Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2019 18:44 Grunur leikur á að vændiskonur frá Austur-Evrópu sem hafa selt vændi hér á landi að undanförnu séu þolendur mansals. Þeim sé stýrt af mönnum erlendis frá. Af samtali blaðamanns við lögregluna að dæma er óhætt að segja að starfsemin sé umfangsmikil. Konurnar virðast alltaf koma aftur og aftur til landsins og er því að minnsta kosti um skipulagða brotastarfsemi að ræða. Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á þessi mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en það sem af er ári hefur lögreglan yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir hins vegar aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum þessara mála.Lögreglan beinir sjónum sínum í auknum mæli að vændismálum Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á vændismál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Flest málanna hafi verið upplýst með frumkvæðisrannsókn en grannt hefur verið fylgst með vefsíðum þar sem vændi er auglýst. Erla Dögg Guðmundsdóttir, lögreglufulltrúi hjá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir markverða aukningu í sölu vændis hér á landi. „Þegar við byrjuðum markvisst að fylgjast með þá vorum við að sjá um það bil 30 vændiskonur starfandi á hverjum tíma. Það hefur orðið aukning á síðastliðnum mánuðum.“ Næstum allir fjörutíu og átta kaupendurnir sem lögregla hefur yfirheyrt á árinu eru íslenskir karlmenn. Erla segir þá vera af öllum stigum samfélagsins. Fyrstu brot í þessum málaflokki varða sektum sem geta náð upp í allt að tvö hundruð þúsund krónur. Sektin sé þó ekki það sem mennirnir hafi áhyggjur af. „Það vakir kannski helst fyrir þeim er að þetta spyrjist ekki út og ekki inn á heimilin,“ segir Erla.Upplifa sig ekki sem fórnarlömb mansals Vændiskonurnar eru í flestum tilfellanna frá Austur-Evrópu. Erla segir að í nokkrum tilfellanna leiki grunur á að það séu aðilar erlendis sem hagnist á starfsemi kvennanna og að um mansal sé að ræða. Málin séu þó flókin þar sem konurnar líti ekki á sig sem þolendur mansals, jafnvel þó lögreglu gruni sterklega að konunum sé stýrt af mönnum erlendis frá. Aðilarnir, sem einnig koma frá Austur Evrópu, hafi greitt fyrir flug þeirra til landsins sem og íbúðina þar sem vændið fer fram. Rannsókn sé enn í fullum gangi. „Fyrst að þeir eru alltaf staddir erlendis höfum við unnið málin í samstarfi við Europol,“ segir Erla og bætir við að áfram verði lögð mikil áhersla á vændismálin. „Ég myndi nú bara sega það að það er orðin töluverð áhætta fyrir menn að kaupa sér vændisþjónustu á Íslandi í dag,“ segir Erla að lokum. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Grunur leikur á að vændiskonur frá Austur-Evrópu sem hafa selt vændi hér á landi að undanförnu séu þolendur mansals. Þeim sé stýrt af mönnum erlendis frá. Af samtali blaðamanns við lögregluna að dæma er óhætt að segja að starfsemin sé umfangsmikil. Konurnar virðast alltaf koma aftur og aftur til landsins og er því að minnsta kosti um skipulagða brotastarfsemi að ræða. Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á þessi mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en það sem af er ári hefur lögreglan yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir hins vegar aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum þessara mála.Lögreglan beinir sjónum sínum í auknum mæli að vændismálum Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á vændismál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Flest málanna hafi verið upplýst með frumkvæðisrannsókn en grannt hefur verið fylgst með vefsíðum þar sem vændi er auglýst. Erla Dögg Guðmundsdóttir, lögreglufulltrúi hjá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir markverða aukningu í sölu vændis hér á landi. „Þegar við byrjuðum markvisst að fylgjast með þá vorum við að sjá um það bil 30 vændiskonur starfandi á hverjum tíma. Það hefur orðið aukning á síðastliðnum mánuðum.“ Næstum allir fjörutíu og átta kaupendurnir sem lögregla hefur yfirheyrt á árinu eru íslenskir karlmenn. Erla segir þá vera af öllum stigum samfélagsins. Fyrstu brot í þessum málaflokki varða sektum sem geta náð upp í allt að tvö hundruð þúsund krónur. Sektin sé þó ekki það sem mennirnir hafi áhyggjur af. „Það vakir kannski helst fyrir þeim er að þetta spyrjist ekki út og ekki inn á heimilin,“ segir Erla.Upplifa sig ekki sem fórnarlömb mansals Vændiskonurnar eru í flestum tilfellanna frá Austur-Evrópu. Erla segir að í nokkrum tilfellanna leiki grunur á að það séu aðilar erlendis sem hagnist á starfsemi kvennanna og að um mansal sé að ræða. Málin séu þó flókin þar sem konurnar líti ekki á sig sem þolendur mansals, jafnvel þó lögreglu gruni sterklega að konunum sé stýrt af mönnum erlendis frá. Aðilarnir, sem einnig koma frá Austur Evrópu, hafi greitt fyrir flug þeirra til landsins sem og íbúðina þar sem vændið fer fram. Rannsókn sé enn í fullum gangi. „Fyrst að þeir eru alltaf staddir erlendis höfum við unnið málin í samstarfi við Europol,“ segir Erla og bætir við að áfram verði lögð mikil áhersla á vændismálin. „Ég myndi nú bara sega það að það er orðin töluverð áhætta fyrir menn að kaupa sér vændisþjónustu á Íslandi í dag,“ segir Erla að lokum.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45