Fjölskylduvænni námsaðstoð Lilja Alfreðsdóttir skrifar 12. júlí 2019 06:45 Frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýjan námsstyrkja- og lánasjóð, voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Frumvarpið er afurð heildarendurskoðunar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Markmið þess er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Með samþykkt frumvarpsins verða gerðar róttækar breytingar á námslánakerfinu og verður stuðningur við barnafólk aukinn sérstaklega. Í núverandi námslánakerfi er lánað fyrir framfærslu barna en með nýju fyrirkomulagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkrar framfærslu. Ákvæði þetta er nýmæli en markmiðið með styrknum er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega, og koma í veg fyrir hærri skuldsetningu þeirra að námi loknu. Gert er ráð fyrir að styrkur til framfærslu hvers barns sé í samræmi við námstíma námsmanns að hámarki 96 mánuðir. Fæðingartíðni á Íslandi er í sögulegu lágmarki og námsmenn á Íslandi eru líklegri til að hafa fjölskyldu á framfæri en námsmenn í öðrum Evrópuríkjum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að styðja enn betur við barnafólk en í ársbyrjun voru til að mynda óskertar hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækkaðar um rúm 15% og er lenging samanlagðs réttar foreldra til fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 í farvatninu. Með Stuðningssjóði íslenskra námsmanna munum við styðja betur við barnafólk sem þiggur lán hjá sjóðnum á meðan á námi stendur. Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna er mikilvægt og tímabært skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég þakka námsmannahreyfingunni og þeim fjölmörgu sem komið hafa að undirbúningi þessa tímamótafrumvarps og hvet áhugasama til þess að kynna sér frumvarpsdrögin sem nú eru aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Námslán Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýjan námsstyrkja- og lánasjóð, voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Frumvarpið er afurð heildarendurskoðunar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Markmið þess er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Með samþykkt frumvarpsins verða gerðar róttækar breytingar á námslánakerfinu og verður stuðningur við barnafólk aukinn sérstaklega. Í núverandi námslánakerfi er lánað fyrir framfærslu barna en með nýju fyrirkomulagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkrar framfærslu. Ákvæði þetta er nýmæli en markmiðið með styrknum er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega, og koma í veg fyrir hærri skuldsetningu þeirra að námi loknu. Gert er ráð fyrir að styrkur til framfærslu hvers barns sé í samræmi við námstíma námsmanns að hámarki 96 mánuðir. Fæðingartíðni á Íslandi er í sögulegu lágmarki og námsmenn á Íslandi eru líklegri til að hafa fjölskyldu á framfæri en námsmenn í öðrum Evrópuríkjum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að styðja enn betur við barnafólk en í ársbyrjun voru til að mynda óskertar hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækkaðar um rúm 15% og er lenging samanlagðs réttar foreldra til fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 í farvatninu. Með Stuðningssjóði íslenskra námsmanna munum við styðja betur við barnafólk sem þiggur lán hjá sjóðnum á meðan á námi stendur. Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna er mikilvægt og tímabært skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég þakka námsmannahreyfingunni og þeim fjölmörgu sem komið hafa að undirbúningi þessa tímamótafrumvarps og hvet áhugasama til þess að kynna sér frumvarpsdrögin sem nú eru aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun