Segir leiðbeiningar Vinnumálastofnunar óskýrar og misvísandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2019 18:02 Vinnuveitandi Momo Hayashi, japönsku konunnar sem synjað var um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi, segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á Vinnumálastofnun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um japanska konu sem búið hefur hér undanfarin fjögur ár en var synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi. Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandi hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Vinnuveitandi hennar segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknarinnar þegar sótt var um atvinnuleyfi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á stjórnvöldum. „Öll stjórnvöld sem fást við málefni einstaklinga hafa ríka leiðbeiningaskyldu, þetta er í rauninni kæranlegt í sjálfu sér, að hafa ekki fengið nægar leiðbeiningar frá stjórnvaldi og getur orsakað það að ákvörðun er afturkölluð eða ógild,“ segir Helga Vala. Vinnuveitandi hennar segir mikinn missi af Momo enda sé tungumálakunnátta hennar sérstaklega góð. „Hún er ótrúlega dugleg og virkilega viljug til að læra og vinna. Við þurfum að stoppa hana í því að vinna því hún má bara vinna 40 prósent vegna námsleyfis. Við sjáum mikið eftir henni og viljum gera allt sem við getum til að halda henni áfram,“ sagði Herdís Þóra Hrafnsdóttir, skrifstofustjóri Special Tours. Þá segir Hega Vala undarlegt að Útlendingastofnun taki ákvörðun um dvalarleyfi áður en kærufrestur hennar á ákvörðun Vinnumálastofnunar renni út „Ég átta mig ekki á því hvernig Útlendingastofnun getur tekið ákvörðun í kjölfar ákvörðunar Vinnumálastofnunar sem er enn innan tímafrests. Ég held að stjórnvaldinu sé ekki stætt af því.“ Hvorki Vinnumálastofnun né Útlendingastofnun gátu veitt viðtal vegna málsins við vinnslu fréttarinnar. Félagsmál Japan Tengdar fréttir Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. 12. júlí 2019 14:00 Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Vinnuveitandi Momo Hayashi, japönsku konunnar sem synjað var um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi, segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á Vinnumálastofnun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um japanska konu sem búið hefur hér undanfarin fjögur ár en var synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi. Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandi hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Vinnuveitandi hennar segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknarinnar þegar sótt var um atvinnuleyfi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á stjórnvöldum. „Öll stjórnvöld sem fást við málefni einstaklinga hafa ríka leiðbeiningaskyldu, þetta er í rauninni kæranlegt í sjálfu sér, að hafa ekki fengið nægar leiðbeiningar frá stjórnvaldi og getur orsakað það að ákvörðun er afturkölluð eða ógild,“ segir Helga Vala. Vinnuveitandi hennar segir mikinn missi af Momo enda sé tungumálakunnátta hennar sérstaklega góð. „Hún er ótrúlega dugleg og virkilega viljug til að læra og vinna. Við þurfum að stoppa hana í því að vinna því hún má bara vinna 40 prósent vegna námsleyfis. Við sjáum mikið eftir henni og viljum gera allt sem við getum til að halda henni áfram,“ sagði Herdís Þóra Hrafnsdóttir, skrifstofustjóri Special Tours. Þá segir Hega Vala undarlegt að Útlendingastofnun taki ákvörðun um dvalarleyfi áður en kærufrestur hennar á ákvörðun Vinnumálastofnunar renni út „Ég átta mig ekki á því hvernig Útlendingastofnun getur tekið ákvörðun í kjölfar ákvörðunar Vinnumálastofnunar sem er enn innan tímafrests. Ég held að stjórnvaldinu sé ekki stætt af því.“ Hvorki Vinnumálastofnun né Útlendingastofnun gátu veitt viðtal vegna málsins við vinnslu fréttarinnar.
Félagsmál Japan Tengdar fréttir Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. 12. júlí 2019 14:00 Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. 12. júlí 2019 14:00
Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30