Real Madrid vill að Gareth Bale verði hluti af kaupunum á Paul Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 08:30 Gareth Bale og Paul Pogba. Mynd/Samsett/Getty Paul Pogba hefur lengi verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid en nú berast fréttir frá Spáni að Gareth Bale verði að fylgja með í kapunum. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, vill að félagið kaupi Paul Pogba frá Manchester United. Hann vill líka losna við Gareth Bale. Franski knattspyrnustjórann dreymir því um að slá tvær flugur í einu höggi. Manchester United vill hins vegar ekki selja Pogba fyrir minna en 150 milljónir punda og það þykir Real Madrid allt of mikið. Lausnin hjá Real Madrid er að bjóða Gareth Bale í kaupbæti samkvæmt heimildum Marca á Spáni. Real Madrid are 'eager to include' Gareth Bale in a potential deal for Manchester United's Paul Pogba, according to reports. Gossip: https://t.co/YrAYvx7STM#MUFC#RMLigapic.twitter.com/W8grFfaLLY — BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2019Gareth Bale hefur verið orðaður við Manchester United en lítið hefur samt heyrst af því að undanförnu. Það leit út fyrir að United væri búið að missa áhugann á velska landsliðsmanninum. Það er hins vegar staðreynd málsins að Zinedine Zidane er ekki með pláss fyrir Gareth Bale í sínu liði og það stefnir því í ískaldan og langan vetur fyrir Bale losni hann ekki frá Real Madrid. Gareth Bale er með risasamning við Real Madrid og sá hinn sami rennur ekki út fyrr en árið 2022. Bale kom til Real Madrid árið 2013 en skrifaði undir núverandi samning árið 2016. Það er pottþétt að Bale er ekki að fara að taka á sig launalækkun og situr frekar bara á bekknum hjá Real Madrid.#LoMásComentado Pogba vuelve a Mánchester: el Real Madrid quiere meter a Bale en la operación https://t.co/1pmkF7F452 — MARCA (@marca) July 3, 2019Gareth Bale var eitt sinn talinn vera einn af bestu knattspyrnumönnum heims en meiðsli og óvissa hafa séð til þess að hann er ekki í þeim hópi eins og er. Bale er engu að síður mjög öflugur knattspyrnumaður og enn bara 29 ára gamall. Paul Pogba er sagður vilja ólmur komast til Real Madrid í sumar og umboðsmaður hans Mino Raiola hefur tvisvar mætt til Manchester til að reyna að pressa á sölu. Eftir titillaust og vandræðalegt tímabil er engu sparað til á Santiago Bernabeu við að búa til nýtt framtíðarlið hjá Real Madrid. Real Madrid hefur þegar eytt 344 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar og sú tala fer langt yfir 400 milljónirnar ætli menn að bæta Pogba við. Donny van de Beek hjá Ajax er aftur á móti einn af þeim leikmönnum sem Real gæti fengið ef kaupin á Paul Pogba ganga ekki upp. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Paul Pogba hefur lengi verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid en nú berast fréttir frá Spáni að Gareth Bale verði að fylgja með í kapunum. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, vill að félagið kaupi Paul Pogba frá Manchester United. Hann vill líka losna við Gareth Bale. Franski knattspyrnustjórann dreymir því um að slá tvær flugur í einu höggi. Manchester United vill hins vegar ekki selja Pogba fyrir minna en 150 milljónir punda og það þykir Real Madrid allt of mikið. Lausnin hjá Real Madrid er að bjóða Gareth Bale í kaupbæti samkvæmt heimildum Marca á Spáni. Real Madrid are 'eager to include' Gareth Bale in a potential deal for Manchester United's Paul Pogba, according to reports. Gossip: https://t.co/YrAYvx7STM#MUFC#RMLigapic.twitter.com/W8grFfaLLY — BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2019Gareth Bale hefur verið orðaður við Manchester United en lítið hefur samt heyrst af því að undanförnu. Það leit út fyrir að United væri búið að missa áhugann á velska landsliðsmanninum. Það er hins vegar staðreynd málsins að Zinedine Zidane er ekki með pláss fyrir Gareth Bale í sínu liði og það stefnir því í ískaldan og langan vetur fyrir Bale losni hann ekki frá Real Madrid. Gareth Bale er með risasamning við Real Madrid og sá hinn sami rennur ekki út fyrr en árið 2022. Bale kom til Real Madrid árið 2013 en skrifaði undir núverandi samning árið 2016. Það er pottþétt að Bale er ekki að fara að taka á sig launalækkun og situr frekar bara á bekknum hjá Real Madrid.#LoMásComentado Pogba vuelve a Mánchester: el Real Madrid quiere meter a Bale en la operación https://t.co/1pmkF7F452 — MARCA (@marca) July 3, 2019Gareth Bale var eitt sinn talinn vera einn af bestu knattspyrnumönnum heims en meiðsli og óvissa hafa séð til þess að hann er ekki í þeim hópi eins og er. Bale er engu að síður mjög öflugur knattspyrnumaður og enn bara 29 ára gamall. Paul Pogba er sagður vilja ólmur komast til Real Madrid í sumar og umboðsmaður hans Mino Raiola hefur tvisvar mætt til Manchester til að reyna að pressa á sölu. Eftir titillaust og vandræðalegt tímabil er engu sparað til á Santiago Bernabeu við að búa til nýtt framtíðarlið hjá Real Madrid. Real Madrid hefur þegar eytt 344 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar og sú tala fer langt yfir 400 milljónirnar ætli menn að bæta Pogba við. Donny van de Beek hjá Ajax er aftur á móti einn af þeim leikmönnum sem Real gæti fengið ef kaupin á Paul Pogba ganga ekki upp.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira