Stjörnum prýdd söngleikjamynd með Taylor Swift í fararbroddi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2019 09:54 Taylor Swift er meðal þeirra fjölmörgu stjarna sem fer með hlutverk í myndinni. Vísir/Getty Væntanleg er ný söngleikjamynd af dýrari gerðinni. Öllu er til tjaldað í framleiðslu á væntanlegri kvikmynd byggðri á söngleiknum sívinsæla Cats. Í myndbandi sem kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Universal Studios birti á YouTube í gær er skyggnst á bak við tjöldin við framleiðslu myndarinnar, sem leikstýrt er af Tom Hooper. Hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að leikstjórn en meðal verka hans eru verðlaunamyndir á borð við The Danish Girl, Les Misérables, og The King‘s Speech.Þá er leikarahópurinn heldur ekkert slor, en með hlutverk í myndinni fer fríður hópur frægðarmenna. Þar er vert að nefna nöfn á borð við Taylor Swift, söngkonu og tekjuhæstu stjörnu síðustu tólf mánaða, spjallþáttastjórnandann James Corden, tónlistarfólkið Jennifer Hudson og Jason Derulo, auk leikaranna Judi Dench, Ian McKellen, Idris Elba og Rebel Wilson. Sannarlega valinn maður í hverju rúmi. Í opinberri yfirlýsingu frá Universal segir að myndin komi til með að „endurskapa söngleikinn fyrir nýja kynslíð með stórkostlegri framleiðslu, nýjustu tækni, og dansstílum frá ballett til samtímadans, hip-hop til djass, götudansi til stepps.“ Samkvæmt vef IMDb kemur myndin í kvikmyndahús rétt fyrir næstu jól, 20. desember 2019. Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Væntanleg er ný söngleikjamynd af dýrari gerðinni. Öllu er til tjaldað í framleiðslu á væntanlegri kvikmynd byggðri á söngleiknum sívinsæla Cats. Í myndbandi sem kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Universal Studios birti á YouTube í gær er skyggnst á bak við tjöldin við framleiðslu myndarinnar, sem leikstýrt er af Tom Hooper. Hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að leikstjórn en meðal verka hans eru verðlaunamyndir á borð við The Danish Girl, Les Misérables, og The King‘s Speech.Þá er leikarahópurinn heldur ekkert slor, en með hlutverk í myndinni fer fríður hópur frægðarmenna. Þar er vert að nefna nöfn á borð við Taylor Swift, söngkonu og tekjuhæstu stjörnu síðustu tólf mánaða, spjallþáttastjórnandann James Corden, tónlistarfólkið Jennifer Hudson og Jason Derulo, auk leikaranna Judi Dench, Ian McKellen, Idris Elba og Rebel Wilson. Sannarlega valinn maður í hverju rúmi. Í opinberri yfirlýsingu frá Universal segir að myndin komi til með að „endurskapa söngleikinn fyrir nýja kynslíð með stórkostlegri framleiðslu, nýjustu tækni, og dansstílum frá ballett til samtímadans, hip-hop til djass, götudansi til stepps.“ Samkvæmt vef IMDb kemur myndin í kvikmyndahús rétt fyrir næstu jól, 20. desember 2019.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira