Fiskeldi er fjöregg Sigurður Pétursson skrifar 19. júlí 2019 18:36 Í grein Bjarna Brynjólfssonar frá 16. júlí sl. undir yfirskriftinni „Leikurinn að fjöregginu“ er dregin upp dökk mynd af fiskeldi í sjó og gefið í skyn að ef laxeldi yrði leyft í Ísafjarðardjúpi myndi það leiða til neikvæðra áhrifa á allt dýralíf á svæðinu. Reyndar minnist greinarhöfundur ekkert á fjölmörg jákvæð áhrif fiskeldis á fyrrum sveitunga sína í Djúpinu. Fiskeldisbóndanum frá Vestfjörðum finnst upplýsingagjöfin frá skrifstofunni í Reykjavík ekki alveg vera í samræmi við þá reynslu sem þegar er komin af fiskeldinu.Óupplýst umræða gagnast engum og best er þeir sem áhuga hafa á að kynna sér fiskeldið á Vestfjörðum komi og skoði þá nútímalegu starfsemi sem þar er nú þannig að hægt sé að kynna sér staðreyndir og mynda sér síðan skoðun á þessari einni umhverfisvænustu framleiðslu dýrapróteina sem völ er á. Fiskeldi hefur verið að byggjast upp á undanförnum árum og nærtækt að líta til áralangs eldis í Dýrafirði. Ólíkt því sem haldið er fram í grein Bjarna er eldisbúnaður í dag í samræmi við hörðustu kröfur sem fyrirfinnast (NS9415 staðalinn). Eldið er þar að auki vottað samkvæmt strangasta umhverfisstaðli Aquaculture Stewardship Council (ASC) fyrir eldisframleiðslu. Engin sýklalyf eru notuð í framleiðslunn. Hér fara saman hagsmunir eldisbænda og umhverfisins sem og þær stöngu kröfur sem neytendur gera á vistvæna matvælaframleiðslu. Laxalús getur borist frá villtum laxi í eldið en það sem Bjarni ekki þekkir er að í samráði við vísindamenn höfum við hingað til haldið þessu sníkjudýri niðri með þróun aðferða á sambýli hrognkelsa og laxa þar sem hinir fyrrgreindu éta lúsina af laxinum. Þau áhrif sem eldissvæðin hafa skapað varðandi bolfisk í firðinum eru að villti fiskurinn virðist sækja í skjólið af kvíasvæðunum sem hefur myndað ný veiðisvæði sem smábátasjómenn hafa notið góðs af. Nærri einu af helstu eldissvæðunum í Dýrafirði er æðarvarp sem hefur dafnað mjög vel í annars erfiðu árferði fyrir marga æðabændur. Eldið í Dýrafirði hefur einnig haft jákvæð áhrif á samfélagið þar sem Arctic Fish er nú orðinn stærsti atvinnuveitandinn á svæðinu og sömu sögu er að segja um eldi á silung og þorski í Ísafjarðardjúpi. Í niðurlagi greinar leggur höfundur til að laxeldið fari á land. Arctic Fish er þegar með seiðaframleiðslu sína í endurnýtingarkerfi (RAS) í nýjum byggingum, þeim stærstu á Vestfjörðum, þar sem framleidd eru upp undir 500 tonn af lífmassa. Ef færa ætti áætlað burðarþol Ísafjarðardjúps upp á land þyrfti til þess mikið landrými og mun meira rafmagn en tiltækt er á þessu svæði. Uppbygging fiskeldis í sjó á eldissvæðum á landsbyggðinni er í samræmi við stefnu Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (FAO), sem leggur áherslu á að auka umhverfisvæna matvælaframleiðslu, þar sem sérstök áhersla er á fiskeldi í sjó. Ég tel að við Íslendingar ættum að halda áfram að nýta bakgrunn okkar í sjávarútvegi og fiskeldi sem og nýta þær náttúrulegu auðlindir sem við eigum í hreinu vatni, jarðvarma og hreinni raforku til uppbyggingar á framleiðslu á stórum seiðum/unglax til fiskeldis í sjó. Ísafjarðardjúp er að mörgu leyti sambærilegt Dýrafirðinum þar sem þegar hefur verið byggt í þrepum upp laxeldi og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu á varkáran hátt að hefja eldi í Djúpinu.Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Tengdar fréttir Leikurinn að fjöregginu Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning 16. júlí 2019 07:00 Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein Bjarna Brynjólfssonar frá 16. júlí sl. undir yfirskriftinni „Leikurinn að fjöregginu“ er dregin upp dökk mynd af fiskeldi í sjó og gefið í skyn að ef laxeldi yrði leyft í Ísafjarðardjúpi myndi það leiða til neikvæðra áhrifa á allt dýralíf á svæðinu. Reyndar minnist greinarhöfundur ekkert á fjölmörg jákvæð áhrif fiskeldis á fyrrum sveitunga sína í Djúpinu. Fiskeldisbóndanum frá Vestfjörðum finnst upplýsingagjöfin frá skrifstofunni í Reykjavík ekki alveg vera í samræmi við þá reynslu sem þegar er komin af fiskeldinu.Óupplýst umræða gagnast engum og best er þeir sem áhuga hafa á að kynna sér fiskeldið á Vestfjörðum komi og skoði þá nútímalegu starfsemi sem þar er nú þannig að hægt sé að kynna sér staðreyndir og mynda sér síðan skoðun á þessari einni umhverfisvænustu framleiðslu dýrapróteina sem völ er á. Fiskeldi hefur verið að byggjast upp á undanförnum árum og nærtækt að líta til áralangs eldis í Dýrafirði. Ólíkt því sem haldið er fram í grein Bjarna er eldisbúnaður í dag í samræmi við hörðustu kröfur sem fyrirfinnast (NS9415 staðalinn). Eldið er þar að auki vottað samkvæmt strangasta umhverfisstaðli Aquaculture Stewardship Council (ASC) fyrir eldisframleiðslu. Engin sýklalyf eru notuð í framleiðslunn. Hér fara saman hagsmunir eldisbænda og umhverfisins sem og þær stöngu kröfur sem neytendur gera á vistvæna matvælaframleiðslu. Laxalús getur borist frá villtum laxi í eldið en það sem Bjarni ekki þekkir er að í samráði við vísindamenn höfum við hingað til haldið þessu sníkjudýri niðri með þróun aðferða á sambýli hrognkelsa og laxa þar sem hinir fyrrgreindu éta lúsina af laxinum. Þau áhrif sem eldissvæðin hafa skapað varðandi bolfisk í firðinum eru að villti fiskurinn virðist sækja í skjólið af kvíasvæðunum sem hefur myndað ný veiðisvæði sem smábátasjómenn hafa notið góðs af. Nærri einu af helstu eldissvæðunum í Dýrafirði er æðarvarp sem hefur dafnað mjög vel í annars erfiðu árferði fyrir marga æðabændur. Eldið í Dýrafirði hefur einnig haft jákvæð áhrif á samfélagið þar sem Arctic Fish er nú orðinn stærsti atvinnuveitandinn á svæðinu og sömu sögu er að segja um eldi á silung og þorski í Ísafjarðardjúpi. Í niðurlagi greinar leggur höfundur til að laxeldið fari á land. Arctic Fish er þegar með seiðaframleiðslu sína í endurnýtingarkerfi (RAS) í nýjum byggingum, þeim stærstu á Vestfjörðum, þar sem framleidd eru upp undir 500 tonn af lífmassa. Ef færa ætti áætlað burðarþol Ísafjarðardjúps upp á land þyrfti til þess mikið landrými og mun meira rafmagn en tiltækt er á þessu svæði. Uppbygging fiskeldis í sjó á eldissvæðum á landsbyggðinni er í samræmi við stefnu Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (FAO), sem leggur áherslu á að auka umhverfisvæna matvælaframleiðslu, þar sem sérstök áhersla er á fiskeldi í sjó. Ég tel að við Íslendingar ættum að halda áfram að nýta bakgrunn okkar í sjávarútvegi og fiskeldi sem og nýta þær náttúrulegu auðlindir sem við eigum í hreinu vatni, jarðvarma og hreinni raforku til uppbyggingar á framleiðslu á stórum seiðum/unglax til fiskeldis í sjó. Ísafjarðardjúp er að mörgu leyti sambærilegt Dýrafirðinum þar sem þegar hefur verið byggt í þrepum upp laxeldi og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu á varkáran hátt að hefja eldi í Djúpinu.Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish.
Leikurinn að fjöregginu Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning 16. júlí 2019 07:00
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun