Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 06:07 Rodrigo Duterte skar upp herör gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Vísir/afp Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. Ástæðan er tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þess efnis að rannsaka baráttu Duterte gegn fíkniefnaneyslu á Filippseyjum, sem samþykkt var með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6 til 20 þúsund manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem fíkniefnastríðið hefur staðið yfir. Salvador Panelo, talsmaður filippeysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um það hvernig „Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörunarrétt okkar um að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna,“ eins og talsmaðurinn orðaði það Hann bætti við að Duterte væri af þessum sökum „alvarlega að íhuga að slíta stjórnmálasambandinu við Ísland.“ Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráðinu hafi verið „fáránlega einhliða og einkennist af svívirðilegri þröngsýni, illgirni og hlutdrægni,“ eins og haft er eftir Panelo á vef Al Jazeera.Sjá einnig: Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Ljóst er að Duterte er ekki einn þeirra skoðunar að rétt sé að Filippseyingar skeri á tengslin við Ísland. Þingkonan Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hefur viðrað sömu hugmynd. Þá hefur utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin, sagst sama sinnis og mælt fyrir því að Filippseyjar segi sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Varaforseti landsins, Leni Robredo, hefur hins vegar tekið fálega í hugmyndina. Að slíta stjórnmálasambandinu við Íslandi muni ekki aðeins bitna á orðspori Filippseyja á alþjóðavettvangi heldur jafnframt torvelda ferðalög Filippseyinga til og frá Íslandi. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands búa um 1900 Filippseyingar hér á landi og eru margir þeirra uggandi yfir þróuninni í samskiptum ríkjanna. Þrátt fyrir fjölda Filippseyinga er ríkið ekki með sendiráð á Íslandi, að sama skapi er ekkert íslenskt sendiráð á Filippseyjum. Sendiherra Íslands í Tókíó sér um samskiptin við stjórnvöld í Manila. Filippseyjar eru með kjörræðismann í Reykjavík en að öðru leyti sér sendiráð Filippseyja í Noregi um að aðstoða Filippseyinga á Íslandi. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. Ástæðan er tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þess efnis að rannsaka baráttu Duterte gegn fíkniefnaneyslu á Filippseyjum, sem samþykkt var með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6 til 20 þúsund manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem fíkniefnastríðið hefur staðið yfir. Salvador Panelo, talsmaður filippeysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um það hvernig „Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörunarrétt okkar um að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna,“ eins og talsmaðurinn orðaði það Hann bætti við að Duterte væri af þessum sökum „alvarlega að íhuga að slíta stjórnmálasambandinu við Ísland.“ Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráðinu hafi verið „fáránlega einhliða og einkennist af svívirðilegri þröngsýni, illgirni og hlutdrægni,“ eins og haft er eftir Panelo á vef Al Jazeera.Sjá einnig: Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Ljóst er að Duterte er ekki einn þeirra skoðunar að rétt sé að Filippseyingar skeri á tengslin við Ísland. Þingkonan Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hefur viðrað sömu hugmynd. Þá hefur utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin, sagst sama sinnis og mælt fyrir því að Filippseyjar segi sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Varaforseti landsins, Leni Robredo, hefur hins vegar tekið fálega í hugmyndina. Að slíta stjórnmálasambandinu við Íslandi muni ekki aðeins bitna á orðspori Filippseyja á alþjóðavettvangi heldur jafnframt torvelda ferðalög Filippseyinga til og frá Íslandi. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands búa um 1900 Filippseyingar hér á landi og eru margir þeirra uggandi yfir þróuninni í samskiptum ríkjanna. Þrátt fyrir fjölda Filippseyinga er ríkið ekki með sendiráð á Íslandi, að sama skapi er ekkert íslenskt sendiráð á Filippseyjum. Sendiherra Íslands í Tókíó sér um samskiptin við stjórnvöld í Manila. Filippseyjar eru með kjörræðismann í Reykjavík en að öðru leyti sér sendiráð Filippseyja í Noregi um að aðstoða Filippseyinga á Íslandi.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00