Hinn almenni notandi þarf ekki að hafa áhyggjur af raforkuskorti Gígja Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2019 14:50 Líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Landsnet telur líkur vera á raforkuskorti innan þriggja ára og að sá skortur komi til með að aukast. Rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti segir hinn almenna notanda hins vegar ekki þurfa að hafa áhyggjur af því.Greint var frá því fyrr í vikunni að í skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi komi fram að líkur séu á því að aflskortur fari yfir viðmiðunarmörk árið 2022 og að það sé miðað við áætlaða notkun og núverandi virkjanaáform. Þar kemur einnig fram að við útreikningana var ekki horft til nýrrar stórnotkunar nema þar sem allir samningar um orku og tengingu við rafflutningskerfið eru klárir.Á vef RÚV kemur fram að líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Þá kemur fram að auka þurfi raforkuframleiðslu eða minnka álag. Árni Baldur Möller, rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti sem jafnframt er fulltrúi raforkuhóps Orkustofnunar sem sér um gerð raforkuspár, segir í samtali við Vísi, gagnaver vera annars eðlis en þeir stórnotendur sem raforkusalar á Íslandi hafa vanist. „Notendur koma inn með meiri hraða og hefja starfsemi á mun knappari tíma en við höfum verið að sjá. Úr því að þetta kemur á svona skömmum tíma þá hafa þau verið að ganga á þá orku sem er til í kerfinu,“ segir Árni. Þar af leiðandi hafi líkur á aflskortur aukist frá því að síðasta skýrsla um afl- og orkujöfnuð kom út. Þá segir hann litlar líkur vera á aflskortur fram til ársins 2021 en líkurnar aukist árið 2022 miðað við þau viðmiðunarmörk sem Landsnet setur sér. Árið 2023 muni aflskortur aukast enn frekar. Árni bendir á að líkur séu á að árið 2022 verði aflskortur 1/10.000 úr ári, sem eru um 52 mínútur. Slíkur skortur yrði líklega bara á einhverjum tímapunkti yfir köldustu mánuði ársins og leggist bara á starfsemi sem er á „skerðanlegum flutningi“, þá nefnir hann loðnubræðslur og aðra starfsemi sem fær flutning raforkunnar ódýrara en aðrir, sem dæmi. Hinn almenni notandi þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíkri skerðingu. „Við erum bara að benda á að svona tilfelli þar sem þarf að skerða geti farið yfir mörk en ekkert sem heitir rafmagnsleysi hjá hinum almenna borgara,“ Árni. Orkumál Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Landsnet telur líkur vera á raforkuskorti innan þriggja ára og að sá skortur komi til með að aukast. Rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti segir hinn almenna notanda hins vegar ekki þurfa að hafa áhyggjur af því.Greint var frá því fyrr í vikunni að í skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi komi fram að líkur séu á því að aflskortur fari yfir viðmiðunarmörk árið 2022 og að það sé miðað við áætlaða notkun og núverandi virkjanaáform. Þar kemur einnig fram að við útreikningana var ekki horft til nýrrar stórnotkunar nema þar sem allir samningar um orku og tengingu við rafflutningskerfið eru klárir.Á vef RÚV kemur fram að líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Þá kemur fram að auka þurfi raforkuframleiðslu eða minnka álag. Árni Baldur Möller, rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti sem jafnframt er fulltrúi raforkuhóps Orkustofnunar sem sér um gerð raforkuspár, segir í samtali við Vísi, gagnaver vera annars eðlis en þeir stórnotendur sem raforkusalar á Íslandi hafa vanist. „Notendur koma inn með meiri hraða og hefja starfsemi á mun knappari tíma en við höfum verið að sjá. Úr því að þetta kemur á svona skömmum tíma þá hafa þau verið að ganga á þá orku sem er til í kerfinu,“ segir Árni. Þar af leiðandi hafi líkur á aflskortur aukist frá því að síðasta skýrsla um afl- og orkujöfnuð kom út. Þá segir hann litlar líkur vera á aflskortur fram til ársins 2021 en líkurnar aukist árið 2022 miðað við þau viðmiðunarmörk sem Landsnet setur sér. Árið 2023 muni aflskortur aukast enn frekar. Árni bendir á að líkur séu á að árið 2022 verði aflskortur 1/10.000 úr ári, sem eru um 52 mínútur. Slíkur skortur yrði líklega bara á einhverjum tímapunkti yfir köldustu mánuði ársins og leggist bara á starfsemi sem er á „skerðanlegum flutningi“, þá nefnir hann loðnubræðslur og aðra starfsemi sem fær flutning raforkunnar ódýrara en aðrir, sem dæmi. Hinn almenni notandi þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíkri skerðingu. „Við erum bara að benda á að svona tilfelli þar sem þarf að skerða geti farið yfir mörk en ekkert sem heitir rafmagnsleysi hjá hinum almenna borgara,“ Árni.
Orkumál Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00
Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30