Mesta áfallið í sögu brasilíska fótboltans varð á þessum degi fyrir 69 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 22:30 Alcides Ghiggia þaggar niður í tvö hundruð þúsund Brössum þegar hann tryggir Úrúgvæ sigur á Brasilíu á Maracana leikvanginum. Getty/Popperfoto 16. júlí 1950 var svo slæmur dagur fyrir brasilíska fótboltann að hann fékk sitt eigið nafn. Það nafn er Maracanazo. Liðið sem átti að færa Brössum fyrsta heimsmeistaratitilinn féll á prófinu og brasilíska þjóðin fór næstum því á taugum. Í stað þess að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn á þessum degi árið 1950 töpuðu Brasilíumenn mjög óvænt fyrir Úrúgvæ í úrslitaleiknum. Þetta var reyndar ekki formlegur úrslitaleikur því heimsmeistaratitilinn vannst þarna í fjögurra liða úrslitariðli. Brasilíumönnum nægði jafntefli í síðasta leiknum og komust í 1-0. Úrúgvæ náði að jafna metin í 1-1 og skoraði síðan sigurmarkið í lokin.#OnThisDay in the #Brazil1950#Uruguay beat the hosts 2-1 in the final game thanks to this goal from Alcides Ghiggia, the legendary #Maracanazo! Is this the greatest schock in #WorldCup history? Which other big schocks do you remember?pic.twitter.com/KgqGYrJ1Ms — FIFA WorldCup Trivia (@Trivia_WorldCup) July 16, 2019Alcides Ghiggia skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok og tryggði Úrúgvæ heimsmeistaratitilinn. Hann var enn fremur síðasti eftirlifandi leikmaðurinn úr þessum leik. Alcides Ghiggia lést fyrir nákvæmlega fjórum árum eða á sama mánaðardegi og hann skoraði sigurmarkið. Brasilíumenn troðfylltu Maracana leikvanginn í Ríó de Janeiro en talið að um tvö hundruð þúsund manns hafi mætt á leikinn. Brasilíumenn unnu tvo fyrstu leiki úrslitariðilsins á móti Spáni og Svíþjóð með markatölunni 13-2 og allir sem mættu á völlinn voru komnir til að upplifa mikla sigurveislu og sögulega stund. Þegar var flautað var til leiksloka var nánast þögn á vellinum þrátt fyrir að þar væru tvö hundruð þúsund manns. Aðeins heyrðust siguróp leikmanna Úrúgvæ. Það var búið að búa til verðlaunapeningana og semja nýtt sigurlag. Peningarnir sáust aldrei aftur og lagið var aldrei spilað. Sumir fjölmiðlar í Brasilíu neituðu hreinlega að sætta sig við að leikurinn hefði tapast og einhverjir áhorfendur eru sagðir hafa framið sjálfsmorð með því að hoppa fram af leikvanginum. Fjórir lykilmenn brasilíska landsliðsins, Augusto, Juvenal, Bigode og Chico spiluðu aldrei fyrir Brasilíu aftur og flestir leikmenn liðsins fóru í felur eftir leikinn. Brasilía vann fyrsta heimsmeistaratitilinn sinn átta árum síðar en þá var komið fram sautján ára undrabarn að nafni Pele. Brasilía vann líka heimsmeistaramótin 1962, 1970, 1994 og 2002."A #WorldCup game is more than a football match, it's part of the identity of our society" #OnThisDay, @Uruguay won the 1950 World Cup in Brazil - a game forever known as 'the Maracanazo' Get a history lesson from @DiegoLugano, who discusses his favourite World Cup pic.twitter.com/nyXSaDUVLy — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 16, 2019 Brasilía Einu sinni var... HM 2018 í Rússlandi HM 2022 í Katar Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjá meira
16. júlí 1950 var svo slæmur dagur fyrir brasilíska fótboltann að hann fékk sitt eigið nafn. Það nafn er Maracanazo. Liðið sem átti að færa Brössum fyrsta heimsmeistaratitilinn féll á prófinu og brasilíska þjóðin fór næstum því á taugum. Í stað þess að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn á þessum degi árið 1950 töpuðu Brasilíumenn mjög óvænt fyrir Úrúgvæ í úrslitaleiknum. Þetta var reyndar ekki formlegur úrslitaleikur því heimsmeistaratitilinn vannst þarna í fjögurra liða úrslitariðli. Brasilíumönnum nægði jafntefli í síðasta leiknum og komust í 1-0. Úrúgvæ náði að jafna metin í 1-1 og skoraði síðan sigurmarkið í lokin.#OnThisDay in the #Brazil1950#Uruguay beat the hosts 2-1 in the final game thanks to this goal from Alcides Ghiggia, the legendary #Maracanazo! Is this the greatest schock in #WorldCup history? Which other big schocks do you remember?pic.twitter.com/KgqGYrJ1Ms — FIFA WorldCup Trivia (@Trivia_WorldCup) July 16, 2019Alcides Ghiggia skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok og tryggði Úrúgvæ heimsmeistaratitilinn. Hann var enn fremur síðasti eftirlifandi leikmaðurinn úr þessum leik. Alcides Ghiggia lést fyrir nákvæmlega fjórum árum eða á sama mánaðardegi og hann skoraði sigurmarkið. Brasilíumenn troðfylltu Maracana leikvanginn í Ríó de Janeiro en talið að um tvö hundruð þúsund manns hafi mætt á leikinn. Brasilíumenn unnu tvo fyrstu leiki úrslitariðilsins á móti Spáni og Svíþjóð með markatölunni 13-2 og allir sem mættu á völlinn voru komnir til að upplifa mikla sigurveislu og sögulega stund. Þegar var flautað var til leiksloka var nánast þögn á vellinum þrátt fyrir að þar væru tvö hundruð þúsund manns. Aðeins heyrðust siguróp leikmanna Úrúgvæ. Það var búið að búa til verðlaunapeningana og semja nýtt sigurlag. Peningarnir sáust aldrei aftur og lagið var aldrei spilað. Sumir fjölmiðlar í Brasilíu neituðu hreinlega að sætta sig við að leikurinn hefði tapast og einhverjir áhorfendur eru sagðir hafa framið sjálfsmorð með því að hoppa fram af leikvanginum. Fjórir lykilmenn brasilíska landsliðsins, Augusto, Juvenal, Bigode og Chico spiluðu aldrei fyrir Brasilíu aftur og flestir leikmenn liðsins fóru í felur eftir leikinn. Brasilía vann fyrsta heimsmeistaratitilinn sinn átta árum síðar en þá var komið fram sautján ára undrabarn að nafni Pele. Brasilía vann líka heimsmeistaramótin 1962, 1970, 1994 og 2002."A #WorldCup game is more than a football match, it's part of the identity of our society" #OnThisDay, @Uruguay won the 1950 World Cup in Brazil - a game forever known as 'the Maracanazo' Get a history lesson from @DiegoLugano, who discusses his favourite World Cup pic.twitter.com/nyXSaDUVLy — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 16, 2019
Brasilía Einu sinni var... HM 2018 í Rússlandi HM 2022 í Katar Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjá meira