Borgarfulltrúar fengu frímiða til að sinna eftirlitsskyldu Sylvía Hall skrifar 15. júlí 2019 22:26 Secret Solstice fór fram í Laugardalnum í síðasta mánuði. Alec Donnell Luna Öllum kjörnum fulltrúum Reykjavíkurborgar bauðst að fá aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice samkvæmt samningi. Var það gert til þess að borgarfulltrúar gætu uppfyllt eftirlitsskyldu sína að því er segir í fréttatilkynningu frá forsvarmanni hátíðarinnar. Aðgöngumiðar borgarfulltrúanna hafa verið til umræðu eftir frétt á vef Hringbrautar þar sem fram kom að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafi fengið miða að gjöf fyrir allt að 450 þúsund krónur og skráði þá ekki í hagsmunaskráningu. Þá staðfestu bæði Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingar, og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, að þeir hefðu einnig fengið frímiða en sá síðarnefndi skráði miðann í sérstakt skjal þar sem hann heldur utan um gjafir sem hann fær á meðan hann sinnir opinberum störfum. Í fréttatilkynningunni segir að forsvarsmenn Secret Solstice harmi „villandi fréttaflutning“ í tengslum við aðgöngumiða borgarstjóra. Forsvarsmenn hátíðarinnar vildu veita honum aðgang að öllum svæðum hátíðarinnar og því hafi hann fengið svokallaðan „Artist Gold“ passa sem voru ekki til almennrar sölu. Samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum var sá miði lagður að jöfnu í verði við hinn svokallaða „Óðinsmiða“. Handhafar slíkra miða fengu frían mat og drykk á meðan hátíðinni stóð sem og aðgang að VIP svæðum. Þeir segja samanburðinn fjarstæðukenndan. „Allt kom þetta afar skýrt fram í samtali forsvarsmanns hátíðarinnar við blaðamann Hringbrautar sem kaus að túlka miðana með þessum hætti. Forsvarsmenn Secret Solstice harma slíkan fréttaflutning sem á engan hátt mun geta skyggt á ótrúlega vel heppnaða hátíð við sumarsólstöður í Laugardalnum.“ Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22 Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Öllum kjörnum fulltrúum Reykjavíkurborgar bauðst að fá aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice samkvæmt samningi. Var það gert til þess að borgarfulltrúar gætu uppfyllt eftirlitsskyldu sína að því er segir í fréttatilkynningu frá forsvarmanni hátíðarinnar. Aðgöngumiðar borgarfulltrúanna hafa verið til umræðu eftir frétt á vef Hringbrautar þar sem fram kom að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafi fengið miða að gjöf fyrir allt að 450 þúsund krónur og skráði þá ekki í hagsmunaskráningu. Þá staðfestu bæði Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingar, og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, að þeir hefðu einnig fengið frímiða en sá síðarnefndi skráði miðann í sérstakt skjal þar sem hann heldur utan um gjafir sem hann fær á meðan hann sinnir opinberum störfum. Í fréttatilkynningunni segir að forsvarsmenn Secret Solstice harmi „villandi fréttaflutning“ í tengslum við aðgöngumiða borgarstjóra. Forsvarsmenn hátíðarinnar vildu veita honum aðgang að öllum svæðum hátíðarinnar og því hafi hann fengið svokallaðan „Artist Gold“ passa sem voru ekki til almennrar sölu. Samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum var sá miði lagður að jöfnu í verði við hinn svokallaða „Óðinsmiða“. Handhafar slíkra miða fengu frían mat og drykk á meðan hátíðinni stóð sem og aðgang að VIP svæðum. Þeir segja samanburðinn fjarstæðukenndan. „Allt kom þetta afar skýrt fram í samtali forsvarsmanns hátíðarinnar við blaðamann Hringbrautar sem kaus að túlka miðana með þessum hætti. Forsvarsmenn Secret Solstice harma slíkan fréttaflutning sem á engan hátt mun geta skyggt á ótrúlega vel heppnaða hátíð við sumarsólstöður í Laugardalnum.“
Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22 Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22
Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56