Við borðum víst hagvöxt Konráð S. Guðjónsson skrifar 3. júlí 2019 07:00 Sem betur fer en vonandi ekki of seint eru Íslendingar ásamt öðrum þjóðum sífellt betur að vakna til vitundar um þann vanda sem mannkyn stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga. Hverjum er ljóst að bregðast þarf við og leita leiða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með sem hagkvæmustum hætti. Vandinn er stór og eins og þá vill oft verða er tilhneigingin til að leita að blóraböggli. Einn blóraböggullinn er hagvöxtur, sem fljótt á litið er skiljanlegt því margt í efnahagslífinu leiðir til mengunar. Við nánari athugun er þó afar vanhugsað að skella skuldinni á hagvöxt. Hagvöxtur er breyting á vergri landsframleiðslu eða landsframleiðslu í daglegu tali. Landsframleiðsla er aftur á móti virði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er innan ákveðins svæðis, oftast á einu ári. Landsframleiðsla er því mælikvarði á hversu miklum mælanlegum verðmætum og afurðum vinna, tækni og fjármagn skila sem við svo njótum með því að kaupa í matinn, hlusta á tónlist, fara til læknis, ferðast og hvað eina. Til að landsframleiðslan aukist þarf annaðhvort (eða bæði) fleiri vinnandi hendur, sem eðli málsins samkvæmt helst mest í hendur við fólksfjölda, eða framleiðniaukningu. Framleiðnin getur t.d. aukist vegna betri menntunar, hagkvæmari fjárfestinga eða tækniframfara. Þannig er hægt að gera meira fyrir minna. Ef landsframleiðslan aftur á móti minnkar felur það óhjákvæmilega í sér að fólk hefur almennt minna á milli handanna og iðulega atvinnuleysi eins og reynslan sýnir.Ekki gallalaus mælikvarði Landsframleiðsla er ekki og átti aldrei að vera endanlegur mælikvarði á lífskjör. Enda eru takmarkanir á því hvað landsframleiðsla mælir og mælingar á landsframleiðslu geta verið gallaðar eins og fjölmörg dæmi um endurskoðun hagtalna bera vitni um. Engu að síður er landsframleiðsla skýr og samræmanlegur mælikvarði og því afar gagnlegur til að skoða þróun samfélagsins yfir tíma eða í samanburði milli landa. Einnig eru tengsl milli landsframleiðslu á mann og ýmissa mælikvarða á lífsgæði – allt frá langlífi til hamingju. Eitt og sér segir það lítið og meira þarf til en háa landsframleiðslu, en það gefur augaleið að í ríkjum sem búa við háa landsframleiðslu á mann er meira svigrúm til að lifa heilbrigðu og öruggu lífi. Vegna annmarka landsframleiðslu hafa verið þróaðar aðrar leiðir til að meta lífskjör landa. Vísitala félagslegra framfara (SPI) er einn slíkur mælikvarði. Hann sýnir svart á hvítu tengsl við landsframleiðslu þar sem öll þau ríki sem búa við mestu félagslegu framfarirnar búa við háa landsframleiðslu á mann en þau lönd sem reka lestina búa við lága landsframleiðslu á mann. Sömu sögu má segja um aðra slíka mælikvarða eins og „Better Life Index“.Meiri hagvöxtur, minni fátækt Í þessari umræðu virðist líka gleymast að 63% aukningar útblásturs frá 1990, sem Parísarsamkomulagið miðar við, til 2012 kom frá Austur-Asíu og Eyjaálfu – svæðum þar sem mestu efnahagsframfarir síðustu ára hafa átt sér stað og hundruð milljóna manna hafa brotist úr fátækt með betra aðgengi að menntun, auknu langlífi, fátíðari ungbarnadauða o.s.frv. Í því ljósi virðist andúð á hagvexti vera vegna misskilnings, vanþekkingar eða forréttindablindu sem verður allt að því mannfjandsamleg. Í staðinn fyrir að horfa á hagvöxt sem vandamál er skynsamlegra að líta á kraft tækniframfara og efnahagslífið sem lausn á þeim gríðarlegu áskorunum sem steðja að. Með því t.d. að nýta betur fjárfestingar og aðföng eins og eldsneyti aukum við hagvöxt og vinnum um leið gegn loftslagsbreytingum. Þá er ágætt að muna að það skapar beinlínis hagvöxt á Íslandi að flytja inn minna eldsneyti. Breytt og umhverfisvænna neyslumynstur þarf að sama skapi ekki að draga úr landsframleiðslu heldur einfaldlega breyta samsetningu hennar. Margir, helst allir, þurfa að leggjast á eitt við að gera hlutina með minni kostnaði fyrir umhverfið þannig að það auki lífsgæði almennings um allan heim. Sem vill svo skemmtilega til að er í anda þess sem hagvöxtur mælir: Hve mikið meira er gert fyrir minni tilkostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Sjá meira
Sem betur fer en vonandi ekki of seint eru Íslendingar ásamt öðrum þjóðum sífellt betur að vakna til vitundar um þann vanda sem mannkyn stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga. Hverjum er ljóst að bregðast þarf við og leita leiða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með sem hagkvæmustum hætti. Vandinn er stór og eins og þá vill oft verða er tilhneigingin til að leita að blóraböggli. Einn blóraböggullinn er hagvöxtur, sem fljótt á litið er skiljanlegt því margt í efnahagslífinu leiðir til mengunar. Við nánari athugun er þó afar vanhugsað að skella skuldinni á hagvöxt. Hagvöxtur er breyting á vergri landsframleiðslu eða landsframleiðslu í daglegu tali. Landsframleiðsla er aftur á móti virði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er innan ákveðins svæðis, oftast á einu ári. Landsframleiðsla er því mælikvarði á hversu miklum mælanlegum verðmætum og afurðum vinna, tækni og fjármagn skila sem við svo njótum með því að kaupa í matinn, hlusta á tónlist, fara til læknis, ferðast og hvað eina. Til að landsframleiðslan aukist þarf annaðhvort (eða bæði) fleiri vinnandi hendur, sem eðli málsins samkvæmt helst mest í hendur við fólksfjölda, eða framleiðniaukningu. Framleiðnin getur t.d. aukist vegna betri menntunar, hagkvæmari fjárfestinga eða tækniframfara. Þannig er hægt að gera meira fyrir minna. Ef landsframleiðslan aftur á móti minnkar felur það óhjákvæmilega í sér að fólk hefur almennt minna á milli handanna og iðulega atvinnuleysi eins og reynslan sýnir.Ekki gallalaus mælikvarði Landsframleiðsla er ekki og átti aldrei að vera endanlegur mælikvarði á lífskjör. Enda eru takmarkanir á því hvað landsframleiðsla mælir og mælingar á landsframleiðslu geta verið gallaðar eins og fjölmörg dæmi um endurskoðun hagtalna bera vitni um. Engu að síður er landsframleiðsla skýr og samræmanlegur mælikvarði og því afar gagnlegur til að skoða þróun samfélagsins yfir tíma eða í samanburði milli landa. Einnig eru tengsl milli landsframleiðslu á mann og ýmissa mælikvarða á lífsgæði – allt frá langlífi til hamingju. Eitt og sér segir það lítið og meira þarf til en háa landsframleiðslu, en það gefur augaleið að í ríkjum sem búa við háa landsframleiðslu á mann er meira svigrúm til að lifa heilbrigðu og öruggu lífi. Vegna annmarka landsframleiðslu hafa verið þróaðar aðrar leiðir til að meta lífskjör landa. Vísitala félagslegra framfara (SPI) er einn slíkur mælikvarði. Hann sýnir svart á hvítu tengsl við landsframleiðslu þar sem öll þau ríki sem búa við mestu félagslegu framfarirnar búa við háa landsframleiðslu á mann en þau lönd sem reka lestina búa við lága landsframleiðslu á mann. Sömu sögu má segja um aðra slíka mælikvarða eins og „Better Life Index“.Meiri hagvöxtur, minni fátækt Í þessari umræðu virðist líka gleymast að 63% aukningar útblásturs frá 1990, sem Parísarsamkomulagið miðar við, til 2012 kom frá Austur-Asíu og Eyjaálfu – svæðum þar sem mestu efnahagsframfarir síðustu ára hafa átt sér stað og hundruð milljóna manna hafa brotist úr fátækt með betra aðgengi að menntun, auknu langlífi, fátíðari ungbarnadauða o.s.frv. Í því ljósi virðist andúð á hagvexti vera vegna misskilnings, vanþekkingar eða forréttindablindu sem verður allt að því mannfjandsamleg. Í staðinn fyrir að horfa á hagvöxt sem vandamál er skynsamlegra að líta á kraft tækniframfara og efnahagslífið sem lausn á þeim gríðarlegu áskorunum sem steðja að. Með því t.d. að nýta betur fjárfestingar og aðföng eins og eldsneyti aukum við hagvöxt og vinnum um leið gegn loftslagsbreytingum. Þá er ágætt að muna að það skapar beinlínis hagvöxt á Íslandi að flytja inn minna eldsneyti. Breytt og umhverfisvænna neyslumynstur þarf að sama skapi ekki að draga úr landsframleiðslu heldur einfaldlega breyta samsetningu hennar. Margir, helst allir, þurfa að leggjast á eitt við að gera hlutina með minni kostnaði fyrir umhverfið þannig að það auki lífsgæði almennings um allan heim. Sem vill svo skemmtilega til að er í anda þess sem hagvöxtur mælir: Hve mikið meira er gert fyrir minni tilkostnað.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun