Við vitum hver vandinn er Kári Stefánsson skrifar 2. júlí 2019 07:00 Stundum er erfitt að átta sig á því hvaðan á mann stendur veðrið en einstaka sinnum þegar manni tekst það loksins sér maður að það var ekki við öðru að búast. Ég skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem ég reyndi af veikum mætti að byggja brú milli heilbrigðismálaráðherra og lækna sem hafa gagnrýnt tillögu hennar að heildarskipulagi í heilbrigðismálum. Ég gerði þetta vegna þess að mér finnst það mikilvægt að læknar og samtök þeirra finni leið til þess að taka beinan þátt í útfærslu á þeim tillögum að heildarskipulagi sem ráðherra lagði fyrir Alþingi. Það væri óskandi að þekking, reynsla og samhygð okkar ágætu lækna yrðu beislaðar við tilraunir til þess að bæta heilbrigðiskerfið. Þeir ættu að leiða allar slíkar tilraunir. Þá er það spurningin hvers vegna þeir séu ekki fengnir til þess að gera það. Ég setti fram þá kenningu í greininni minni að það væri vegna þess að samtök lækna hafi í gegnum tíðina gjarnan hagað sér eins og klassísk stéttarfélög með aðaláherslu á kjör félagsmanna og minni á samfélagslega ábyrgð. Við þessu brást Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands, með pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann segir þetta kórvillu og nefnir ýmislegt því til stuðnings. Næstum allt sem hann segir held ég að sé satt sem slíkt og kannski hann hafi rétt fyrir sér. En ef það er svo hvers vegna fellur þessi kenning mín þá svona vel að ríkjandi skoðun í samfélaginu? Nú skulum við hyggja að nokkrum atriðum í þessu sambandi: 1. Það hefur ekki gerst oft á síðustu áratugum að samtök lækna hafi verið formlega með í ráðum við ákvarðanir um breytingar á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir þá staðreynd að þau hafa í félagsmönnum sínum meiri hlutann af þeirri þekkingu og reynslu sem ætti alltaf að nýta þegar þannig ákvarðanir eru teknar. Þetta hlýtur að stafa af því að stjórnvöld hafa átt í erfiðleikum með að höndla ímyndaðan hagsmunaárekstur eða raunverulegan. 2. Í kjarabaráttunni 2015 fóru læknar í verkföll sem þýðir að þeir hættu að sinna sjúklingum sem aðferð til þess að berjast fyrir hærri launum. Þeir brutu sem sagt Hippokratesareiðinn í þeim tilgangi að hafa áhrif á kaup sín og kjör. Það má vel vera að þetta hafi verið réttlætanlegt og eitt er víst að kjör lækna voru ekki öfundsverð á þessum tíma. Hitt er svo ljóst að eftir þessa harðvítugu og árangursríku baráttu samtaka lækna fyrir hærri launum hefur það verið enn erfiðara en áður fyrir stjórnvöld að leita til þeirra eftir ráðum um það hvernig eigi að standa að heilbrigðisþjónustu í landinu. Ég væri ekki hissa á því að hugsunin væri eitthvað á þessa leið: fyrst samtök lækna ráðlögðu félagsmönnum sínum að brjóta grundvallarprinsipp lækna til þess að hafa áhrif á laun sín sé ekki loku fyrir það skotið að þau væru reiðubúin að ráða stjórnvöldum óheilt til þess eins að auka völd og laun félagsmanna sinna. Þetta er ósanngjarnt og að öllum líkindum rangt, en það er bara það sem það er. 3. Fyrir nokkrum árum skrifuðu 85 þúsund Íslendingar undir áskorun á Alþingi að auka myndarlega stuðning við heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Samtök lækna, bæði Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur sem voru nýbúin að afla félagsmönnum sínum myndarlegrar kauphækkunar neituðu að styðja undirskriftasöfnunina án þess að gefa á því skýringu. Tónninn var einfaldlega: hvers vegna ættum við að styðja svona brölt? 4. Hvað er þá til ráða? Læknar þurfa að geta barist fyrir kjörum sínum eins og aðrar stéttir og ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir beiti ekki í þeirri baráttu sömu ráðum og aðrir. En samfélagið þarf líka að geta leitað til lækna og samtaka þeirra við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Eina leiðin sem ég sé er að skipta samtökum lækna í tvennt, annars vegar þau sem sinna hlutverki stéttarfélags sem berst fyrir kaupi og kjörum og hins vegar fagfélag sem hefur áhrif á sitt samfélag í gegnum þekkingu, reynslu og samhygð. Meðan þetta tvennt er á sömu hendinni verður alltaf svolítið erfitt fyrir samfélagið að taka samtök lækna eins alvarlega og skyldi þegar þau veita ráð um skipulagningu heilbrigðismála í landinu. Það er einfaldlega ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir sem stjórna samtökum lækna eins og þau eru samsett í dag hunsi kjaralega hagsmuni félagsmanna sinna þegar þeir stangast á við aðra hagsmuni heilbrigðiskerfisins og það er einnig ósanngjarnt að ætlast til þess að stjórnvöld hagi sér eins og þau séu sér ómeðvituð