Graðfolinn glaði sem átti ekki að fæðast er núna sá hæst dæmdi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2019 21:18 Stóðhesturinn Leynir kannar hryssurnar á Garðshorni á Þelamörk í Hörgárdal. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eitt skærasta ungstirni íslenskra stóðhesta varð til fyrir slysni og fæddist án þess að eigendurnir hefðu hugmynd um að von væri á honum. Hann er sá hæst dæmdi meðal fjögurra vetra hesta í ár, kemur úr Hörgárdal en sjá mátti gæðinginn í fréttum Stöðvar 2. Leynir frá Garðshorni heitir þetta nýjasta ungstirni og hann gæti orðið áberandi nafn í íslenskum hrossaræktarbókum. Bærinn er á Þelamörk en þegar við komum heim á hlað til að heilsa upp á bændurna var Agnar Þór Magnússon í heyskap úti á túni meðan Birna Tryggvadóttir kenndi börnum á reiðnámskeiði.Reiðnámskeið fyrir börn stóð yfir í reiðhöllinni á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þau eru með eigin reiðhöll enda hrossarækt aðalbúgrein þeirra ásamt sauðfjárrækt. En svo sýnir Birna okkur ungan graðfola sem hún sleppir inn í stóðhestagirðinguna og þeim sem horfa á frétt Stöðvar 2 er bent á að taka eftir ákafanum þegar hann hleypur í átt að hryssunum um leið og hann hneggjar. „Þetta er nú svolítið skondin saga um þennan hest því að hann er sem sagt slysafang,“ segir Birna.Birna Tryggvadóttir, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Faðir Leynis hafði óvart sloppið inn í stóðhestahólf fimm árum áður. „Og hann stalst í hóp og við sprautuðum hryssuna. Sem sagt; folaldið átti ekki að verða til. En það var bara einhvern veginn þannig að það hefur einhver þarna uppi gripið inn í og hann varð bara til.“ Þau höfðu raunar ekki hugmynd um að mamman væri fylfull fyrr en folaldið var fætt út í túni. Þessvegna fékk það nafnið Leynir en þeim leist í fyrstu ekkert á þetta slysaskot.Leynir kominn á harðasprett í átt að hryssunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„En svo bara er þetta alger snillingur og hann bara svona óx og óx,“ segir Birna. „Þetta er allavega hæst dæmdi fjögurra vetra hesturinn í ár og einn af þeim hærri sem sýndir hafa verið,“ segir Agnar Þór. „Þetta er magnaður hestur og vonandi framtíðarstjarna,“ segir hann.Agnar Þór Magnússon, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Birna segir skemmtilegt geðslag stærsta kost Leynis. Hann sé alltaf kátur og glaður. „Og það er eiginlega dýrmætasti eiginleikinn. Því ef að það er ekki, þó svo að gangtegundirnar séu fyrir hendi, þá nýtast þær ekki. En hann er svo glaður og gangtegundirnar líka fyrir hendi þannig að þetta smellur allt alveg rosalega vel.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hestar Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Eitt skærasta ungstirni íslenskra stóðhesta varð til fyrir slysni og fæddist án þess að eigendurnir hefðu hugmynd um að von væri á honum. Hann er sá hæst dæmdi meðal fjögurra vetra hesta í ár, kemur úr Hörgárdal en sjá mátti gæðinginn í fréttum Stöðvar 2. Leynir frá Garðshorni heitir þetta nýjasta ungstirni og hann gæti orðið áberandi nafn í íslenskum hrossaræktarbókum. Bærinn er á Þelamörk en þegar við komum heim á hlað til að heilsa upp á bændurna var Agnar Þór Magnússon í heyskap úti á túni meðan Birna Tryggvadóttir kenndi börnum á reiðnámskeiði.Reiðnámskeið fyrir börn stóð yfir í reiðhöllinni á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þau eru með eigin reiðhöll enda hrossarækt aðalbúgrein þeirra ásamt sauðfjárrækt. En svo sýnir Birna okkur ungan graðfola sem hún sleppir inn í stóðhestagirðinguna og þeim sem horfa á frétt Stöðvar 2 er bent á að taka eftir ákafanum þegar hann hleypur í átt að hryssunum um leið og hann hneggjar. „Þetta er nú svolítið skondin saga um þennan hest því að hann er sem sagt slysafang,“ segir Birna.Birna Tryggvadóttir, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Faðir Leynis hafði óvart sloppið inn í stóðhestahólf fimm árum áður. „Og hann stalst í hóp og við sprautuðum hryssuna. Sem sagt; folaldið átti ekki að verða til. En það var bara einhvern veginn þannig að það hefur einhver þarna uppi gripið inn í og hann varð bara til.“ Þau höfðu raunar ekki hugmynd um að mamman væri fylfull fyrr en folaldið var fætt út í túni. Þessvegna fékk það nafnið Leynir en þeim leist í fyrstu ekkert á þetta slysaskot.Leynir kominn á harðasprett í átt að hryssunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„En svo bara er þetta alger snillingur og hann bara svona óx og óx,“ segir Birna. „Þetta er allavega hæst dæmdi fjögurra vetra hesturinn í ár og einn af þeim hærri sem sýndir hafa verið,“ segir Agnar Þór. „Þetta er magnaður hestur og vonandi framtíðarstjarna,“ segir hann.Agnar Þór Magnússon, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Birna segir skemmtilegt geðslag stærsta kost Leynis. Hann sé alltaf kátur og glaður. „Og það er eiginlega dýrmætasti eiginleikinn. Því ef að það er ekki, þó svo að gangtegundirnar séu fyrir hendi, þá nýtast þær ekki. En hann er svo glaður og gangtegundirnar líka fyrir hendi þannig að þetta smellur allt alveg rosalega vel.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hestar Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent