Verið er að malbika á Hellisheiði í dag og fram á miðnætti annað kvöld.
Því er lokað til vesturs frá Hveragerði að Hellisheiðarvirkjun en hjáleið er um Þrengslin. Opið er fyrir umferð til austurs.
Í tilkynningu frá Malbikunarstöðinni Hlaðbær Colas sem sér um verkefnið verður malbikað til klukkan fjögur í nótt.
Svo verður aftur hafist handa klukkan sex í fyrramálið og malbikað til klukkan tólf á miðnætti.