um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Stundum er erfitt að átta sig á því hvaðan á mann stendur veðrið en einstaka sinnum þegar manni tekst það loksins sér maður að það var ekki við öðru að búast. Ég skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem ég reyndi af veikum mætti að byggja brú milli heilbrigðismálaráðherra og lækna sem hafa gagnrýnt tillögu hennar að heildarskipulagi í heilbrigðismálum. Ég gerði þetta vegna þess að mér finnst það mikilvægt að læknar og samtök þeirra finni leið til þess að taka beinan þátt í útfærslu á þeim tillögum að heildarskipulagi sem ráðherra lagði fyrir Alþingi. Það væri óskandi að þekking, reynsla og samhygð okkar ágætu lækna yrðu beislaðar við tilraunir til þess að bæta heilbrigðiskerfið. Þeir ættu að leiða allar slíkar tilraunir. Þá er það spurningin hvers vegna þeir séu ekki fengnir til þess að gera það. Ég setti fram þá kenningu í greininni minni að það væri vegna þess að samtök lækna hafi í gegnum tíðina gjarnan hagað sér eins og klassísk stéttarfélög með aðaláherslu á kjör félagsmanna og minni á samfélagslega ábyrgð. Við þessu brást Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands, með pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann segir þetta kórvillu og nefnir ýmislegt því til stuðnings. Næstum allt sem hann segir held ég að sé satt sem slíkt og kannski hann hafi rétt fyrir sér. En ef það er svo hvers vegna fellur þessi kenning mín þá svona vel að ríkjandi skoðun í samfélaginu? Nú skulum við hyggja að nokkrum atriðum í þessu sambandi: 1. Það hefur ekki gerst oft á síðustu áratugum að samtök lækna hafi verið formlega með í ráðum við ákvarðanir um breytingar á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir þá staðreynd að þau hafa í félagsmönnum sínum meiri hlutann af þeirri þekkingu og reynslu sem ætti alltaf að nýta þegar þannig ákvarðanir eru teknar. Þetta hlýtur að stafa af því að stjórnvöld hafa átt í erfiðleikum með að höndla ímyndaðan hagsmunaárekstur eða raunverulegan. 2. Í kjarabaráttunni 2015 fóru læknar í verkföll sem þýðir að þeir hættu að sinna sjúklingum sem aðferð til þess að berjast fyrir hærri launum. Þeir brutu sem sagt Hippokratesareiðinn í þeim tilgangi að hafa áhrif á kaup sín og kjör. Það má vel vera að þetta hafi verið réttlætanlegt og eitt er víst að kjör lækna voru ekki öfundsverð á þessum tíma. Hitt er svo ljóst að eftir þessa harðvítugu og árangursríku baráttu samtaka lækna fyrir hærri launum hefur það verið enn erfiðara en áður fyrir stjórnvöld að leita til þeirra eftir ráðum um það hvernig eigi að standa að heilbrigðisþjónustu í landinu. Ég væri ekki hissa á því að hugsunin væri eitthvað á þessa leið: fyrst samtök lækna ráðlögðu félagsmönnum sínum að brjóta grundvallarprinsipp lækna til þess að hafa áhrif á laun sín sé ekki loku fyrir það skotið að þau væru reiðubúin að ráða stjórnvöldum óheilt til þess eins að auka völd og laun félagsmanna sinna. Þetta er ósanngjarnt og að öllum líkindum rangt, en það er bara það sem það er. 3. Fyrir nokkrum árum skrifuðu 85 þúsund Íslendingar undir áskorun á Alþingi að auka myndarlega stuðning við heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Samtök lækna, bæði Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur sem voru nýbúin að afla félagsmönnum sínum myndarlegrar kauphækkunar neituðu að styðja undirskriftasöfnunina án þess að gefa á því skýringu. Tónninn var einfaldlega: hvers vegna ættum við að styðja svona brölt? 4. Hvað er þá til ráða? Læknar þurfa að geta barist fyrir kjörum sínum eins og aðrar stéttir og ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir beiti ekki í þeirri baráttu sömu ráðum og aðrir. En samfélagið þarf líka að geta leitað til lækna og samtaka þeirra við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Eina leiðin sem ég sé er að skipta samtökum lækna í tvennt, annars vegar þau sem sinna hlutverki stéttarfélags sem berst fyrir kaupi og kjörum og hins vegar fagfélag sem hefur áhrif á sitt samfélag í gegnum þekkingu, reynslu og samhygð. Meðan þetta tvennt er á sömu hendinni verður alltaf svolítið erfitt fyrir samfélagið að taka samtök lækna eins alvarlega og skyldi þegar þau veita ráð um skipulagningu heilbrigðismála í landinu. Það er einfaldlega ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir sem stjórna samtökum lækna eins og þau eru samsett í dag hunsi kjaralega hagsmuni félagsmanna sinna þegar þeir stangast á við aðra hagsmuni heilbrigðiskerfisins og það er einnig ósanngjarnt að ætlast til þess að stjórnvöld hagi sér eins og þau séu sér ómeðvituð um það.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun