Vissu ekki að Mateusz fór frá Íslandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júlí 2019 06:00 Mateusz Tynski er enn ófundinn. ITAKA samtökin. Fjölskylda Mateusz Tynski hafði ekki vitneskju um að hann væri á leiðinni úr landi. Þetta segir Karol Tynski, bróðir hans. Hann hafði síðast samband við þau þann 28. febrúar síðastliðinn og hvarf hans uppgötvaðist ekki fyrr en í maí. Ekki er vitað hvort Mateusz ætlaði að heimsækja heimaland sitt eða flytja alfarið til baka. Að sögn Karols átti hann bifreið á Íslandi. „Hann sagði engum að hann væri á leiðinni,“ segir Karol. „Hann flutti til Íslands fyrir fjórum árum og hefur flogið heim þrisvar sinnum síðan þá. Þetta er mjög óeðlilegt því að hann hefur verið í símasambandi við foreldra mína um það bil einu sinni í viku allan tímann. Lengsti tíminn sem hann hefur ekki verið í sambandi eru tvær vikur.“ Karol segir að Mateusz hafi flutt til Íslands til að hafa betri tekjur. Lengst af hafi hann starfað hjá fiskvinnslu en hann veit ekki hvaða. Hann veit ekki til þess að Mateusz hafi verið í neinum vandræðum hér á Íslandi. Að minnsta kosti átti hann ekki við nein vandamál að stríða áður en hann flutti hingað. „Mateusz er þögull maður,“ segir Karol. „Við höfum látið lögregluna hérna vita og leit er hafin hér.“ Eins og áður hefur komið fram stendur leit ekki yfir á Íslandi en óskað er eftir öllum upplýsingum sem gætu nýst við leitina ytra. Fjölskylda Mateusz, í Slesíuhéraði í Póllandi, er ekki stór. Hann er ókvæntur og barnlaus. Karol veit ekki hverja hann umgekkst á Íslandi. Eftir að auglýsingar um hvarf hans voru birtar í samfélagsmiðlahópum Pólverja á Íslandi hefur enginn stigið fram sem segist þekkja hann. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Pólland Tengdar fréttir Auglýst eftir pólskum manni Auglýst er eftir pólskum manni, Mateusz Tynski, sem búsettur var hér á Íslandi. 17. júlí 2019 06:00 Kannski hefur einhver séð hann Pólska sendiráðið á Íslandi var upplýst um hvarf Mateusz Tynski fyrir nokkrum vikum. 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Fjölskylda Mateusz Tynski hafði ekki vitneskju um að hann væri á leiðinni úr landi. Þetta segir Karol Tynski, bróðir hans. Hann hafði síðast samband við þau þann 28. febrúar síðastliðinn og hvarf hans uppgötvaðist ekki fyrr en í maí. Ekki er vitað hvort Mateusz ætlaði að heimsækja heimaland sitt eða flytja alfarið til baka. Að sögn Karols átti hann bifreið á Íslandi. „Hann sagði engum að hann væri á leiðinni,“ segir Karol. „Hann flutti til Íslands fyrir fjórum árum og hefur flogið heim þrisvar sinnum síðan þá. Þetta er mjög óeðlilegt því að hann hefur verið í símasambandi við foreldra mína um það bil einu sinni í viku allan tímann. Lengsti tíminn sem hann hefur ekki verið í sambandi eru tvær vikur.“ Karol segir að Mateusz hafi flutt til Íslands til að hafa betri tekjur. Lengst af hafi hann starfað hjá fiskvinnslu en hann veit ekki hvaða. Hann veit ekki til þess að Mateusz hafi verið í neinum vandræðum hér á Íslandi. Að minnsta kosti átti hann ekki við nein vandamál að stríða áður en hann flutti hingað. „Mateusz er þögull maður,“ segir Karol. „Við höfum látið lögregluna hérna vita og leit er hafin hér.“ Eins og áður hefur komið fram stendur leit ekki yfir á Íslandi en óskað er eftir öllum upplýsingum sem gætu nýst við leitina ytra. Fjölskylda Mateusz, í Slesíuhéraði í Póllandi, er ekki stór. Hann er ókvæntur og barnlaus. Karol veit ekki hverja hann umgekkst á Íslandi. Eftir að auglýsingar um hvarf hans voru birtar í samfélagsmiðlahópum Pólverja á Íslandi hefur enginn stigið fram sem segist þekkja hann.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Pólland Tengdar fréttir Auglýst eftir pólskum manni Auglýst er eftir pólskum manni, Mateusz Tynski, sem búsettur var hér á Íslandi. 17. júlí 2019 06:00 Kannski hefur einhver séð hann Pólska sendiráðið á Íslandi var upplýst um hvarf Mateusz Tynski fyrir nokkrum vikum. 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Auglýst eftir pólskum manni Auglýst er eftir pólskum manni, Mateusz Tynski, sem búsettur var hér á Íslandi. 17. júlí 2019 06:00
Kannski hefur einhver séð hann Pólska sendiráðið á Íslandi var upplýst um hvarf Mateusz Tynski fyrir nokkrum vikum. 18. júlí 2019 06:00