Þetta land átt þú og þetta land á þig Þórlindur Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 07:00 Eftir að hafa dormað lengi virðist sem margir séu að vakna upp við þann veruleika að frjálslegar heimildir til sölu á íslenskum jörðum hafa leitt til þess að auðmaður nokkur hefur eignast einn af hverjum hundrað ferkílómetrum á Íslandi. Og þótt hann sé eflaust ekkert verri heldur en aðrir milljarðamæringar, sem grætt hafa á efnaverksmiðjum og námuvinnslu, þá þarf umræðan um stefnu Íslendinga í þessum málum að ná langt út fyrir persónur og leikendur.Brauðrist Rétturinn til einkaeignar kann að vera vanmetnasti hluti þeirra borgaralegu mannréttinda sem nútímaleg vestræn samfélög byggjast á. Ef ekki hefði komið til ríkuleg lagaleg vörn á eignum fyrir venjulegt fólk þá hefði verið tómt mál að tala um öll hin réttindin sem við teljum svo eðlileg og sjálfsögð; svo sem eins og tjáningar- og trúarfrelsi. Sá sem hefur eignast eitthvað með réttmætum hætti hefur að jafnaði fullt leyfi til þess að ráðstafa því með þeim hætti sem hann kýs; nota það, selja það, skemma það, veðsetja það, gefa það og svo framvegis. Þegar maður kaupir brauðrist í Elkó þá felst í því algjör yfirráðaréttur yfir heimilistækinu. Eigandinn má vitaskuld nota brauðristina til þess að rista brauð. Hann má meira að segja klessa saman tvö brauð með osti á milli ofan í aðra raufina til að búa til grillsamloku. Og þótt ekki sé mælt með því í neinum skilningi þá er vitað til þess að í neyð hefur gjarnan verið kveikt í sígarettum á glóðinni ofan í brauðrist. Það kemur meira að segja ekkert lagalega í veg fyrir að eigandi brauðristar kalli tækið ristavél, þótt slíkt sé auðvitað til marks um algjört smekkleysi. Brauðrist má gefa í Góða hirðinn, það má hætta að nota hana og geyma hana uppi í skáp, nota hana til íþróttaiðkunar eins í sleggjukasti—sveifla henni á rafmagnssnúrunni og grýta henni eins langt og maður getur, bara ef maður fer varlega og meiðir engan með athæfinu. Maður má reyndar ekki grýta brauðrist í gegnum rúður á annarra manna bílum; en það hefur ekkert með eignarrétt á brauðristinni að gera heldur bílnum. Börn Það gilda hins vegar ekki sömu leikreglur um allar eignir, hvort sem er í lagalegum eða siðferðislegum skilningi. Þótt við eigum börnin okkar þá dettur engum í hug að við höfum sama rétt til þess að ráðstafa þeim eins og brauðrist. Börnin eiga sig að einhverju leyti sjálf og það er almennt litið svo á að foreldrar hafi samfélagslega ábyrgð á að gæta barna sinna, styðja þau, þroska og undirbúa undir framtíðina. Það að maður ráði yfir börnunum sínum og „eigi þau“ felur allt annað í sér heldur en lagalegur eignarréttur. Sambandið milli barns og foreldris byggist á gagnkvæmum skuldbindingum en ekki beinlínis eignarhaldi annars á hinu þótt börnin eigi foreldrana sína eins og foreldrarnir eiga börnin sín. Hér á Íslandi hefur lengi verið deilt um eignarhald á fiskveiðiheimildum. Í lögum segir beinum orðum að útdeiling á aflaheimildum feli ekki í sér varanlegan eignarrétt, þótt í reynd hafi kvótinn ýmsa sterka eiginleika eignarhalds; einkum réttinn til framsals og veðsetningar. Sölumöguleikar kvótaeigenda eru hins vegar takmarkaðir. Annars vegar er markaðurinn takmarkaður með því að tilgreina hámarkseign stærstu aðilanna, þannig að enginn einn má eiga meira en tiltekið hlutfall aflaheimilda. Þetta lækkar verðmæti kvótans. Hin stóra takmörkunin er sú að ekki er heimilt að selja útlendingum kvótann. Það hefur að sjálfsögðu veruleg áhrif á verðmæti „eignarinnar“ líka. Hinir svokölluðu sægreifar á Íslandi hafa vissulega fengið mikil verðmæti í hendurnar með upphaflegri útdeilingu veiðiheimilda en þeir hafa jafnframt tekið á herðar sér ýmsar skyldur og takmarkanir á þeim réttindum. Í samfélagi Að sjálfsögðu er það freistandi og jafnvel ómótstæðilegt fyrir íslenska landeigendur að fá svimandi há tilboð í jarðirnar sínar. Núverandi reglur leyfa slík viðskipti og er ábyrgðin á ástandinu því hvorki kaupenda né seljenda heldur löggjafans. Það sjónarmið hefur ríkt, réttilega að mínu mati, að einkaeign á landi sé mjög jákvæð. Það er engin draumsýn að íslenska ríkið eigi allar jarðir. Hins vegar hljóta flestir að sjá það í hendi sér að eignarréttur yfir landi lýtur ekki sömu lögmálum og allur annar eignarréttur. Og það er heldur ekki sjálfsagt að fólk, sem ekki er búsett hér á landi, greiðir ekki skatta sína hér á landi og er ekki íslenskir ríkisborgarar, geti eignast risastór samliggjandi landflæmi; jafnvel heilu firðina. Þegar einstaklingar gerast svo umsvifamiklir er eðlilegt að til þeirra sé gerð sú krafa að þeir séu þátttakendur í samfélaginu, leggi sitt af mörkum til sameiginlegra verkefna og útgjalda, og bindist landinu raunverulegum tryggðaböndum. Gildir þá einu hvaðan efnafólkið kemur, því vissulega eru fjölmörg dæmi um alíslenska auðmenn sem eru ekki til fyrirmyndar í skattskilum, samfélagsábyrgð eða umgengni um landareignir sínar. Leiðir til úrbóta Það má velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að finna leiðir til þess að sætta þau sjónarmið sem togast á þegar kemur að eignarhaldi útlendinga á landi. Til dæmis mætti takmarka heildarmagn þess lands sem erlendur einstaklingur má kaupa (til dæmis þannig að hægt sé að eiga góðan sumarbústað). Eins mætti skoða þá leið að gera erlendum aðilum kleift að leigja jarðir til langs tíma (til dæmis 50 til 70 ára), þannig að landeigendum sem vilja selja sé gefinn kostur á að losna við jarðirnar án þess að varanlegt eignarhald fari til erlendra aðila. Ef erlendur aðili vill eignast íslenska jörð myndi ríkið kaupa af eigandanum gegn því verði sem hinn erlendi aðili er tilbúinn til þess að greiða fyrir leiguna. Núverandi ástand gengur tæpast, en finna þarf réttláta lausn þar sem hvorki landeigendur eða áhugasamir kaupendur eru beittir óhæfilegum takmörkunum. Gagnkvæmt eignarhald Í ljóðinu Fylgd, eftir Guðmund Böðvarsson segir: „Glitrar grund og vangur/glóir sund og drangur./Litli ferðalangur/láttu vakna nú/þína tryggð og trú./Lind í lautu streymir,/lyng á heiði dreymir,/þetta land átt þú.“ Og það er líka þannig að víða um landið geta einstaklingar og fjölskyldur horft í kringum sig og vitað að þau eiga „þetta land“. Það er eflaust mikið stolt og gleði sem fylgir því að eiga jörð; miklu nær því að eiga barn heldur en að eiga brauðrist. Og penninn sem skrifar undir afsalspappírana er örugglega þungur í höndum margra þeirra sem þekkjast ómótstæðileg tilboð um sölu. Það fylgja tilfinningar og skyldurækni því að vera treyst fyrir því að eiga hluta af landinu okkar. Eignarréttur yfir landinu er nefnilega gagnkvæmur, eins og Guðmundur segir líka: „Hér bjó afi og amma/eins og pabbi og mamma./Eina ævi og skamma/eignast hver um sig/stundum þröngan stig./En þú átt að muna /alla tilveruna,/að þetta land á þig.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa dormað lengi virðist sem margir séu að vakna upp við þann veruleika að frjálslegar heimildir til sölu á íslenskum jörðum hafa leitt til þess að auðmaður nokkur hefur eignast einn af hverjum hundrað ferkílómetrum á Íslandi. Og þótt hann sé eflaust ekkert verri heldur en aðrir milljarðamæringar, sem grætt hafa á efnaverksmiðjum og námuvinnslu, þá þarf umræðan um stefnu Íslendinga í þessum málum að ná langt út fyrir persónur og leikendur.Brauðrist Rétturinn til einkaeignar kann að vera vanmetnasti hluti þeirra borgaralegu mannréttinda sem nútímaleg vestræn samfélög byggjast á. Ef ekki hefði komið til ríkuleg lagaleg vörn á eignum fyrir venjulegt fólk þá hefði verið tómt mál að tala um öll hin réttindin sem við teljum svo eðlileg og sjálfsögð; svo sem eins og tjáningar- og trúarfrelsi. Sá sem hefur eignast eitthvað með réttmætum hætti hefur að jafnaði fullt leyfi til þess að ráðstafa því með þeim hætti sem hann kýs; nota það, selja það, skemma það, veðsetja það, gefa það og svo framvegis. Þegar maður kaupir brauðrist í Elkó þá felst í því algjör yfirráðaréttur yfir heimilistækinu. Eigandinn má vitaskuld nota brauðristina til þess að rista brauð. Hann má meira að segja klessa saman tvö brauð með osti á milli ofan í aðra raufina til að búa til grillsamloku. Og þótt ekki sé mælt með því í neinum skilningi þá er vitað til þess að í neyð hefur gjarnan verið kveikt í sígarettum á glóðinni ofan í brauðrist. Það kemur meira að segja ekkert lagalega í veg fyrir að eigandi brauðristar kalli tækið ristavél, þótt slíkt sé auðvitað til marks um algjört smekkleysi. Brauðrist má gefa í Góða hirðinn, það má hætta að nota hana og geyma hana uppi í skáp, nota hana til íþróttaiðkunar eins í sleggjukasti—sveifla henni á rafmagnssnúrunni og grýta henni eins langt og maður getur, bara ef maður fer varlega og meiðir engan með athæfinu. Maður má reyndar ekki grýta brauðrist í gegnum rúður á annarra manna bílum; en það hefur ekkert með eignarrétt á brauðristinni að gera heldur bílnum. Börn Það gilda hins vegar ekki sömu leikreglur um allar eignir, hvort sem er í lagalegum eða siðferðislegum skilningi. Þótt við eigum börnin okkar þá dettur engum í hug að við höfum sama rétt til þess að ráðstafa þeim eins og brauðrist. Börnin eiga sig að einhverju leyti sjálf og það er almennt litið svo á að foreldrar hafi samfélagslega ábyrgð á að gæta barna sinna, styðja þau, þroska og undirbúa undir framtíðina. Það að maður ráði yfir börnunum sínum og „eigi þau“ felur allt annað í sér heldur en lagalegur eignarréttur. Sambandið milli barns og foreldris byggist á gagnkvæmum skuldbindingum en ekki beinlínis eignarhaldi annars á hinu þótt börnin eigi foreldrana sína eins og foreldrarnir eiga börnin sín. Hér á Íslandi hefur lengi verið deilt um eignarhald á fiskveiðiheimildum. Í lögum segir beinum orðum að útdeiling á aflaheimildum feli ekki í sér varanlegan eignarrétt, þótt í reynd hafi kvótinn ýmsa sterka eiginleika eignarhalds; einkum réttinn til framsals og veðsetningar. Sölumöguleikar kvótaeigenda eru hins vegar takmarkaðir. Annars vegar er markaðurinn takmarkaður með því að tilgreina hámarkseign stærstu aðilanna, þannig að enginn einn má eiga meira en tiltekið hlutfall aflaheimilda. Þetta lækkar verðmæti kvótans. Hin stóra takmörkunin er sú að ekki er heimilt að selja útlendingum kvótann. Það hefur að sjálfsögðu veruleg áhrif á verðmæti „eignarinnar“ líka. Hinir svokölluðu sægreifar á Íslandi hafa vissulega fengið mikil verðmæti í hendurnar með upphaflegri útdeilingu veiðiheimilda en þeir hafa jafnframt tekið á herðar sér ýmsar skyldur og takmarkanir á þeim réttindum. Í samfélagi Að sjálfsögðu er það freistandi og jafnvel ómótstæðilegt fyrir íslenska landeigendur að fá svimandi há tilboð í jarðirnar sínar. Núverandi reglur leyfa slík viðskipti og er ábyrgðin á ástandinu því hvorki kaupenda né seljenda heldur löggjafans. Það sjónarmið hefur ríkt, réttilega að mínu mati, að einkaeign á landi sé mjög jákvæð. Það er engin draumsýn að íslenska ríkið eigi allar jarðir. Hins vegar hljóta flestir að sjá það í hendi sér að eignarréttur yfir landi lýtur ekki sömu lögmálum og allur annar eignarréttur. Og það er heldur ekki sjálfsagt að fólk, sem ekki er búsett hér á landi, greiðir ekki skatta sína hér á landi og er ekki íslenskir ríkisborgarar, geti eignast risastór samliggjandi landflæmi; jafnvel heilu firðina. Þegar einstaklingar gerast svo umsvifamiklir er eðlilegt að til þeirra sé gerð sú krafa að þeir séu þátttakendur í samfélaginu, leggi sitt af mörkum til sameiginlegra verkefna og útgjalda, og bindist landinu raunverulegum tryggðaböndum. Gildir þá einu hvaðan efnafólkið kemur, því vissulega eru fjölmörg dæmi um alíslenska auðmenn sem eru ekki til fyrirmyndar í skattskilum, samfélagsábyrgð eða umgengni um landareignir sínar. Leiðir til úrbóta Það má velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að finna leiðir til þess að sætta þau sjónarmið sem togast á þegar kemur að eignarhaldi útlendinga á landi. Til dæmis mætti takmarka heildarmagn þess lands sem erlendur einstaklingur má kaupa (til dæmis þannig að hægt sé að eiga góðan sumarbústað). Eins mætti skoða þá leið að gera erlendum aðilum kleift að leigja jarðir til langs tíma (til dæmis 50 til 70 ára), þannig að landeigendum sem vilja selja sé gefinn kostur á að losna við jarðirnar án þess að varanlegt eignarhald fari til erlendra aðila. Ef erlendur aðili vill eignast íslenska jörð myndi ríkið kaupa af eigandanum gegn því verði sem hinn erlendi aðili er tilbúinn til þess að greiða fyrir leiguna. Núverandi ástand gengur tæpast, en finna þarf réttláta lausn þar sem hvorki landeigendur eða áhugasamir kaupendur eru beittir óhæfilegum takmörkunum. Gagnkvæmt eignarhald Í ljóðinu Fylgd, eftir Guðmund Böðvarsson segir: „Glitrar grund og vangur/glóir sund og drangur./Litli ferðalangur/láttu vakna nú/þína tryggð og trú./Lind í lautu streymir,/lyng á heiði dreymir,/þetta land átt þú.“ Og það er líka þannig að víða um landið geta einstaklingar og fjölskyldur horft í kringum sig og vitað að þau eiga „þetta land“. Það er eflaust mikið stolt og gleði sem fylgir því að eiga jörð; miklu nær því að eiga barn heldur en að eiga brauðrist. Og penninn sem skrifar undir afsalspappírana er örugglega þungur í höndum margra þeirra sem þekkjast ómótstæðileg tilboð um sölu. Það fylgja tilfinningar og skyldurækni því að vera treyst fyrir því að eiga hluta af landinu okkar. Eignarréttur yfir landinu er nefnilega gagnkvæmur, eins og Guðmundur segir líka: „Hér bjó afi og amma/eins og pabbi og mamma./Eina ævi og skamma/eignast hver um sig/stundum þröngan stig./En þú átt að muna /alla tilveruna,/að þetta land á þig.“
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun