Standa vörð um Huawei-bann Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Mitt Romney þingmaður. Nordicphotos/AFP Nordicphotos/AFP Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. Þá myndi frumvarpið einnig koma í veg fyrir að viðskiptamálaráðuneytið fjarlægði Huawei af svokölluðum svörtum lista en bannað er að stunda viðskipti með bandaríska tækni, vörur eða þjónustu við fyrirtæki á listanum. Trump setti bannið á fyrr á árinu eftir langa umræðu og fjölda ásakana bandarískra þjóðaröryggisstofnana um að Huawei stundaði njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Því hefur fyrirtækið alla tíð neitað. Undanfarnar vikur hefur Trump ýjað að því að banninu yrði hugsanlega aflétt ef Kína og Bandaríkin samþykkja nýjan viðskiptasamning. „Við þurfum að standa saman gegn þeirri ógn sem steðjar að bandarísku þjóðaröryggi, hugverkum og tækni vegna Kína. Frumvarpið okkar mun meina bandarískum fyrirtækjum að stunda viðskipti við Huawei svo lengi sem fyrirtækið telst ógn við þjóðaröryggi,“ sagði Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney. Tim Cotton, samflokksmaður Romneys, sagði Huawei síður en svo hefðbundinn viðskiptafélaga. „Það er leppur fyrir kínverska Kommúnistaflokkinn. Frumvarpið okkar styður við ákvörðun forsetans um að setja Huawei á svarta listann. Bandarísk fyrirtæki ættu ekki að selja óvinum okkar verkfæri til þess að njósna um bandarískan almenning.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Tengdar fréttir Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Tæknirisinn Huawei fær að koma inn úr kuldanum Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun. 31. maí 2019 07:00 Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. Þá myndi frumvarpið einnig koma í veg fyrir að viðskiptamálaráðuneytið fjarlægði Huawei af svokölluðum svörtum lista en bannað er að stunda viðskipti með bandaríska tækni, vörur eða þjónustu við fyrirtæki á listanum. Trump setti bannið á fyrr á árinu eftir langa umræðu og fjölda ásakana bandarískra þjóðaröryggisstofnana um að Huawei stundaði njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Því hefur fyrirtækið alla tíð neitað. Undanfarnar vikur hefur Trump ýjað að því að banninu yrði hugsanlega aflétt ef Kína og Bandaríkin samþykkja nýjan viðskiptasamning. „Við þurfum að standa saman gegn þeirri ógn sem steðjar að bandarísku þjóðaröryggi, hugverkum og tækni vegna Kína. Frumvarpið okkar mun meina bandarískum fyrirtækjum að stunda viðskipti við Huawei svo lengi sem fyrirtækið telst ógn við þjóðaröryggi,“ sagði Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney. Tim Cotton, samflokksmaður Romneys, sagði Huawei síður en svo hefðbundinn viðskiptafélaga. „Það er leppur fyrir kínverska Kommúnistaflokkinn. Frumvarpið okkar styður við ákvörðun forsetans um að setja Huawei á svarta listann. Bandarísk fyrirtæki ættu ekki að selja óvinum okkar verkfæri til þess að njósna um bandarískan almenning.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Tengdar fréttir Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Tæknirisinn Huawei fær að koma inn úr kuldanum Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun. 31. maí 2019 07:00 Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15
Tæknirisinn Huawei fær að koma inn úr kuldanum Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun. 31. maí 2019 07:00
Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45