Enski boltinn

Inter ætlar að bjóða Lukaku rúmlega 150 þúsund pund á viku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Romelu Lukaku er með United í æfingaferð í Ástralíu. Hann spilaði ekki síðasta leik við Leeds United, ástæðan var sögð smávægileg meiðsli.
Romelu Lukaku er með United í æfingaferð í Ástralíu. Hann spilaði ekki síðasta leik við Leeds United, ástæðan var sögð smávægileg meiðsli. vísir/getty
Ef Inter Milan nær að sannfæra Manchester United um að selja Romelu Lukaku ætlar ítalska félagið að bjóða Belganum samning að andvirði 41 milljón punda yfir fimm ára tímabil.

Sky Sports greinir frá þessu í dag. 41 milljón á fimm árum deilist niður á rúmlega 150 þúsund pund í vikulaun. Þessi upphæð er svo fyrir utan bónusgreiðslur.

United vill fá í kringum 75 milljónir punda fyrir Lukaku, sama verð og félagið greiddi fyrir Belgann fyrir tveimur árum. Besta boð Inter hingað til hljómar hins vegar upp á samanlagðar 63 milljónir punda en greitt yfir tveggja til þriggja ára tímabil.

Það virðist því vera að nokkuð sé á milli félaganna enn í að komast að samkomulagi. Sér í lagi í ljósi þess að Inter þarf helst að losa sig við leikmenn til þess að vera innan fjármálareglna.

Inter og Manchester United mætast um helgina í æfingaleik í Singapúr og mun sá leikur og blaðamannafundir í kringum hann líklegast snúast nær eingöngu um Lukaku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×