Segir meðhöndlun ríkisjarða verri eftir flutning á milli ráðuneyta Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. júlí 2019 06:00 Guðni Ágústsson fv. landbúnaðarráðherra. Ernir Eyjólfsson. Guðni Ágústsson segir meðhöndlun bújarða í eigu ríkisins verri eftir að þær voru færðar úr landbúnaðarráðuneyti yfir í fjármálaráðuneytið árið 2007. „Það hefur tekið mörg ár að greina eignastefnu,“ segir Guðni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær vita Ríkiseignir ekki enn hvers virði jarðirnar eru eða hversu margar hafa gengið kaupum og sölum undanfarin ár. „Þetta var þannig að bóndi sagði upp leigu á jörð í eigu ríkisins um áramót og kom næsti leigjandi inn á vordögum. Þetta var skylda landbúnaðarráðuneytisins og gekk hratt fyrir sig,“ segir Guðni sem var landbúnaðarráðherra 1999 til 2007. „En þetta breyttist og hafa jarðir verið í eyði, að minnsta kosti um tíma.“ Ábúendur á ríkisjörðum, sem eru rúmlega 100 , hafa rétt til að kaupa eftir sjö ára leigu. Auk þess á ríkið um 200 jarðir í nytjum eða í eyði. „Ríkið þarf sumar jarðir að eiga af mörgum ástæðum, þær eru þess eðlis. En aðrar er sjálfsagður hlutur að selja,“ segir Guðni. Að sögn Guðna þarf ríkið einnig að vera á varðbergi gagnvart ásælni fjársterkra útlendinga í jarðir. Hingað til hafi það ekki snúist um ríkisjarðir en gæti gert það í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Haraldur Benediktsson, þingmaður, segir búskap á ríkisjörðum víða í stöðnun vegna óvissu um framtíðina. Hann vill sjá skipulagt átak í sölu bújarða ríkisins, sem eru um 15. júlí 2019 06:00 Tölur um verðmæti jarða liggja ekki fyrir hjá Ríkiseignum Heildarverðmæti jarða í eigu ríkisins er ekki skráð hjá Ríkiseignum segir Snævar Guðmundsson framkvæmdastjóri 16. júlí 2019 06:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Guðni Ágústsson segir meðhöndlun bújarða í eigu ríkisins verri eftir að þær voru færðar úr landbúnaðarráðuneyti yfir í fjármálaráðuneytið árið 2007. „Það hefur tekið mörg ár að greina eignastefnu,“ segir Guðni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær vita Ríkiseignir ekki enn hvers virði jarðirnar eru eða hversu margar hafa gengið kaupum og sölum undanfarin ár. „Þetta var þannig að bóndi sagði upp leigu á jörð í eigu ríkisins um áramót og kom næsti leigjandi inn á vordögum. Þetta var skylda landbúnaðarráðuneytisins og gekk hratt fyrir sig,“ segir Guðni sem var landbúnaðarráðherra 1999 til 2007. „En þetta breyttist og hafa jarðir verið í eyði, að minnsta kosti um tíma.“ Ábúendur á ríkisjörðum, sem eru rúmlega 100 , hafa rétt til að kaupa eftir sjö ára leigu. Auk þess á ríkið um 200 jarðir í nytjum eða í eyði. „Ríkið þarf sumar jarðir að eiga af mörgum ástæðum, þær eru þess eðlis. En aðrar er sjálfsagður hlutur að selja,“ segir Guðni. Að sögn Guðna þarf ríkið einnig að vera á varðbergi gagnvart ásælni fjársterkra útlendinga í jarðir. Hingað til hafi það ekki snúist um ríkisjarðir en gæti gert það í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Haraldur Benediktsson, þingmaður, segir búskap á ríkisjörðum víða í stöðnun vegna óvissu um framtíðina. Hann vill sjá skipulagt átak í sölu bújarða ríkisins, sem eru um 15. júlí 2019 06:00 Tölur um verðmæti jarða liggja ekki fyrir hjá Ríkiseignum Heildarverðmæti jarða í eigu ríkisins er ekki skráð hjá Ríkiseignum segir Snævar Guðmundsson framkvæmdastjóri 16. júlí 2019 06:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Haraldur Benediktsson, þingmaður, segir búskap á ríkisjörðum víða í stöðnun vegna óvissu um framtíðina. Hann vill sjá skipulagt átak í sölu bújarða ríkisins, sem eru um 15. júlí 2019 06:00
Tölur um verðmæti jarða liggja ekki fyrir hjá Ríkiseignum Heildarverðmæti jarða í eigu ríkisins er ekki skráð hjá Ríkiseignum segir Snævar Guðmundsson framkvæmdastjóri 16. júlí 2019 06:00