73% stuðningsfólks Framsóknar sagðist sömuleiðis oft eða alltaf neyta rauðs kjöts sem hluta af daglegu matarræði, mest allra stjórnmálaflokka.
Á hinn boginn reyndist stuðningsfólk Vinstri grænna og Pírata líklegast til að segjast oft eða alltaf neyta grænmetisfæðis og lífrænna matvæla, eða 47% stuðningsfólks Vinstri grænna og 44% Pírata. Stuðningsfólk Vinstri grænna og Samfylkingar var líklegast til að segja veganfæði oft eða alltaf vera hluta af sínu daglega mataræði.

Karlar reyndust þá líklegri en konur til að segjast borða rautt kjöt oft eða alltaf, en konur líklegri til að segjast neyta grænmetisfæðis, umhverfisvænna matvæla, lífrænna matvæla eða veganfæðis.
Könnun MMR var framkvæmd daganna 23. til 29. maí. Heildarfjöldi svarenda var 932 einstaklingar, 18 ára og eldri.