Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. júlí 2019 13:47 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir tjón Icelandair gríðarlegt vegna kyrrsetningar Boeign vélanna. FBL/Stefán Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. Upphæð bóta sem Icelandair fær liggur ekki fyrir en viðræður standa yfir milli félagsins og flugframeiðandans. Forstjóri Icelandair Group segir tjónið nokkuð mikið. Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar frá því í mars eftir að tvö mannskæð flugslys á hálfu ári urðu 350 manns að bana. Kostnaður Boeing vegna kyrrsetningar vélanna nemur alls 6,6 milljörðum dala sem gerir um 849 milljarðar íslenskra króna. „Bótaupphæðin liggur ekki fyrir enda liggur ekki fyrir hvert tjónið okkar er. Vélarnar eru enn kyrrsettar og við vitum ekki enn hver kyrrsetningarkostnaðurinn verður og hversu miklar heildartekjurnar verða sem við töpum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Þá segir hann tjónið nokkuð mikið. „Já eins og hefur komið fram hjá okkur þá átti MAX vélin að ver ansi mikilvæg í okkar rekstri í sumar og á þessu ári. Að geta ekki notað þær og þurfa að leigja vélar í staðin hefur talsverð áhrif á neikvæðan hátt. Bæði hvað varðar kostnað og svo hefur maður þurft að draga saman framboðið miðað við það sem maður ætlaði að gera þannig við erum að tapa tekjum líka og erum að færa til farþega sem hafa raunar staðið ótrúlega vel með okkur en allt þetta kostar. Við höfum sest niður með Boeing til að fara yfir þessu mál og reiknum með að það klárist farsællega þegar líður á árið og þegar við vitum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Bogi. Þá segir hann útilokað að segja til um hvenær vélarnar fari aftur á flug. „Það ferli sem er í gangi núna snýst um að tryggja öryggi vélanna. Boeing, eftirlitsaðilar og flugfélög eru öll með það sem lykilmarkmið og það er ekki komin nein tímasetning á það hvenær þær fari á flug,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. Upphæð bóta sem Icelandair fær liggur ekki fyrir en viðræður standa yfir milli félagsins og flugframeiðandans. Forstjóri Icelandair Group segir tjónið nokkuð mikið. Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar frá því í mars eftir að tvö mannskæð flugslys á hálfu ári urðu 350 manns að bana. Kostnaður Boeing vegna kyrrsetningar vélanna nemur alls 6,6 milljörðum dala sem gerir um 849 milljarðar íslenskra króna. „Bótaupphæðin liggur ekki fyrir enda liggur ekki fyrir hvert tjónið okkar er. Vélarnar eru enn kyrrsettar og við vitum ekki enn hver kyrrsetningarkostnaðurinn verður og hversu miklar heildartekjurnar verða sem við töpum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Þá segir hann tjónið nokkuð mikið. „Já eins og hefur komið fram hjá okkur þá átti MAX vélin að ver ansi mikilvæg í okkar rekstri í sumar og á þessu ári. Að geta ekki notað þær og þurfa að leigja vélar í staðin hefur talsverð áhrif á neikvæðan hátt. Bæði hvað varðar kostnað og svo hefur maður þurft að draga saman framboðið miðað við það sem maður ætlaði að gera þannig við erum að tapa tekjum líka og erum að færa til farþega sem hafa raunar staðið ótrúlega vel með okkur en allt þetta kostar. Við höfum sest niður með Boeing til að fara yfir þessu mál og reiknum með að það klárist farsællega þegar líður á árið og þegar við vitum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Bogi. Þá segir hann útilokað að segja til um hvenær vélarnar fari aftur á flug. „Það ferli sem er í gangi núna snýst um að tryggja öryggi vélanna. Boeing, eftirlitsaðilar og flugfélög eru öll með það sem lykilmarkmið og það er ekki komin nein tímasetning á það hvenær þær fari á flug,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira