Málfrelsi þolenda Anna Lotta Michaelsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir og Helga Þórey Jónsdóttir og Sóley Tómasdóttir skrifa 3. júlí 2019 10:15 Í kjölfar meiðyrðadóms í Hlíðamálinu, þar sem tvær konur voru dæmdar til að greiða hundruð þúsunda í miskabætur til kærðra manna og annað eins í málskostnað, settu undirritaðar af stað söfnun í Málfrelsisjóð á Karolinafund. Sjóðnum er ætlað að draga úr ótta kvenna og jaðarsetts fólks við að tjá sig um reynslu sína og upplifanir án þess að fjárhagsáhyggjur bætist við það andlega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi.Sláandi viðbrögð Viðbrögðin hafa farið fram úr okkar björtustu vonum, en í þessum rituðu orðum hefur 90% af markmiði söfnunarinnar verið náð. Fólki misbýður að réttarkerfinu sem ítrekað bregst þolendum skuli vera beitt gegn þeim gegnum skaðabótarétt í þokkabót. Okkur þykir vænt um þetta skref vitundarvakningar um kynbundið ofbeldi sem lýtur að kerfisbundinni þöggun þolenda. Undanfarna daga hafa svo fjölmargar konur leitað til okkar vegna mögulegs stuðnings. Konur sem hafa kært ofbeldi en málin verið látin niður falla. Konur sem hafa ekki þorað að segja frá af ótta við kerfið sem varði þær ekki. Konur sem vilja svo gjarnan að samfélagið heyri um veruleika kvenna og jaðarsetts fólks, um allar nauðganirnar sem eru þaggaðar á ólíkum stöðum í kerfinu. Konur sem finna þegar til valdeflingar við það eitt að vita af mögulegum sjóði sem gæti komið í veg fyrir gjaldþrot ef þær einhverntímann ákveða að tala.Veruleiki kvenna Kynbundið ofbeldi litar veruleika kvenna og jaðarsetts fólks alla daga á Íslandi og nauðganir eru daglegt brauð. Og þótt einhver héraðsdómari haldi því fram að réttarríkið standi undir nafni og að lögin nái jafnt til allra er langt frá því að sú sé raunin. Þrátt fyrir aðgerðir velviljaðra kvenna innan lögreglu og réttarkerfis ríkir þar karllæg menning og viðmiðin eru karllæg. Trúverðugleiki er afstæður, þar sem einstaklingur sem kærir hjólastuld er tekinn alvarlegar en einstaklingur sem kærir nauðgun. Sama gildir um sönnunarbyrði, skýr og vel þekkt sálfræðileg einkenni þolenda ofbeldis eru ekki tekin trúanleg á meðan sálrænar afleiðingar ærumeiðinga teljast grafalvarlegar.Saklaus uns sekt er sönnuð Þöggun réttarkerfisins á reynsluheimi og veruleika kvenna og jaðarsetts fólks verður að linna. Það verður að skapa svigrúm fyrir þetta fólk til að greina frá reynslu sinni og upplifunum og þeim kærum sem þær hafa lagt fram hvernig sem lyktir mála urðu. Tími samstöðu er runninn upp þar sem við leyfum nógu mörgum sögum að hljóma til að samfélagið átti sig á alvarleika nauðgunarmenningarinnar sem við búum við. Til að svo megi verða þurfum við á öflugum málfrelsissjóði að halda sem getur dekkað aðför meintra stjörnulögfræðinga og umbjóðenda þeirra að frelsi kvenna og jaðarsetts fólks. Við hvetjum ykkur öll til að heita á Málfrelsissjóðinn á Karolinafund og sýna samstöðu með þolendum.Höfundar eru stofnendur söfnunar í Málfrelsissjóð á Karolinafund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Í kjölfar meiðyrðadóms í Hlíðamálinu, þar sem tvær konur voru dæmdar til að greiða hundruð þúsunda í miskabætur til kærðra manna og annað eins í málskostnað, settu undirritaðar af stað söfnun í Málfrelsisjóð á Karolinafund. Sjóðnum er ætlað að draga úr ótta kvenna og jaðarsetts fólks við að tjá sig um reynslu sína og upplifanir án þess að fjárhagsáhyggjur bætist við það andlega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi.Sláandi viðbrögð Viðbrögðin hafa farið fram úr okkar björtustu vonum, en í þessum rituðu orðum hefur 90% af markmiði söfnunarinnar verið náð. Fólki misbýður að réttarkerfinu sem ítrekað bregst þolendum skuli vera beitt gegn þeim gegnum skaðabótarétt í þokkabót. Okkur þykir vænt um þetta skref vitundarvakningar um kynbundið ofbeldi sem lýtur að kerfisbundinni þöggun þolenda. Undanfarna daga hafa svo fjölmargar konur leitað til okkar vegna mögulegs stuðnings. Konur sem hafa kært ofbeldi en málin verið látin niður falla. Konur sem hafa ekki þorað að segja frá af ótta við kerfið sem varði þær ekki. Konur sem vilja svo gjarnan að samfélagið heyri um veruleika kvenna og jaðarsetts fólks, um allar nauðganirnar sem eru þaggaðar á ólíkum stöðum í kerfinu. Konur sem finna þegar til valdeflingar við það eitt að vita af mögulegum sjóði sem gæti komið í veg fyrir gjaldþrot ef þær einhverntímann ákveða að tala.Veruleiki kvenna Kynbundið ofbeldi litar veruleika kvenna og jaðarsetts fólks alla daga á Íslandi og nauðganir eru daglegt brauð. Og þótt einhver héraðsdómari haldi því fram að réttarríkið standi undir nafni og að lögin nái jafnt til allra er langt frá því að sú sé raunin. Þrátt fyrir aðgerðir velviljaðra kvenna innan lögreglu og réttarkerfis ríkir þar karllæg menning og viðmiðin eru karllæg. Trúverðugleiki er afstæður, þar sem einstaklingur sem kærir hjólastuld er tekinn alvarlegar en einstaklingur sem kærir nauðgun. Sama gildir um sönnunarbyrði, skýr og vel þekkt sálfræðileg einkenni þolenda ofbeldis eru ekki tekin trúanleg á meðan sálrænar afleiðingar ærumeiðinga teljast grafalvarlegar.Saklaus uns sekt er sönnuð Þöggun réttarkerfisins á reynsluheimi og veruleika kvenna og jaðarsetts fólks verður að linna. Það verður að skapa svigrúm fyrir þetta fólk til að greina frá reynslu sinni og upplifunum og þeim kærum sem þær hafa lagt fram hvernig sem lyktir mála urðu. Tími samstöðu er runninn upp þar sem við leyfum nógu mörgum sögum að hljóma til að samfélagið átti sig á alvarleika nauðgunarmenningarinnar sem við búum við. Til að svo megi verða þurfum við á öflugum málfrelsissjóði að halda sem getur dekkað aðför meintra stjörnulögfræðinga og umbjóðenda þeirra að frelsi kvenna og jaðarsetts fólks. Við hvetjum ykkur öll til að heita á Málfrelsissjóðinn á Karolinafund og sýna samstöðu með þolendum.Höfundar eru stofnendur söfnunar í Málfrelsissjóð á Karolinafund.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun