Efast um tölurnar í dómnum Ari Brynjólfsson skrifar 13. júlí 2019 07:00 Málið kom upp vorið 2018. Lögreglan lagði hald á gögn í október og dómur féll síðan í júní. Fréttablaðið/Pjetur „Ég er ekki sáttur við meðferð Ísafjarðarbæjar á málinu. Mér finnst eins og þar séu menn að slá sig til riddara á kostnað þeirra sem geta ekki tjáð sig,“ segir Kristinn Arnar Pálsson, bróðir og talsmaður manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi fyrrverandi starfsmanns Ísafjarðarbæjar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var kona á fertugsaldri dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Konan, sem var forstöðumaður velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, hafði umsjón með fjármunum skjólstæðinga bæjarins. Hún var dæmd fyrir að draga sér rúmar 1,3 milljónir króna af reikningum ellefu skjólstæðinga bæjarins á tímabilinu 2015 til maímánaðar 2018. Kristinn Arnar varð persónulegur talsmaður bróður síns, sem getur ekki tjáð sig sökum fötlunar, snemma árs 2018 og fékk þá aðgang að einkabanka hans. „Ég fór að kemba í gegnum þetta og sé alls konar undarlegar millifærslur,“ segir Kristinn Arnar. Í maí fékk hann svo símtal þar sem honum var tjáð hvað hefði gerst og að konan hefði verið látin fara sama dag. Hann óskaði eftir gögnum frá Ísafjarðarbæ, sem eru upphæðirnar sem forstöðumaðurinn lét persónulega millifæra yfir á sig. Eru það rúmar 700 þúsund krónur. Sömu tölur eru í dómi Héraðsdóms Vestfjarða yfir konunni. Þær tölur innihalda ekki tilvik þar sem millifært er á aðra aðila eða úttektir í verslunum. Kristinn Arnar tekur sem dæmi einn dag þar sem teknar voru út tæplega 136 þúsund krónur. Sést á yfirlitinu að einn reikningurinn var fyrir naglasnyrtingu á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að bróðir minn fór ekki í naglasnyrtingu. En ég hef ekki fengið neinar nótur og get því ekki sannað hvað hún hafði mikið af honum. Það er bærinn sem á að vita það, þeir eiga að hafa nótur frá þessu þriggja ára tímabili.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ lagði lögregla hald á gögnin í október í fyrra og hefur sveitarfélagið óskað eftir að fá þau aftur. „Bókhald einstaklinga sem ekki var brotið á hefur verið sent í endurskoðun hjá endurskoðunarskrifstofu. Þegar gögn berast frá lögreglu mun það bókhald sömuleiðis fara í endurskoðun,“ segir í svari Ísafjarðarbæjar. Kristinn Arnar veit ekki hversu mikið var tekið. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um nákvæmlega hversu mikið það var en það er augljóst að það hefur verið gengið töluvert á peningana hans.“ Kristinn Arnar tekur fram að allt annað starfsfólk félagsþjónustu bæjarins hafi reynst mjög vel. „Núna hefur allt snúist til betri vegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
„Ég er ekki sáttur við meðferð Ísafjarðarbæjar á málinu. Mér finnst eins og þar séu menn að slá sig til riddara á kostnað þeirra sem geta ekki tjáð sig,“ segir Kristinn Arnar Pálsson, bróðir og talsmaður manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi fyrrverandi starfsmanns Ísafjarðarbæjar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var kona á fertugsaldri dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Konan, sem var forstöðumaður velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, hafði umsjón með fjármunum skjólstæðinga bæjarins. Hún var dæmd fyrir að draga sér rúmar 1,3 milljónir króna af reikningum ellefu skjólstæðinga bæjarins á tímabilinu 2015 til maímánaðar 2018. Kristinn Arnar varð persónulegur talsmaður bróður síns, sem getur ekki tjáð sig sökum fötlunar, snemma árs 2018 og fékk þá aðgang að einkabanka hans. „Ég fór að kemba í gegnum þetta og sé alls konar undarlegar millifærslur,“ segir Kristinn Arnar. Í maí fékk hann svo símtal þar sem honum var tjáð hvað hefði gerst og að konan hefði verið látin fara sama dag. Hann óskaði eftir gögnum frá Ísafjarðarbæ, sem eru upphæðirnar sem forstöðumaðurinn lét persónulega millifæra yfir á sig. Eru það rúmar 700 þúsund krónur. Sömu tölur eru í dómi Héraðsdóms Vestfjarða yfir konunni. Þær tölur innihalda ekki tilvik þar sem millifært er á aðra aðila eða úttektir í verslunum. Kristinn Arnar tekur sem dæmi einn dag þar sem teknar voru út tæplega 136 þúsund krónur. Sést á yfirlitinu að einn reikningurinn var fyrir naglasnyrtingu á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að bróðir minn fór ekki í naglasnyrtingu. En ég hef ekki fengið neinar nótur og get því ekki sannað hvað hún hafði mikið af honum. Það er bærinn sem á að vita það, þeir eiga að hafa nótur frá þessu þriggja ára tímabili.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ lagði lögregla hald á gögnin í október í fyrra og hefur sveitarfélagið óskað eftir að fá þau aftur. „Bókhald einstaklinga sem ekki var brotið á hefur verið sent í endurskoðun hjá endurskoðunarskrifstofu. Þegar gögn berast frá lögreglu mun það bókhald sömuleiðis fara í endurskoðun,“ segir í svari Ísafjarðarbæjar. Kristinn Arnar veit ekki hversu mikið var tekið. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um nákvæmlega hversu mikið það var en það er augljóst að það hefur verið gengið töluvert á peningana hans.“ Kristinn Arnar tekur fram að allt annað starfsfólk félagsþjónustu bæjarins hafi reynst mjög vel. „Núna hefur allt snúist til betri vegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels