutfall hálft árið eða frá 1. október 2019 til 1. apríl 2020. Þá mun viðkomandi flugmönnum bjóðast 100 prósent starf á ný. Þetta segir Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Icelandair, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Starfsemi Icelandair sé háð árstíðasveiflum, eins og þekkt sé í ferðaþjónustu, þar sem umfang starfseminnar er meira á sumrin en veturna. Samkvæmt heimildum Vísis munu flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair vera ósáttar með þetta tilboð til flugmanna í ljósi þess að hætt var að bjóða upp á hlutastörf fyrir meirihluta þeirra í fyrra.Árlega uppsagnir fyrir veturinn undanfarin fimmtán ár „Síðustu 15 ár hefur félagið brugðist við þessu með því að segja hluta af flugmönnum upp fyrir veturinn en ráðið þá svo aftur að vori fyrir háönn sumarsins,“ segir Elísabet. Að þessu sinni hafi Icelandair hins vegar ákveðið að vinna í öðrum lausnum í samvinnu við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). „Í stað þess að grípa til uppsagna, höfum við boðið 64 flugmönnum að minnka starfshlutfall sitt í 50% yfir vetrartímann,“ segir Elísabet. „Þessar aðgerðir eru einungis tengdar árstíðasveiflu í rekstrinum og hafa áhrif á um 9% flugmanna hjá félaginu sem er svipað hlutfall og á undanförnum árum.“ Aðspurð um hvort flugmennirnir hafi svarað boði Icelandair segir Elísabet að það ferli sé enn í gangi.118 flugfreyjum - og þjónum fengu afarkost Flugfreyjur frá Icelandair munu samkvæmt heimildum Vísis vera ósáttar við þessi tíðindi í ljósi afarkosta sem Icelandair setti þeim í fyrra. Þá var meirihluta flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar 2019 eða missa vinnuna. Alls fengu 118 flugfreyjur og -þjónar þennan afarkost og þáðu langflest fulla vinnu samkvæmt svörum Icelandair í október síðastliðnum. Þeir sem höfðu starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri bauðst áfram hlutastarf.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira