Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. júlí 2019 07:15 Fulltrúar WOW ganga af fundi ráðuneytismanna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stjórn WOW air reyndi að fá stuðning þriggja ráðuneyta til að skipa Isavia að fella niður kyrrsetningarheimild á þotum flugfélagsins í þrjátíu daga á meðan fjárhagur þess væri endurskipulagður. Þetta kemur fram í minnisblaði frá fundi stjórnar WOW air og fulltrúa skuldabréfaeigenda í flugfélaginu með ráðuneytisstjórum fjármálaráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins og skrifstofustjóra stefnumála hjá forsætisráðuneytinu. Fundurinn var 26. mars síðastliðinn. Fjármálaráðuneytið varð við ósk Fréttablaðsins um að fá afrit af minnisblaðinu. Í því segir að á fundinum hafi Skúli Mogensen, forstjóri WOW, farið stuttlega yfir stöðuna. „Viðræður munu hafa átt sér stað milli WOW og Isavia um skuldbreytingu sem síðarnefnda fyrirtækið hefur tekið vel í.“ Þá segir að spurt hafi verið um yfirlýsingar sem kæmu „enn frekar í veg fyrir haldlagningu“ eins og segir í minnisblaðinu. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEX, hafi sem fulltrúi skuldabréfaeigenda í félaginu farið yfir starf sem hafi verið unnið til að gæta hagsmuna þeirra. „Margt hafi unnist á stuttum tíma en endurskipulagning og fjármögnun sé ferli sem taka muni 30 daga hið minnsta,“ segir áfram. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sagði að verkefni ráðuneyta væri „einkum að fylgjast með“ og að samtalið væri liður í því. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri stefnumála í forsætisráðuneytinu, spurði um „möguleika fyrirtækisins fram á við“ og að svarið hafi verið að „módelið“ á þeim tímapunkti og skuldastaðan væri orðin þannig að verkefnið væri raunhæft. Um erindi WOW air við ráðuneytismenn segir að það hafi verið tvíþætt. Annars vegar „að óska eftir því að stjórnvöld hlutuðust til um að stjórn Isavia félli frá heimild til kyrrsetningar flugvéla sem leigðar eru Wow air vegna innheimtuhagsmuna og að því yrði lýst yfir af hálfu Isavia að sú ákvörðun yrði virk næstu 30 daga, það er á meðan endurskipulagning félagsins fer fram“ og hins vegar „að stjórnvöld gæfu yfirlýsingu líka þeirri sem gefin var við upphaf viðræðna Icelandair og Wow air síðastliðinn fimmtudag“. Greint hafi verið frá áformum WOW um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins með umbreytingu skulda í hlutafé og með því að félaginu yrði lagt til rekstrarfé. Viðræður hafi átt sér stað við allmarga aðila. Af hálfu ráðuneytanna var því svarað til að ákvarðanir varðandi viðskiptalega hagsmuni Isavia væru á forræði stjórnar félagsins. „Svör við óskum um ráðstafanir líkar þeim sem óskað er eftir af hálfu Wow air verða því að koma frá stjórn Isavia. Stjórnvöldum eru skýrar skorður og takmarkanir settar varðandi afskipti eða íhlutun í málefni félagsins og þau munu virða þau mörk sem gildandi samkeppnisréttur og reglur um ríkisaðstoð setja,“ segir í minnisblaðinu. Útskýrt hafi verið að valdmörk ráðherra og stjórnvalda gagnvart fyrirtæki eins og Isavia væru skýr. „Ekki sé unnt að segja fyrirtækinu fyrir verkum varðandi ákvarðanir af þessu tagi. Isavia gæti og myndi væntanlega meta það svigrúm sem félagið hefði til að mæta óskum Wow air og e.a. nýta það.“ Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Stjórn WOW air reyndi að fá stuðning þriggja ráðuneyta til að skipa Isavia að fella niður kyrrsetningarheimild á þotum flugfélagsins í þrjátíu daga á meðan fjárhagur þess væri endurskipulagður. Þetta kemur fram í minnisblaði frá fundi stjórnar WOW air og fulltrúa skuldabréfaeigenda í flugfélaginu með ráðuneytisstjórum fjármálaráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins og skrifstofustjóra stefnumála hjá forsætisráðuneytinu. Fundurinn var 26. mars síðastliðinn. Fjármálaráðuneytið varð við ósk Fréttablaðsins um að fá afrit af minnisblaðinu. Í því segir að á fundinum hafi Skúli Mogensen, forstjóri WOW, farið stuttlega yfir stöðuna. „Viðræður munu hafa átt sér stað milli WOW og Isavia um skuldbreytingu sem síðarnefnda fyrirtækið hefur tekið vel í.“ Þá segir að spurt hafi verið um yfirlýsingar sem kæmu „enn frekar í veg fyrir haldlagningu“ eins og segir í minnisblaðinu. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEX, hafi sem fulltrúi skuldabréfaeigenda í félaginu farið yfir starf sem hafi verið unnið til að gæta hagsmuna þeirra. „Margt hafi unnist á stuttum tíma en endurskipulagning og fjármögnun sé ferli sem taka muni 30 daga hið minnsta,“ segir áfram. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sagði að verkefni ráðuneyta væri „einkum að fylgjast með“ og að samtalið væri liður í því. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri stefnumála í forsætisráðuneytinu, spurði um „möguleika fyrirtækisins fram á við“ og að svarið hafi verið að „módelið“ á þeim tímapunkti og skuldastaðan væri orðin þannig að verkefnið væri raunhæft. Um erindi WOW air við ráðuneytismenn segir að það hafi verið tvíþætt. Annars vegar „að óska eftir því að stjórnvöld hlutuðust til um að stjórn Isavia félli frá heimild til kyrrsetningar flugvéla sem leigðar eru Wow air vegna innheimtuhagsmuna og að því yrði lýst yfir af hálfu Isavia að sú ákvörðun yrði virk næstu 30 daga, það er á meðan endurskipulagning félagsins fer fram“ og hins vegar „að stjórnvöld gæfu yfirlýsingu líka þeirri sem gefin var við upphaf viðræðna Icelandair og Wow air síðastliðinn fimmtudag“. Greint hafi verið frá áformum WOW um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins með umbreytingu skulda í hlutafé og með því að félaginu yrði lagt til rekstrarfé. Viðræður hafi átt sér stað við allmarga aðila. Af hálfu ráðuneytanna var því svarað til að ákvarðanir varðandi viðskiptalega hagsmuni Isavia væru á forræði stjórnar félagsins. „Svör við óskum um ráðstafanir líkar þeim sem óskað er eftir af hálfu Wow air verða því að koma frá stjórn Isavia. Stjórnvöldum eru skýrar skorður og takmarkanir settar varðandi afskipti eða íhlutun í málefni félagsins og þau munu virða þau mörk sem gildandi samkeppnisréttur og reglur um ríkisaðstoð setja,“ segir í minnisblaðinu. Útskýrt hafi verið að valdmörk ráðherra og stjórnvalda gagnvart fyrirtæki eins og Isavia væru skýr. „Ekki sé unnt að segja fyrirtækinu fyrir verkum varðandi ákvarðanir af þessu tagi. Isavia gæti og myndi væntanlega meta það svigrúm sem félagið hefði til að mæta óskum Wow air og e.a. nýta það.“
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent