Keppendum fækkar með hverri grein á heimsleikunum í CrossFit í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2019 12:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðir unnið heimsleikana tvisvar sinnum. Mynd/Instagram/thedavecastro Stór breyting verður á keppnisfyrirkomulagi heimsleikanna í CrossFit í ár en þar munu að venju besta CrossFit-fólk heims keppa um hver sé þau hraustustu í heimi. Nú hefur keppninni verið breytt í hálfgerða útsláttarkeppni. Heimsleikarnir í ár fara fram frá fimmtudeginum 1. ágúst til sunnudagsins 4. ágúst. Keppendur verða þó á svæðinu frá 28. júlí. Þessi dramatíska breyting á fyrirkomulagi keppninnar þýðir að aðeins tíu keppendur verða eftir þegar kemur að síðustu greininni á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast um næstu mánaðamót. Stór hluti keppenda fá aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Ísland mun eiga sex keppendur á leikunum, Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki en í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Daninn Frederik Ægidius keppir líka hjá körlunum en hann er með mjög sterka Íslandstengingu eins og flestir vita. Alls hafa 148 karlar og 134 konur tryggt sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár en þetta eru mun fleiri keppendur en undanfarin ár. Í fyrra voru 40 konur og 40 karlar sem komust á heimsleikana.The field of individuals begins with 148 men and 134 women. After the first event, the field cuts to 75 athletes and progressively narrows over the course of events to 50, 40, 30, 20, and then to the final 10 athletes. — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019Þessi mikla fjölgun keppenda kallaði á breytingar. Það verða því mikil forföll strax í fyrstu grein. Eftir hana munu „aðeins“ 75 karlar og 75 konur komast áfram í næstu grein. Það verður síðan mjög spennandi að sjá hvernig þessi fyrsta grein lítur út en hún verður örugglega engin venjuleg grein. Hún hlýtur að reyna á marga styrkleika/veikleika hjá íþróttafólkinu enda væri mjög ósanngjarnt að detta út eftir mjög sérhæfða fyrstu grein. Keppendum heldur síðan áfram að fækka með hverri grein eða niður í 50, svo 40, svo 30, svo 20 og loks verða aðeins tíu keppendur eftir þegar úrslitin ráðast í lokagreininni.The CrossFit Games begin in 21 days. https://t.co/5cZMx9f0U3 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019 CrossFit Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Stór breyting verður á keppnisfyrirkomulagi heimsleikanna í CrossFit í ár en þar munu að venju besta CrossFit-fólk heims keppa um hver sé þau hraustustu í heimi. Nú hefur keppninni verið breytt í hálfgerða útsláttarkeppni. Heimsleikarnir í ár fara fram frá fimmtudeginum 1. ágúst til sunnudagsins 4. ágúst. Keppendur verða þó á svæðinu frá 28. júlí. Þessi dramatíska breyting á fyrirkomulagi keppninnar þýðir að aðeins tíu keppendur verða eftir þegar kemur að síðustu greininni á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast um næstu mánaðamót. Stór hluti keppenda fá aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Ísland mun eiga sex keppendur á leikunum, Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki en í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Daninn Frederik Ægidius keppir líka hjá körlunum en hann er með mjög sterka Íslandstengingu eins og flestir vita. Alls hafa 148 karlar og 134 konur tryggt sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár en þetta eru mun fleiri keppendur en undanfarin ár. Í fyrra voru 40 konur og 40 karlar sem komust á heimsleikana.The field of individuals begins with 148 men and 134 women. After the first event, the field cuts to 75 athletes and progressively narrows over the course of events to 50, 40, 30, 20, and then to the final 10 athletes. — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019Þessi mikla fjölgun keppenda kallaði á breytingar. Það verða því mikil forföll strax í fyrstu grein. Eftir hana munu „aðeins“ 75 karlar og 75 konur komast áfram í næstu grein. Það verður síðan mjög spennandi að sjá hvernig þessi fyrsta grein lítur út en hún verður örugglega engin venjuleg grein. Hún hlýtur að reyna á marga styrkleika/veikleika hjá íþróttafólkinu enda væri mjög ósanngjarnt að detta út eftir mjög sérhæfða fyrstu grein. Keppendum heldur síðan áfram að fækka með hverri grein eða niður í 50, svo 40, svo 30, svo 20 og loks verða aðeins tíu keppendur eftir þegar úrslitin ráðast í lokagreininni.The CrossFit Games begin in 21 days. https://t.co/5cZMx9f0U3 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019
CrossFit Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira