Keppendum fækkar með hverri grein á heimsleikunum í CrossFit í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2019 12:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðir unnið heimsleikana tvisvar sinnum. Mynd/Instagram/thedavecastro Stór breyting verður á keppnisfyrirkomulagi heimsleikanna í CrossFit í ár en þar munu að venju besta CrossFit-fólk heims keppa um hver sé þau hraustustu í heimi. Nú hefur keppninni verið breytt í hálfgerða útsláttarkeppni. Heimsleikarnir í ár fara fram frá fimmtudeginum 1. ágúst til sunnudagsins 4. ágúst. Keppendur verða þó á svæðinu frá 28. júlí. Þessi dramatíska breyting á fyrirkomulagi keppninnar þýðir að aðeins tíu keppendur verða eftir þegar kemur að síðustu greininni á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast um næstu mánaðamót. Stór hluti keppenda fá aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Ísland mun eiga sex keppendur á leikunum, Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki en í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Daninn Frederik Ægidius keppir líka hjá körlunum en hann er með mjög sterka Íslandstengingu eins og flestir vita. Alls hafa 148 karlar og 134 konur tryggt sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár en þetta eru mun fleiri keppendur en undanfarin ár. Í fyrra voru 40 konur og 40 karlar sem komust á heimsleikana.The field of individuals begins with 148 men and 134 women. After the first event, the field cuts to 75 athletes and progressively narrows over the course of events to 50, 40, 30, 20, and then to the final 10 athletes. — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019Þessi mikla fjölgun keppenda kallaði á breytingar. Það verða því mikil forföll strax í fyrstu grein. Eftir hana munu „aðeins“ 75 karlar og 75 konur komast áfram í næstu grein. Það verður síðan mjög spennandi að sjá hvernig þessi fyrsta grein lítur út en hún verður örugglega engin venjuleg grein. Hún hlýtur að reyna á marga styrkleika/veikleika hjá íþróttafólkinu enda væri mjög ósanngjarnt að detta út eftir mjög sérhæfða fyrstu grein. Keppendum heldur síðan áfram að fækka með hverri grein eða niður í 50, svo 40, svo 30, svo 20 og loks verða aðeins tíu keppendur eftir þegar úrslitin ráðast í lokagreininni.The CrossFit Games begin in 21 days. https://t.co/5cZMx9f0U3 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019 CrossFit Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur Sjá meira
Stór breyting verður á keppnisfyrirkomulagi heimsleikanna í CrossFit í ár en þar munu að venju besta CrossFit-fólk heims keppa um hver sé þau hraustustu í heimi. Nú hefur keppninni verið breytt í hálfgerða útsláttarkeppni. Heimsleikarnir í ár fara fram frá fimmtudeginum 1. ágúst til sunnudagsins 4. ágúst. Keppendur verða þó á svæðinu frá 28. júlí. Þessi dramatíska breyting á fyrirkomulagi keppninnar þýðir að aðeins tíu keppendur verða eftir þegar kemur að síðustu greininni á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast um næstu mánaðamót. Stór hluti keppenda fá aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Ísland mun eiga sex keppendur á leikunum, Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki en í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Daninn Frederik Ægidius keppir líka hjá körlunum en hann er með mjög sterka Íslandstengingu eins og flestir vita. Alls hafa 148 karlar og 134 konur tryggt sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár en þetta eru mun fleiri keppendur en undanfarin ár. Í fyrra voru 40 konur og 40 karlar sem komust á heimsleikana.The field of individuals begins with 148 men and 134 women. After the first event, the field cuts to 75 athletes and progressively narrows over the course of events to 50, 40, 30, 20, and then to the final 10 athletes. — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019Þessi mikla fjölgun keppenda kallaði á breytingar. Það verða því mikil forföll strax í fyrstu grein. Eftir hana munu „aðeins“ 75 karlar og 75 konur komast áfram í næstu grein. Það verður síðan mjög spennandi að sjá hvernig þessi fyrsta grein lítur út en hún verður örugglega engin venjuleg grein. Hún hlýtur að reyna á marga styrkleika/veikleika hjá íþróttafólkinu enda væri mjög ósanngjarnt að detta út eftir mjög sérhæfða fyrstu grein. Keppendum heldur síðan áfram að fækka með hverri grein eða niður í 50, svo 40, svo 30, svo 20 og loks verða aðeins tíu keppendur eftir þegar úrslitin ráðast í lokagreininni.The CrossFit Games begin in 21 days. https://t.co/5cZMx9f0U3 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019
CrossFit Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur Sjá meira