Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 11:00 Vél ALC sem WOW air hafði á leigu og Isavia kyrrsetti vegna skulda flugfélagsins fór af landi brott í morgun. vísir/vilhelm Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. Þar verður hún útbúin fyrir næsta verkefni að sögn Odds Ástráðssonar lögmanns ALC. Aðspurður hvort búið sé að leigja vélina út segist hann ekki vita til þess að búið sé að ganga endanlega frá því hvert næsta verkefni verður. Hins vegar hafi verið búið að leigja hana út á sínum tíma og semja um það við WOW air áður en flugfélagið fór í gjaldþrot að þotan færi í annað verkefni. „En það þurfti að vinda ofan af þeim samningum þar sem það var óvissa um það hvenær þotan yrði laus,“ segir Oddur.„Isavia þarf að endurskoða sín vinnubrögð“ Hann segir næstu skref í málinu hvað varðar ALC vera þau að taka utan um það hvert tjón félagsins er vegna þvingunaraðgerða Isavia. „Og eftir atvikum taka ákvörðun um að sækja það tjón í skaðabótamáli gegn Isavia.“ Oddur segir ekki liggja fyrir endanleg samantekt á því hvað tjónið er en miðað við þær forsendur sem núna liggja fyrir virðist það vera vel á annað hundrað milljónir króna. Það er umtalsvert hærri fjárhæð en sú sem ALC þurfti að greiða Isavia samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness en það voru 87 milljónir króna. Spurður út í fordæmisgildi þessa máls segir Oddur að í sínum huga sé að minnsta kosti tvennt alveg ljóst. „Það er í fyrsta lagi að Isavia þarf að endurskoða sín vinnubrögð. Í öðru lagi það að íslensk stjórnvöld og löggjafinn þurfa að taka til endurskoðunar þær heimildir sem Isavia hefur til að þvinga fram greiðslu á notendagjöldum, bæði hvað varðar umfang þeirra og til hverra þær taka og hvernig þeim skuli beitt, og þó fyrr hefði verið,“ segir Oddur. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. Þar verður hún útbúin fyrir næsta verkefni að sögn Odds Ástráðssonar lögmanns ALC. Aðspurður hvort búið sé að leigja vélina út segist hann ekki vita til þess að búið sé að ganga endanlega frá því hvert næsta verkefni verður. Hins vegar hafi verið búið að leigja hana út á sínum tíma og semja um það við WOW air áður en flugfélagið fór í gjaldþrot að þotan færi í annað verkefni. „En það þurfti að vinda ofan af þeim samningum þar sem það var óvissa um það hvenær þotan yrði laus,“ segir Oddur.„Isavia þarf að endurskoða sín vinnubrögð“ Hann segir næstu skref í málinu hvað varðar ALC vera þau að taka utan um það hvert tjón félagsins er vegna þvingunaraðgerða Isavia. „Og eftir atvikum taka ákvörðun um að sækja það tjón í skaðabótamáli gegn Isavia.“ Oddur segir ekki liggja fyrir endanleg samantekt á því hvað tjónið er en miðað við þær forsendur sem núna liggja fyrir virðist það vera vel á annað hundrað milljónir króna. Það er umtalsvert hærri fjárhæð en sú sem ALC þurfti að greiða Isavia samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness en það voru 87 milljónir króna. Spurður út í fordæmisgildi þessa máls segir Oddur að í sínum huga sé að minnsta kosti tvennt alveg ljóst. „Það er í fyrsta lagi að Isavia þarf að endurskoða sín vinnubrögð. Í öðru lagi það að íslensk stjórnvöld og löggjafinn þurfa að taka til endurskoðunar þær heimildir sem Isavia hefur til að þvinga fram greiðslu á notendagjöldum, bæði hvað varðar umfang þeirra og til hverra þær taka og hvernig þeim skuli beitt, og þó fyrr hefði verið,“ segir Oddur.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26
Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04
Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54