Arnar segir áhuga félaga á Norðurlöndunum á íslenskum leikmönnum mikinn og deildirnar þar séu góður stökkpallur fyrir okkar ungu og efnilegu leikmenn.
„Við virðumst henta mjög vel í þennan skandinavíska bolta. Við erum með góða tæknikunnáttu sem þarf í þessum deildum en vantar oft líkamsstyrk. En við náum að búa okkur undir stærri og sterkari deildir í Skandinavíu. Það virðist henta okkur ungu leikmönnum mjög vel að byrja sinn atvinnumannaferil í þar,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.
Arnar hefur trú á því að íslenskum leikmönnum í sterkustu deildum heims, í Þýskalandi og Frakklandi, muni fjölga á næstu árum.
„Við vorum með mjög sterkt landslið þegar flestir okkar leikmanna voru að spila í þessum deildum en það skapaðist svolítið getubil á milli bestu íslensku leikmannanna og þeirra sem spiluðu á Íslandi. Þeir voru ekki nógu sterkir til að koma í þessar deildir. En núna er útlit fyrir að við verðum með marga leikmenn í þessum deildum á komandi árum. Mér finnst vera 10-15 leikmenn sem munu fara í þessar deildir á næstu 3-4 árum,“ sagði Arnar.
„Ef allt fer eins og á horfir verðum við með nokkra leikmenn nálægt heimsklassa eða í heimsklassa þannig að framtíðin er björt í íslenskum handbolta að mínu mati.“
Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.