Fagnar komu landsliðsfyrirliðans Benedikt Bóas skrifar 11. júlí 2019 11:00 Sara Björk Gunnarsdóttir vísir/vilhelm „Glugginn er opinn og þetta eru klárlega stærstu félagaskiptin,“ segir Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands, léttur í lund en hann fékk heldur betur liðsstyrk í gær þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir gengu í stjórnina. Fyrir voru þar Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Breiðabliks, Hafdís Hinriksdóttir og Grímur Óli Geirsson. Kristinn segir að þær Sara og Berglind hafi báðar mikinn metnað fyrir hönd leikmanna og vilji taka þátt í því að standa vörð um hagsmuni þeirra. Markmið leikmannasamtakanna er jú að sinna og vekja athygli á málefnum leikmanna og gæta að hagsmunum þeirra. Þeir leikmenn sem eru spilandi eiga, að mati samtakanna, að láta sig málin varða bæði fyrir sig og leikmenn framtíðarinnar til að gera allt umhverfi íþróttanna betra. „Þetta er sterkt fyrir okkur sem samtök að fá landsliðsfyrirliða kvenna þarna inn og sterkt fyrir stelpur að þær sjái að við séum líka að hugsa um þeirra hagsmuni. Þetta með Söru kemur út frá þeirra ósk að við hjálpum landsliðsstelpunum að semja við KSÍ. Berglind hefur fengið þjónustu hjá okkur og veit hvað við gerum og hvað við getum gert og hversu mikilvægt starfið er.“ Berglind var á mála hjá Verona á Ítalíu þar sem atvinnumannsdraumurinn varð að martröð. Ítalska liðið braut ítrekað á samningi hennar og Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur. Launin voru ekki greidd á réttum tíma og fyrstu vikurnar bjuggu þær í lítilli íbúð með fjórum öðrum leikmönnum þar sem þær deildu rúmi. Einn samherji þeirra svaf frammi á gangi. Vandræði voru með hitann í íbúðinni og í þokkabót lak hún. Þjálfarinn vildi ekki að leikmenn brostu á æfingum og þær eyddu hátt í 30-40 þúsund krónum í 3G í símanum því ekkert var netið. Þær voru báðar í fjarnámi á Íslandi sem fer einungis fram á netinu. Svona mætti lengi telja. Berglind leitaði til Leikmannasamtaka Íslands sem höfðu samband við samtökin á Ítalíu og hjólin fóru að snúast þótt þau snerust hægt. „Ég var í miklu sambandi við Kristin sem hjálpaði okkur mikið úti á Ítalíu. Mér finnst geggjað að vera komin inn í þetta til að aðstoða aðra leikmenn. Núna hefur maður reynslu ef eitthvað kemur upp á hjá þeim,“ segir Berglind og bætir við að hún sé virkilega spennt fyrir væntanlegu hlutverki. Kristinn segir að það sé jákvætt skref að fá leikmenn sem séu að spila til að taka þátt í starfinu. „Þetta er skref í þá átt sem við erum að taka með FIFPro, Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Þeir vilja að við séum með fleiri leikmenn sem eru að spila í stjórninni. Það er því frábært að fá þær og Arnar Svein.“ Aðspurður hvort samtökin séu með nóg af málum á sinni könnu segir Kristinn að málin hafi þróast í rétta átt frá því hann stofnaði samtökin fyrir rúmlega fimm árum. „Það er miklu meira samstarf núna milli okkar og félaganna í landinu. Samstarf á milli okkar og KSÍ er orðið mun betra og við erum farin að vinna meira saman. Það hefur sýnt sig að það var vöntun á þessum samtökum og ef allt gengur upp þá náum við inn í FIFPro sem er mikilvægt, ekki bara fyrir okkur heldur alla leikmenn á Íslandi. Þá höfum við meiri stuðning og meira fjármagn. Við erum enn svolítið í sjálfboðavinnu en við sjáum möguleikann á að ráða starfsmann og jafnvel vera með skrifstofu þegar við göngum í raðir FIFPro.“Berglind Björg Þorvaldsdóttirvísir/bára Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira
„Glugginn er opinn og þetta eru klárlega stærstu félagaskiptin,“ segir Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands, léttur í lund en hann fékk heldur betur liðsstyrk í gær þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir gengu í stjórnina. Fyrir voru þar Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Breiðabliks, Hafdís Hinriksdóttir og Grímur Óli Geirsson. Kristinn segir að þær Sara og Berglind hafi báðar mikinn metnað fyrir hönd leikmanna og vilji taka þátt í því að standa vörð um hagsmuni þeirra. Markmið leikmannasamtakanna er jú að sinna og vekja athygli á málefnum leikmanna og gæta að hagsmunum þeirra. Þeir leikmenn sem eru spilandi eiga, að mati samtakanna, að láta sig málin varða bæði fyrir sig og leikmenn framtíðarinnar til að gera allt umhverfi íþróttanna betra. „Þetta er sterkt fyrir okkur sem samtök að fá landsliðsfyrirliða kvenna þarna inn og sterkt fyrir stelpur að þær sjái að við séum líka að hugsa um þeirra hagsmuni. Þetta með Söru kemur út frá þeirra ósk að við hjálpum landsliðsstelpunum að semja við KSÍ. Berglind hefur fengið þjónustu hjá okkur og veit hvað við gerum og hvað við getum gert og hversu mikilvægt starfið er.“ Berglind var á mála hjá Verona á Ítalíu þar sem atvinnumannsdraumurinn varð að martröð. Ítalska liðið braut ítrekað á samningi hennar og Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur. Launin voru ekki greidd á réttum tíma og fyrstu vikurnar bjuggu þær í lítilli íbúð með fjórum öðrum leikmönnum þar sem þær deildu rúmi. Einn samherji þeirra svaf frammi á gangi. Vandræði voru með hitann í íbúðinni og í þokkabót lak hún. Þjálfarinn vildi ekki að leikmenn brostu á æfingum og þær eyddu hátt í 30-40 þúsund krónum í 3G í símanum því ekkert var netið. Þær voru báðar í fjarnámi á Íslandi sem fer einungis fram á netinu. Svona mætti lengi telja. Berglind leitaði til Leikmannasamtaka Íslands sem höfðu samband við samtökin á Ítalíu og hjólin fóru að snúast þótt þau snerust hægt. „Ég var í miklu sambandi við Kristin sem hjálpaði okkur mikið úti á Ítalíu. Mér finnst geggjað að vera komin inn í þetta til að aðstoða aðra leikmenn. Núna hefur maður reynslu ef eitthvað kemur upp á hjá þeim,“ segir Berglind og bætir við að hún sé virkilega spennt fyrir væntanlegu hlutverki. Kristinn segir að það sé jákvætt skref að fá leikmenn sem séu að spila til að taka þátt í starfinu. „Þetta er skref í þá átt sem við erum að taka með FIFPro, Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Þeir vilja að við séum með fleiri leikmenn sem eru að spila í stjórninni. Það er því frábært að fá þær og Arnar Svein.“ Aðspurður hvort samtökin séu með nóg af málum á sinni könnu segir Kristinn að málin hafi þróast í rétta átt frá því hann stofnaði samtökin fyrir rúmlega fimm árum. „Það er miklu meira samstarf núna milli okkar og félaganna í landinu. Samstarf á milli okkar og KSÍ er orðið mun betra og við erum farin að vinna meira saman. Það hefur sýnt sig að það var vöntun á þessum samtökum og ef allt gengur upp þá náum við inn í FIFPro sem er mikilvægt, ekki bara fyrir okkur heldur alla leikmenn á Íslandi. Þá höfum við meiri stuðning og meira fjármagn. Við erum enn svolítið í sjálfboðavinnu en við sjáum möguleikann á að ráða starfsmann og jafnvel vera með skrifstofu þegar við göngum í raðir FIFPro.“Berglind Björg Þorvaldsdóttirvísir/bára
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira