Enginn ákærður vegna andláts ungrar konu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 15:49 Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari. Embætti héraðssaksóknara rannsakar atvik þar sem manneskja lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé til staðar um refsivert brot. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál sem embættið tók til rannsóknar og sneri að tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. Málið er fellt niður á grundvelli 145. greinar sakamálalaga þar sem segir að ef ákærandi telur það sem fram er komið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis þá lætur hann við svo búið standa. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. Rannsókn málsins lauk fyrr í sumar. Embætti héraðssaksóknara rannsakar atvik þar sem manneskja lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé til staðar um refsivert brot. Í þessu máli sættu tveir lögreglumenn rannsókn. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 11. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að konan, sem fædd var árið 1994, hefði látist þann 9. apríl. Þá nótt hafði hún verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Eftir að lögreglan hafði afskipti af konunni fór hún í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust og var konan flutt á Landspítalann þar sem hún lést. Móðir konunnar sagði í samtali við fréttastofu að foreldarnir væru afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferðina á dóttur þeirra umrædda nótt. Sagði móðirin lögregluþjóna hafa handjárnað dótturina og bundið hana á fótum en hún var í geðrofi vegna neyslu. Sprauta ætti fólk niður, en ekki binda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi á þessum tíma ekki veita neinar upplýsingar um málið þar sem því hafði verið vísað til héraðssaksóknara. Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn lokið á andláti ungrar konu Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. 2. júlí 2019 11:45 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál sem embættið tók til rannsóknar og sneri að tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. Málið er fellt niður á grundvelli 145. greinar sakamálalaga þar sem segir að ef ákærandi telur það sem fram er komið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis þá lætur hann við svo búið standa. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. Rannsókn málsins lauk fyrr í sumar. Embætti héraðssaksóknara rannsakar atvik þar sem manneskja lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé til staðar um refsivert brot. Í þessu máli sættu tveir lögreglumenn rannsókn. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 11. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að konan, sem fædd var árið 1994, hefði látist þann 9. apríl. Þá nótt hafði hún verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Eftir að lögreglan hafði afskipti af konunni fór hún í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust og var konan flutt á Landspítalann þar sem hún lést. Móðir konunnar sagði í samtali við fréttastofu að foreldarnir væru afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferðina á dóttur þeirra umrædda nótt. Sagði móðirin lögregluþjóna hafa handjárnað dótturina og bundið hana á fótum en hún var í geðrofi vegna neyslu. Sprauta ætti fólk niður, en ekki binda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi á þessum tíma ekki veita neinar upplýsingar um málið þar sem því hafði verið vísað til héraðssaksóknara.
Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn lokið á andláti ungrar konu Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. 2. júlí 2019 11:45 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Rannsókn lokið á andláti ungrar konu Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. 2. júlí 2019 11:45