Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. júlí 2019 06:00 Seðlabankinn telur birtingu samningsins án forsögu hans geta skert orðspor bankans og starfsmannsins með óbætanlegum hætti. Seðlabanki Íslands vill ekki una niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um skyldu bankans til að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Hefur bankinn óskað eftir frestun réttaráhrifa úrskurðarins sem kveðinn var upp 3. júlí en í þeirri ósk felst í raun yfirlýsing um að bankinn vilji fara með málið fyrir dómstóla. Heimild í upplýsingalögum til frestunar réttaráhrifa úrskurða nefndarinnar er bundin því skilyrði að mál verði borið undir dómstóla innan sjö daga. Liðnir eru átta mánuðir frá því blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins og fyrirséð að málaferli um rétt hans til aðgangs að gögnunum muni valda áframhaldandi töfum á því starfi. Blaðamaðurinn, þá fréttastjóri DV, sendi bankanum upplýsingabeiðni 19. nóvember síðastliðinn sem laut að tilvist og efni samnings bankans við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þá framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, vegna námsleyfis frá bankanum á árunum 2016-2017 og kostnað MPA-náms hennar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Beiðninni var synjað tíu dögum síðar og kærði blaðamaðurinn synjunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í umsögn til nefndarinnar um kæruna vísaði bankinn meðal annars til sérstaks bankaleyndarákvæðis í lögum um Seðlabankann auk undanþágureglna upplýsingalaga um starfsmannamál. Úrskurðarnefndin féllst ekki á málflutning bankans og taldi SÍ ekki hafa slíka hagsmuni af leynd samningsins að sanngjarnt væri að hann félli undir umrætt þagnarskylduákvæði í lögum um Seðlabankann enda um starfsmannamál að ræða en ekki lögbundin verkefni bankans sem réttlætanlegt kunni að vera að sérstök þagnarskylda ríki um. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að hún hafi fengið hinn umdeilda samning afhentan frá bankanum og eftir að hafa kynnt sér efni hans sé það mat hennar að hann hafi ekki að geyma upplýsingar sem talist geti til viðkvæmra persónuupplýsinga starfsmannsins. Það er einnig mat nefndarinnar að almenningur hafi verulega hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað en í úrskurðinum segir um samninginn: „Um er að ræða einkaréttarlegan samning sem felur í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir viðkomandi starfsmanns af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni skjalsins er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að skjalið lúti leynd.“ Með úrskurðarorðum nefndarinnar er Seðlabankanum gert skylt að veita blaðamanninum aðgang að umbeðnu skjali. Þegar blaðamanninum barst úrskurðurinn sendi hann erindi til Seðlabankans og krafðist tafarlausrar afhendingar skjalsins. Fjórum dögum síðar barst honum erindi frá nefndinni þess efnis að lögmaður bankans óskaði eftir frestun á réttaráhrifum úrskurðarins. Í rökstuðningi bankans fyrir þeirri ósk segir meðal annars að birting samningsins án forsögu hans, kunni að skerða orðspor bankans og starfsmannsins með óbætanlegum hætti. Fréttablaðið bíður nú afstöðu úrskurðarnefndarinnar til beiðni bankans. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Seðlabanki Íslands vill ekki una niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um skyldu bankans til að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Hefur bankinn óskað eftir frestun réttaráhrifa úrskurðarins sem kveðinn var upp 3. júlí en í þeirri ósk felst í raun yfirlýsing um að bankinn vilji fara með málið fyrir dómstóla. Heimild í upplýsingalögum til frestunar réttaráhrifa úrskurða nefndarinnar er bundin því skilyrði að mál verði borið undir dómstóla innan sjö daga. Liðnir eru átta mánuðir frá því blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins og fyrirséð að málaferli um rétt hans til aðgangs að gögnunum muni valda áframhaldandi töfum á því starfi. Blaðamaðurinn, þá fréttastjóri DV, sendi bankanum upplýsingabeiðni 19. nóvember síðastliðinn sem laut að tilvist og efni samnings bankans við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þá framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, vegna námsleyfis frá bankanum á árunum 2016-2017 og kostnað MPA-náms hennar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Beiðninni var synjað tíu dögum síðar og kærði blaðamaðurinn synjunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í umsögn til nefndarinnar um kæruna vísaði bankinn meðal annars til sérstaks bankaleyndarákvæðis í lögum um Seðlabankann auk undanþágureglna upplýsingalaga um starfsmannamál. Úrskurðarnefndin féllst ekki á málflutning bankans og taldi SÍ ekki hafa slíka hagsmuni af leynd samningsins að sanngjarnt væri að hann félli undir umrætt þagnarskylduákvæði í lögum um Seðlabankann enda um starfsmannamál að ræða en ekki lögbundin verkefni bankans sem réttlætanlegt kunni að vera að sérstök þagnarskylda ríki um. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að hún hafi fengið hinn umdeilda samning afhentan frá bankanum og eftir að hafa kynnt sér efni hans sé það mat hennar að hann hafi ekki að geyma upplýsingar sem talist geti til viðkvæmra persónuupplýsinga starfsmannsins. Það er einnig mat nefndarinnar að almenningur hafi verulega hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað en í úrskurðinum segir um samninginn: „Um er að ræða einkaréttarlegan samning sem felur í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir viðkomandi starfsmanns af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni skjalsins er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að skjalið lúti leynd.“ Með úrskurðarorðum nefndarinnar er Seðlabankanum gert skylt að veita blaðamanninum aðgang að umbeðnu skjali. Þegar blaðamanninum barst úrskurðurinn sendi hann erindi til Seðlabankans og krafðist tafarlausrar afhendingar skjalsins. Fjórum dögum síðar barst honum erindi frá nefndinni þess efnis að lögmaður bankans óskaði eftir frestun á réttaráhrifum úrskurðarins. Í rökstuðningi bankans fyrir þeirri ósk segir meðal annars að birting samningsins án forsögu hans, kunni að skerða orðspor bankans og starfsmannsins með óbætanlegum hætti. Fréttablaðið bíður nú afstöðu úrskurðarnefndarinnar til beiðni bankans.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira