Kom í veg fyrir aukna fjárveitingu til fórnarlamba 11. september Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2019 08:35 Rand Paul. Vísir/Getty Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, kom í veg fyrir að fjárveitingar í sjóð sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu viðbragðsaðila sem glíma við veikindi eftir störf sín á vettvangi eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York yrðu tryggðar til árins 2090. Atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Margir viðbragðsaðilar hafa veikst alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Frumvarpið hafði verið samþykkt með miklum meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og greiddu 402 þingmenn með en aðeins 12 á móti. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, setti málið á dagskrá til þess að hægt væri að greiða atkvæði um það fyrir þinghlé í ágúst.Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Þegar frumvarpið var tekið til afgreiðslu í gær sagðist Paul ekki geta stutt það í ljósi mikilla skulda ríkisins. Það ætti að forgangsraða í útgjöldum ríkisins og því þyrfti að ræða málið betur. „Það hefur lengi verið mín tilfinning að við þurfum að horfast í augu við þá miklu skuld sem er í landinu. Þess vegna ættu öllum nýjum fjárútgjöldum að vera hliðrað og takmarka útgjöld sem eru ekki forgangsatriði. Við verðum að minnsta kosti að eiga þessar umræður,“ sagði Paul. Hann lagði til að breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu. Ef það yrði ekki gert myndi hann vera mótfallinn því að það yrði samþykkt. Talsmaður Rand sagði þingmanninn ekki vera að koma í veg fyrir neitt, hann væri einfaldlega að leita leiða til þess að greiða fyrir það sem væri samþykkt á þinginu. Hann vilji sjá breytingar á frumvarpinu svo hægt væri að gera grein fyrir hvaðan fjármagnið ætti að koma. Bandaríkin Tengdar fréttir Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08 Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Lést nokkrum vikum eftir nefndarfundinn með Jon Stewart Luis Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. 30. júní 2019 09:19 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, kom í veg fyrir að fjárveitingar í sjóð sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu viðbragðsaðila sem glíma við veikindi eftir störf sín á vettvangi eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York yrðu tryggðar til árins 2090. Atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Margir viðbragðsaðilar hafa veikst alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Frumvarpið hafði verið samþykkt með miklum meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og greiddu 402 þingmenn með en aðeins 12 á móti. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, setti málið á dagskrá til þess að hægt væri að greiða atkvæði um það fyrir þinghlé í ágúst.Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Þegar frumvarpið var tekið til afgreiðslu í gær sagðist Paul ekki geta stutt það í ljósi mikilla skulda ríkisins. Það ætti að forgangsraða í útgjöldum ríkisins og því þyrfti að ræða málið betur. „Það hefur lengi verið mín tilfinning að við þurfum að horfast í augu við þá miklu skuld sem er í landinu. Þess vegna ættu öllum nýjum fjárútgjöldum að vera hliðrað og takmarka útgjöld sem eru ekki forgangsatriði. Við verðum að minnsta kosti að eiga þessar umræður,“ sagði Paul. Hann lagði til að breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu. Ef það yrði ekki gert myndi hann vera mótfallinn því að það yrði samþykkt. Talsmaður Rand sagði þingmanninn ekki vera að koma í veg fyrir neitt, hann væri einfaldlega að leita leiða til þess að greiða fyrir það sem væri samþykkt á þinginu. Hann vilji sjá breytingar á frumvarpinu svo hægt væri að gera grein fyrir hvaðan fjármagnið ætti að koma.
Bandaríkin Tengdar fréttir Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08 Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Lést nokkrum vikum eftir nefndarfundinn með Jon Stewart Luis Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. 30. júní 2019 09:19 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08
Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20
Lést nokkrum vikum eftir nefndarfundinn með Jon Stewart Luis Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. 30. júní 2019 09:19