Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2019 12:00 Stór sjóbirtingur sem veiddist nýlega í Laxá í Kjós. Mynd: Hreggnasi FB Laxá í Kjós hefur aðeins lyft sér upp í vatni og hefur það skilað sér í því að göngur eru að aukast en það er samt annað sem gerir þennan tíma skemmtilegan í ánni. Það skemmtilega við Laxá er að ásamt því að vera góð laxveiðiá gengur líka í hana sjóbirtingur, mikið af honum, og hann er vænn. Í lok júní fer hann að sjást í ánni og þegar laxinn er tregur í töku fara veiðimenn gjarnan á frísvæðið í veiðistaði eins og Káranesfljót, Álabakka og Hurðabakshyl, svo nokkrir séu nefndir, til að freysta þess að setja í einn en á nefndu frísvæði er oft mikið af honum en það þarf að nálgast veiðistaðina með mikilli aðgát. Það eru fáir laxfiskar sem eru jafn trylltir á línunni eins og nýgengin sjóbirtingur, það þekkja þeir sem hafa glímt við einn slíkann. Annars berast fregnir af því að það séu ágætar göngur í Laxá þessa dagana og það er bara vonandi að þær aukist samhliða því að áin fái góða úrkomu í sumar til að halda henni í góðu vatni. Lax er farinn að sjást víða í Laxá sem og í Bugðu svo svæðin í ánni eru öll eða ættu öll að vera dottinn inn. Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Framlengt í Grímsá og Hafralónsá Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Nessvæðið með 405 laxa eftir sumarið Veiði Efri hluti Elliðaánna að koma sterkt inn Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði
Laxá í Kjós hefur aðeins lyft sér upp í vatni og hefur það skilað sér í því að göngur eru að aukast en það er samt annað sem gerir þennan tíma skemmtilegan í ánni. Það skemmtilega við Laxá er að ásamt því að vera góð laxveiðiá gengur líka í hana sjóbirtingur, mikið af honum, og hann er vænn. Í lok júní fer hann að sjást í ánni og þegar laxinn er tregur í töku fara veiðimenn gjarnan á frísvæðið í veiðistaði eins og Káranesfljót, Álabakka og Hurðabakshyl, svo nokkrir séu nefndir, til að freysta þess að setja í einn en á nefndu frísvæði er oft mikið af honum en það þarf að nálgast veiðistaðina með mikilli aðgát. Það eru fáir laxfiskar sem eru jafn trylltir á línunni eins og nýgengin sjóbirtingur, það þekkja þeir sem hafa glímt við einn slíkann. Annars berast fregnir af því að það séu ágætar göngur í Laxá þessa dagana og það er bara vonandi að þær aukist samhliða því að áin fái góða úrkomu í sumar til að halda henni í góðu vatni. Lax er farinn að sjást víða í Laxá sem og í Bugðu svo svæðin í ánni eru öll eða ættu öll að vera dottinn inn.
Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Framlengt í Grímsá og Hafralónsá Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Nessvæðið með 405 laxa eftir sumarið Veiði Efri hluti Elliðaánna að koma sterkt inn Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði