Löggan á Suðurnesjum aldrei stoppað jafn ölvaðan mann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2019 11:13 Lögreglumenn höfðu aldrei séð aðra eins tölu. Vísir Hann var búinn að fá sér í allar tærnar ökumaðurinn sem lögreglumenn á Suðurnesjum þurftu að hafa afskipti af í umdæminu í hádeginu í gær. Borist hafði tilkynning um rásandi aksturslag bifreiðar og fylgdi skráningarnúmer ökutækisins. Lögreglan stöðvaði för ökumannsins og ræddu við hann. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ljóst hafi verið um leið að ökumaðurinn væri alls ekki í standi til að aka bíl. Raunar væri hann ekki í standi til að vera á fótum. Manninum var tilkynnt að hann væri handtekinn grunaður um ölvun við akstur og beðinn um að blás í áfengismæli. Mælirinn sýndi hvorki meira né minna en 4,1 prómill. Samkvæmt nýjum umferðarlögum er hámark leyfilegs magns í blóði 0,2 prómill þótt sú breyting sé ekki gengin í gegn. Viðmiðið er enn 0,5 prómill. Vakthafandi lögreglumenn, sem nokkrir eiga tugi ára að baki í lögreglu, höfðu aldrei séð aðra eins tölu á áfengismælinum og vonast til að sjá hana aldrei aftur. Ökumaður þessi á von á ansi langri ökuleyfissviptingu og svimandi hárri sekt. Á vef Félags bifreiðaeigenda má sjá viðmið varðandi ölvunarakstur. Þar segir að þegar magn vínanda í blóði er yfir 4,0 prómill séu áhrif á aksturshæfni á þann veg að viðkomandi geti verið meðvitundarlaus, viðbragð takmarkað, ökuhæfni engin, viðkomandi jafnvel sofnaður eða dáinn áfengisdauða. Viðkomandi hafi líklega innbirt 15-20 drykki. Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Hann var búinn að fá sér í allar tærnar ökumaðurinn sem lögreglumenn á Suðurnesjum þurftu að hafa afskipti af í umdæminu í hádeginu í gær. Borist hafði tilkynning um rásandi aksturslag bifreiðar og fylgdi skráningarnúmer ökutækisins. Lögreglan stöðvaði för ökumannsins og ræddu við hann. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ljóst hafi verið um leið að ökumaðurinn væri alls ekki í standi til að aka bíl. Raunar væri hann ekki í standi til að vera á fótum. Manninum var tilkynnt að hann væri handtekinn grunaður um ölvun við akstur og beðinn um að blás í áfengismæli. Mælirinn sýndi hvorki meira né minna en 4,1 prómill. Samkvæmt nýjum umferðarlögum er hámark leyfilegs magns í blóði 0,2 prómill þótt sú breyting sé ekki gengin í gegn. Viðmiðið er enn 0,5 prómill. Vakthafandi lögreglumenn, sem nokkrir eiga tugi ára að baki í lögreglu, höfðu aldrei séð aðra eins tölu á áfengismælinum og vonast til að sjá hana aldrei aftur. Ökumaður þessi á von á ansi langri ökuleyfissviptingu og svimandi hárri sekt. Á vef Félags bifreiðaeigenda má sjá viðmið varðandi ölvunarakstur. Þar segir að þegar magn vínanda í blóði er yfir 4,0 prómill séu áhrif á aksturshæfni á þann veg að viðkomandi geti verið meðvitundarlaus, viðbragð takmarkað, ökuhæfni engin, viðkomandi jafnvel sofnaður eða dáinn áfengisdauða. Viðkomandi hafi líklega innbirt 15-20 drykki.
Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira