Lengsti þurrkur frá upphafi mælinga í Stykkishólmi Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 11:35 Veðurathuganir hófust á Stykkishólmi árið 1856. Þar hefur aldrei mælst lengri samfelldur þurrkur en nú í maí og júní. Vísir/Vilhelm Alveg úrkomulaust var í 37 daga í röð í Stykkishólmi og er það lengsti þurrkur sem mælst hefur frá því að mælingar hófust fyrir 163 árum. Nær óslitinn þurrkur var á Suður- og Vesturlandi í fjórar vikur og sólríkt. Meðalhiti fyrstu sex mánuði ársins var 1,5 gráðum yfir meðaltali seinni hluta 20. aldar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands um tíðarfar í júní. Þurrkakaflinn á Suður- og Vesturlandi hafi verið óvenjulangur. Síðustu dagar maímánaðar hafi einnig verið þurrir þar og því hafi þurrkurinn víða verið óslitinn í hátt í fjórar vikur. Í Stykkishólmi var alveg úrkomulaust frá 21. maí til 26. júní, alls 37 daga. Það er tveimur dögum lengur en fyrra met sem sett var vorið 1931. Þurrkurinn er sá lengsti frá því að mælingar hófust árið 1856. Úrkoman í Stykkishólmi í júní nam 12,3 millímetrum, aðeins um 30% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Í Reykjavík mældist úrkoma 29,5 millímetrar í júní sem er um 60% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Úrkoma mældist einn millímetri eða meiri fimm daga í júní, sex færri en í meðalári. Á Akureyri rigndi enn minna, 14,3 millímetrar sem eru um helmingur af meðalúrkomu sömu ára. Aðeins fjórum sinnum var úrkoma einn millímetri eða meiri. Á Höfn var einnig sérstaklega þurrt. Þar mældist úrkoman aðeins 7,2 millímetrar og aðeins tveir úrkomudagar.Mun fleiri sólskinsstundir hafa verið í Reykjavík í júní en voru að meðal tali á síðari hluti 20. aldarinnar.Vísir/VilhelmYfir 142 fleiri sólskinsstundir í Reykjavík en vanalega Mánuðurinn var einnig sérlega sólríkur, sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu. Í Reykjavík mældust 303,9 sólskinsstundir sem er 142,6 stundum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Aðeins fjórum sinnum hafa fleiri sólskinsstundir mælst í borginni í júní. Á Akureyri var einnig sólríkara en vanalega. Þar mældust stundirnar 186,3 sem er 9,7 stundum fleiri en meðaltalið. Sólskinu fylgdi þó engin sérstök hlýindi á Akureyri. Meðalhitinn þar var 9,6 stig í júní, hálfri gráðu yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn 10,4 gráður sem er 1,3 gráðum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 0,3 gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Hæsti meðalhiti mánaðarins mældist 10,8 stig við Lómagnúp og í Skálholti. Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,3 gráður við Skarðsfjöruvita 12. júní. Í mannaðri veðurstöð mældist hlýjast 24,1 stig á Akureyri 27. júní. Stefnir á að verða ellefta hlýjasta árið Þegar litið er til fyrstu sex mánaða ársins hefur meðalhiti á landinu verið 1,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum yfir meðallagi síðasta áratugarins. Stefnir árið í ár á að verða það ellefta hlýjasta af síðustu 149 árum. Úrkoma hefur verið tæp 10% umfram meðallag í Reykjavík það sem af er ári en um meðallag á Akureyri. Loftslagsmál Stykkishólmur Veður Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Alveg úrkomulaust var í 37 daga í röð í Stykkishólmi og er það lengsti þurrkur sem mælst hefur frá því að mælingar hófust fyrir 163 árum. Nær óslitinn þurrkur var á Suður- og Vesturlandi í fjórar vikur og sólríkt. Meðalhiti fyrstu sex mánuði ársins var 1,5 gráðum yfir meðaltali seinni hluta 20. aldar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands um tíðarfar í júní. Þurrkakaflinn á Suður- og Vesturlandi hafi verið óvenjulangur. Síðustu dagar maímánaðar hafi einnig verið þurrir þar og því hafi þurrkurinn víða verið óslitinn í hátt í fjórar vikur. Í Stykkishólmi var alveg úrkomulaust frá 21. maí til 26. júní, alls 37 daga. Það er tveimur dögum lengur en fyrra met sem sett var vorið 1931. Þurrkurinn er sá lengsti frá því að mælingar hófust árið 1856. Úrkoman í Stykkishólmi í júní nam 12,3 millímetrum, aðeins um 30% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Í Reykjavík mældist úrkoma 29,5 millímetrar í júní sem er um 60% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Úrkoma mældist einn millímetri eða meiri fimm daga í júní, sex færri en í meðalári. Á Akureyri rigndi enn minna, 14,3 millímetrar sem eru um helmingur af meðalúrkomu sömu ára. Aðeins fjórum sinnum var úrkoma einn millímetri eða meiri. Á Höfn var einnig sérstaklega þurrt. Þar mældist úrkoman aðeins 7,2 millímetrar og aðeins tveir úrkomudagar.Mun fleiri sólskinsstundir hafa verið í Reykjavík í júní en voru að meðal tali á síðari hluti 20. aldarinnar.Vísir/VilhelmYfir 142 fleiri sólskinsstundir í Reykjavík en vanalega Mánuðurinn var einnig sérlega sólríkur, sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu. Í Reykjavík mældust 303,9 sólskinsstundir sem er 142,6 stundum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Aðeins fjórum sinnum hafa fleiri sólskinsstundir mælst í borginni í júní. Á Akureyri var einnig sólríkara en vanalega. Þar mældust stundirnar 186,3 sem er 9,7 stundum fleiri en meðaltalið. Sólskinu fylgdi þó engin sérstök hlýindi á Akureyri. Meðalhitinn þar var 9,6 stig í júní, hálfri gráðu yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn 10,4 gráður sem er 1,3 gráðum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 0,3 gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Hæsti meðalhiti mánaðarins mældist 10,8 stig við Lómagnúp og í Skálholti. Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,3 gráður við Skarðsfjöruvita 12. júní. Í mannaðri veðurstöð mældist hlýjast 24,1 stig á Akureyri 27. júní. Stefnir á að verða ellefta hlýjasta árið Þegar litið er til fyrstu sex mánaða ársins hefur meðalhiti á landinu verið 1,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum yfir meðallagi síðasta áratugarins. Stefnir árið í ár á að verða það ellefta hlýjasta af síðustu 149 árum. Úrkoma hefur verið tæp 10% umfram meðallag í Reykjavík það sem af er ári en um meðallag á Akureyri.
Loftslagsmál Stykkishólmur Veður Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira