Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2019 14:58 Tekjublöðin eru söluhæstu blöð ársins hjá sumum miðlum, og hleypur auglýsingasalan í þeim á milljónum. Fréttablaðið/Anton Persónuvernd telur að Ríkisskattstjóra sé heimilt að birta upplýsingar um tekjuskatt og útsvar, en hafi ekki heimild til að birta upplýsingar um gjöld einstaklinga til Ríkisútvarpsins og í framkvæmdasjóð aldraðra.Álit Persónuverndar kemur í kjölfar þess að Ríkisskattstjóri óskaði eftir áliti stofnunarinnar á vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framlagningu álagningarskráa. Álagningarskrár Ríkisskattstjóra sýna álagða skatta á skattgreiðendur og hafa meðal annars verið notaðar af fjölmiðlum til þess að útbúa lista yfir tekjur einstaklinga og gefa út tekjublöð.Útgáfa slíkra tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra fram til 19. ágúst. Í nýútgefnu áliti Persónuverndar úrskurðar stofnunin einnig að Ríkisskattstjóri megi ekki birta kennitölur einstaklinga með álagningarskránum þar sem nafn, heimilisfang og fæðingardagur sé talið nægja til að persónugreina þá. Persónuvernd segir jafnframt að vinnsla á upplýsingum úr álagningarskrám eingöngu í þágu fjölmiðla, falli ekki undir valdsvið Persónuverndar. Það sama eigi við ef upplýsingar úr skránum eru unnar af einstaklingum og eingöngu til persónulegra nota. Í þeim efnum segir stofnunin það vera utan síns valdsviðs að skera úr um hvar mörkin milli tjáningarfrelsis fjölmiðla annars vegar og friðhelgi einkalífsins hins vegar liggja, ef litið er til ákvæða stjórnarskrárinnar. Úrlausn slíkra álitaefna heyri undir dómstóla að skera úr um. Fjölmiðlar Persónuvernd Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Persónuvernd telur að Ríkisskattstjóra sé heimilt að birta upplýsingar um tekjuskatt og útsvar, en hafi ekki heimild til að birta upplýsingar um gjöld einstaklinga til Ríkisútvarpsins og í framkvæmdasjóð aldraðra.Álit Persónuverndar kemur í kjölfar þess að Ríkisskattstjóri óskaði eftir áliti stofnunarinnar á vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framlagningu álagningarskráa. Álagningarskrár Ríkisskattstjóra sýna álagða skatta á skattgreiðendur og hafa meðal annars verið notaðar af fjölmiðlum til þess að útbúa lista yfir tekjur einstaklinga og gefa út tekjublöð.Útgáfa slíkra tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra fram til 19. ágúst. Í nýútgefnu áliti Persónuverndar úrskurðar stofnunin einnig að Ríkisskattstjóri megi ekki birta kennitölur einstaklinga með álagningarskránum þar sem nafn, heimilisfang og fæðingardagur sé talið nægja til að persónugreina þá. Persónuvernd segir jafnframt að vinnsla á upplýsingum úr álagningarskrám eingöngu í þágu fjölmiðla, falli ekki undir valdsvið Persónuverndar. Það sama eigi við ef upplýsingar úr skránum eru unnar af einstaklingum og eingöngu til persónulegra nota. Í þeim efnum segir stofnunin það vera utan síns valdsviðs að skera úr um hvar mörkin milli tjáningarfrelsis fjölmiðla annars vegar og friðhelgi einkalífsins hins vegar liggja, ef litið er til ákvæða stjórnarskrárinnar. Úrlausn slíkra álitaefna heyri undir dómstóla að skera úr um.
Fjölmiðlar Persónuvernd Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55
Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43
Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00
Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00