Svínabú angrar kúabónda Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. júlí 2019 07:30 Framkvæmdaaðili búsins segir lyktmengun fylgja því að búa í sveitinni. FBL/GVA „Við gerðum athugasemd við deiliskipulagið. Þeim athugasemdum var svo hafnað af sveitarfélaginu og þetta var eini sénsinn hjá okkur til að halda áfram með málið,“ segir Guðjón Þórir Sigfússon, kúabóndi og eigandi Grundar I í Eyjafjarðarsveit. Guðjón, ásamt ábúendum og eigendum á Grund I og Finnastöðum, lögðu fram kæru á ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um samþykkt deiliskipulags svínabús sem áætlað er að hefji störf á bænum Torfum. Einnig var lögð fram kæra á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir vegna búsins skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. „Þetta mun skapa bæði lyktarmengun og ónæði, þessu er þannig farið. Mér finnst þetta bara ekki eiga heima akkúrat þarna, innan um svona þétta byggð eins og þarna er. Þetta er mjög nálægt, rétt um hundrað metra frá jarðarmörkum okkar,“ segir Guðjón. Samkvæmt reglum um eldishús svína er lágmarksfjarlægð frá byggingu svínabús að mannabústöðum 600 metrar. „Það eru á milli 900 og 1.000 metrar í þessa aðila sem eru að kæra þetta, “ segir Ingvi Stefánsson, bóndi og framkvæmdaaðili svínabúsins. „Það eru auðvitað vonbrigði þegar svona aðstæður koma upp. Ég væri að sjálfsögðu aldrei að fara út í þetta verkefni ef ég teldi það hafa neikvæð áhrif á svæðið þarna í kring,“ bætir Ingvi við. Hann segir að öllum búskap fylgi lyktarmengun af einhverju tagi og svínabú séu þar engin undantekning. „Það fylgir þessu alltaf lyktarmengun það er bara þannig þegar þú býrð í sveitinni. Ég á voðalega erfitt með að segja til um hvort svínalykt sé betri eða verri en eitthvað annað.“ Miklar framkvæmdir fylgja tilkomu svínabúsins en byggja þarf tvö hús undir svínin sjálf, eitt gesta- og starfsmannahús ásamt tveimur haugtönkum. „Þetta snýst líka um framtíðina því þetta eru töluverð inngrip í umhverfið og hefur áhrif á næstu bæi og jarðir. Bæði á búskap og þetta þrengir að notkunarmöguleikum,“ segir Guðjón. Ingvi segir ástæðu þess hversu stór húsin eru vera nýjar reglur varðandi velferð dýra. „Þær þýða meira rými fyrir hvert dýr og þar af leiðandi verður húsakosturinn stærri. Ég er að fara dálítið umfram það því hugmyndafræðin á bak við þetta var að ganga mjög langt í allri dýravelferð,“ segir hann. „Einnig er lítil svínakjötsframleiðsla á Norðurlandi miðað við eftirspurn. Með því að framleiða kjötið hér þarf að flytja kjötið styttri leið og þar með minnkar kolefnissporið,“ útskýrir Ingvi. Birtist í Fréttablaðinu Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
„Við gerðum athugasemd við deiliskipulagið. Þeim athugasemdum var svo hafnað af sveitarfélaginu og þetta var eini sénsinn hjá okkur til að halda áfram með málið,“ segir Guðjón Þórir Sigfússon, kúabóndi og eigandi Grundar I í Eyjafjarðarsveit. Guðjón, ásamt ábúendum og eigendum á Grund I og Finnastöðum, lögðu fram kæru á ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um samþykkt deiliskipulags svínabús sem áætlað er að hefji störf á bænum Torfum. Einnig var lögð fram kæra á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir vegna búsins skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. „Þetta mun skapa bæði lyktarmengun og ónæði, þessu er þannig farið. Mér finnst þetta bara ekki eiga heima akkúrat þarna, innan um svona þétta byggð eins og þarna er. Þetta er mjög nálægt, rétt um hundrað metra frá jarðarmörkum okkar,“ segir Guðjón. Samkvæmt reglum um eldishús svína er lágmarksfjarlægð frá byggingu svínabús að mannabústöðum 600 metrar. „Það eru á milli 900 og 1.000 metrar í þessa aðila sem eru að kæra þetta, “ segir Ingvi Stefánsson, bóndi og framkvæmdaaðili svínabúsins. „Það eru auðvitað vonbrigði þegar svona aðstæður koma upp. Ég væri að sjálfsögðu aldrei að fara út í þetta verkefni ef ég teldi það hafa neikvæð áhrif á svæðið þarna í kring,“ bætir Ingvi við. Hann segir að öllum búskap fylgi lyktarmengun af einhverju tagi og svínabú séu þar engin undantekning. „Það fylgir þessu alltaf lyktarmengun það er bara þannig þegar þú býrð í sveitinni. Ég á voðalega erfitt með að segja til um hvort svínalykt sé betri eða verri en eitthvað annað.“ Miklar framkvæmdir fylgja tilkomu svínabúsins en byggja þarf tvö hús undir svínin sjálf, eitt gesta- og starfsmannahús ásamt tveimur haugtönkum. „Þetta snýst líka um framtíðina því þetta eru töluverð inngrip í umhverfið og hefur áhrif á næstu bæi og jarðir. Bæði á búskap og þetta þrengir að notkunarmöguleikum,“ segir Guðjón. Ingvi segir ástæðu þess hversu stór húsin eru vera nýjar reglur varðandi velferð dýra. „Þær þýða meira rými fyrir hvert dýr og þar af leiðandi verður húsakosturinn stærri. Ég er að fara dálítið umfram það því hugmyndafræðin á bak við þetta var að ganga mjög langt í allri dýravelferð,“ segir hann. „Einnig er lítil svínakjötsframleiðsla á Norðurlandi miðað við eftirspurn. Með því að framleiða kjötið hér þarf að flytja kjötið styttri leið og þar með minnkar kolefnissporið,“ útskýrir Ingvi.
Birtist í Fréttablaðinu Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels