Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. júlí 2019 13:47 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir tjón Icelandair gríðarlegt vegna kyrrsetningar Boeign vélanna. FBL/Stefán Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. Upphæð bóta sem Icelandair fær liggur ekki fyrir en viðræður standa yfir milli félagsins og flugframeiðandans. Forstjóri Icelandair Group segir tjónið nokkuð mikið. Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar frá því í mars eftir að tvö mannskæð flugslys á hálfu ári urðu 350 manns að bana. Kostnaður Boeing vegna kyrrsetningar vélanna nemur alls 6,6 milljörðum dala sem gerir um 849 milljarðar íslenskra króna. „Bótaupphæðin liggur ekki fyrir enda liggur ekki fyrir hvert tjónið okkar er. Vélarnar eru enn kyrrsettar og við vitum ekki enn hver kyrrsetningarkostnaðurinn verður og hversu miklar heildartekjurnar verða sem við töpum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Þá segir hann tjónið nokkuð mikið. „Já eins og hefur komið fram hjá okkur þá átti MAX vélin að ver ansi mikilvæg í okkar rekstri í sumar og á þessu ári. Að geta ekki notað þær og þurfa að leigja vélar í staðin hefur talsverð áhrif á neikvæðan hátt. Bæði hvað varðar kostnað og svo hefur maður þurft að draga saman framboðið miðað við það sem maður ætlaði að gera þannig við erum að tapa tekjum líka og erum að færa til farþega sem hafa raunar staðið ótrúlega vel með okkur en allt þetta kostar. Við höfum sest niður með Boeing til að fara yfir þessu mál og reiknum með að það klárist farsællega þegar líður á árið og þegar við vitum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Bogi. Þá segir hann útilokað að segja til um hvenær vélarnar fari aftur á flug. „Það ferli sem er í gangi núna snýst um að tryggja öryggi vélanna. Boeing, eftirlitsaðilar og flugfélög eru öll með það sem lykilmarkmið og það er ekki komin nein tímasetning á það hvenær þær fari á flug,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. Upphæð bóta sem Icelandair fær liggur ekki fyrir en viðræður standa yfir milli félagsins og flugframeiðandans. Forstjóri Icelandair Group segir tjónið nokkuð mikið. Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar frá því í mars eftir að tvö mannskæð flugslys á hálfu ári urðu 350 manns að bana. Kostnaður Boeing vegna kyrrsetningar vélanna nemur alls 6,6 milljörðum dala sem gerir um 849 milljarðar íslenskra króna. „Bótaupphæðin liggur ekki fyrir enda liggur ekki fyrir hvert tjónið okkar er. Vélarnar eru enn kyrrsettar og við vitum ekki enn hver kyrrsetningarkostnaðurinn verður og hversu miklar heildartekjurnar verða sem við töpum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Þá segir hann tjónið nokkuð mikið. „Já eins og hefur komið fram hjá okkur þá átti MAX vélin að ver ansi mikilvæg í okkar rekstri í sumar og á þessu ári. Að geta ekki notað þær og þurfa að leigja vélar í staðin hefur talsverð áhrif á neikvæðan hátt. Bæði hvað varðar kostnað og svo hefur maður þurft að draga saman framboðið miðað við það sem maður ætlaði að gera þannig við erum að tapa tekjum líka og erum að færa til farþega sem hafa raunar staðið ótrúlega vel með okkur en allt þetta kostar. Við höfum sest niður með Boeing til að fara yfir þessu mál og reiknum með að það klárist farsællega þegar líður á árið og þegar við vitum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Bogi. Þá segir hann útilokað að segja til um hvenær vélarnar fari aftur á flug. „Það ferli sem er í gangi núna snýst um að tryggja öryggi vélanna. Boeing, eftirlitsaðilar og flugfélög eru öll með það sem lykilmarkmið og það er ekki komin nein tímasetning á það hvenær þær fari á flug,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira