Flokkar í nauðum Þorvaldur Gylfason skrifar 11. júlí 2019 07:30 Reykjavík – Þegar sögufrægir stjórnmálaflokkar láta berast út á rangar brautir með afleiðingum sem ná langt út fyrir eigin landamæri er rétt að staldra við. Hverju sætir það að bandaríski Repúblikanaflokkurinn, flokkur Abrahams Lincoln, og brezki Íhaldsflokkurinn, flokkur Winstons Churchill, hegða sér nú nánast eins og þeir séu gengnir af göflunum? – hvor með sínu lagi. Hvað kom fyrir? Stiklum á stóru.Þá er ekkert rangt Repúblikanaflokkurinn er næstelzti starfandi stjórnmálaflokkur heims. Hann var stofnaður 1854 til höfuðs elzta flokknum, Demókrataflokknum, sem beitti sér fyrir útbreiðslu þrælahalds til vesturríkja Bandaríkjanna þegar þeim fór fjölgandi. Ágreiningur flokkanna fyrir forsetakjörið 1860 hverfðist um þrælahaldið. Demókratar buðu fram lögfræðinginn Steven Douglas sem mælti fyrir hagsmunum þrælahaldara í suðurríkjunum. Repúblikanar buðu fram Abraham Lincoln sem var líka lögfræðingur og mælti gegn þrælahaldi í samræmi við jafnræðisákvæði sjálfstæðisyfirlýsingarinnar frá 1776. Lincoln sagði á fundum: Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt. Lincoln sigraði. Suðurríkjademókratar tóku sigri Lincolns illa og sögðu sig úr lögum við Bandaríkin. Af þessu hlauzt borgarastríðið 1860-1864 og kostaði 600.000 mannslíf. Stríðinu lauk með sigri Lincolns og repúblikana. Þeim tókst að viðhalda ríkjasambandinu. Lincoln galt fyrir sigurinn með lífi sínu 1865 og er að margra dómi merkastur allra forseta Bandaríkjanna. Demókratar bættu ekki ráð sitt í jafnréttismálum fyrr en í forsetatíð Johns Kennedy og Lyndons Johnson 1961-1968 þegar ný mannréttindalög náðu fram að ganga til hagsbóta fyrir blökkumenn. Við það misstu demókratar þá styrku stöðu sem þeir höfðu áður notið í suðurríkjunum. Taflið snerist við. Repúblikanar gengu á lagið. Þeir hafa síðan gert margt til að skerða kosningarrétt blökkumanna og gerðu Donald Trump að forsetaframbjóðanda sínum 2016, mann sem margir telja rasista og hálfgildingsfasista. Trump náði kjöri m.a. fyrir tilstilli vonsvikinna kjósenda sem hafa mátt búa við litlar sem engar kjarabætur áratugum saman og einnig vegna galla á kosningafyrirkomulaginu sem tryggði honum sigur þótt hann hlyti mun færri atkvæði en höfuðkeppinauturinn líkt og gerðist einnig þegar George W. Bush náði kjöri 2000. Auðmenn láta repúblikana grafa markvisst undan lýðræði í eiginhagsmunaskyni. Trump er ekki undirrót vandans heldur afleiðing. Flokkarnir tveir sem margir töldu keimlíka ef ekki alveg eins frá 1945 til 1980 eru nú svo ólíkir hvor öðrum sem verða má. Ósættið milli þeirra ristir djúpt, sundrar fjölskyldum og vinum og nær ekki aðeins til kjörinna fulltrúa flokkanna heldur einnig til óbreyttra flokksmanna. Brezka ljónið er tannlaust Vandi brezka Íhaldsflokksins er yngri. Í Bretlandi gerðist það líkt og í Frakklandi, Þýzkalandi og víðar um Evrópu að fram á sjónarsviðið kom nýr flokkur þjóðernissinna, Brezki Sjálfstæðisflokkurinn (e. UKIP), og krafðist m.a. úrsagnar úr ESB. Þingflokkur íhaldsmanna varð svo hræddur við fylgistap að hann ákvað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að ESB í þeirri von og trú að kjósendur myndu hafna útgöngu úr bandalaginu eins og meiri hluti þingflokksins. Þá sáu nokkrir þingmenn flokksins sér leik á borði, snerust á sveif með Brexit og beittu m.a. fyrir sig blekkingum og lygum. Þar fór Boris Johnson einna fremstur í flokki, alræmdur lygari líkt og Trump forseti. Johnson var fyrr á starfsferli sínum rekinn frá Times í London, virðulegu íhaldsblaði, fyrir lygafréttir sem hann birti í blaðinu. Hann býst nú til að taka við starfi forsætisráðherra. Brezkir kjósendur ákváðu óvænt að segja skilið við ESB. Það hefði getað gengið þokkalega hefði ríkisstjórn Íhaldsflokksins haldið sómasamlega á samningum við ESB um útgönguna, en það gerði hún ekki. Þrjú ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 hafa farið til spillis þar eð ríkisstjórnin gat ekki komið sér saman um samningsstöðu. Það bætir ekki úr skák að Verkamannaflokkurinn er einnig illa laskaður vegna ýmislegra innanmeina. Brezka ljónið er tannlaust í báðum gómum. Margt bendir til að Bretar hrökklist út úr ESB án samnings í lok október n.k. með alvarlegum efnahagslegum og utanríkispólitískum afleiðingum. Brezkir íhaldsmenn hafa það þó fram yfir bandaríska repúblikana að þeir grafa ekki undan lýðræðinu heldur vilja þeir virða Brexit-ákvörðun kjósenda frá 2016. Það hvarflar ekki að þeim að þingið geti gengið gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það getur enginn gert nema þjóðin sjálf. Hriktir í stoðum Þegar svo er ástatt samtímis um tvö helztu forusturíki hins frjálsa heims, ríki sem fámennari þjóðir um allan heim hafa reitt sig á og litið upp til í 150 ár, þá hriktir í stoðum lýðræðisins. Andstæðingar frelsis og lýðræðis fagna þessu ástandi því það eykur svigrúm þeirra til að sölsa undir sig eigur annarra og bæla niður frómar kröfur um lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar hallar á lýðræði, er réttarríkinu og velferð almennings til langs tíma litið einnig hætta búin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Þegar sögufrægir stjórnmálaflokkar láta berast út á rangar brautir með afleiðingum sem ná langt út fyrir eigin landamæri er rétt að staldra við. Hverju sætir það að bandaríski Repúblikanaflokkurinn, flokkur Abrahams Lincoln, og brezki Íhaldsflokkurinn, flokkur Winstons Churchill, hegða sér nú nánast eins og þeir séu gengnir af göflunum? – hvor með sínu lagi. Hvað kom fyrir? Stiklum á stóru.Þá er ekkert rangt Repúblikanaflokkurinn er næstelzti starfandi stjórnmálaflokkur heims. Hann var stofnaður 1854 til höfuðs elzta flokknum, Demókrataflokknum, sem beitti sér fyrir útbreiðslu þrælahalds til vesturríkja Bandaríkjanna þegar þeim fór fjölgandi. Ágreiningur flokkanna fyrir forsetakjörið 1860 hverfðist um þrælahaldið. Demókratar buðu fram lögfræðinginn Steven Douglas sem mælti fyrir hagsmunum þrælahaldara í suðurríkjunum. Repúblikanar buðu fram Abraham Lincoln sem var líka lögfræðingur og mælti gegn þrælahaldi í samræmi við jafnræðisákvæði sjálfstæðisyfirlýsingarinnar frá 1776. Lincoln sagði á fundum: Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt. Lincoln sigraði. Suðurríkjademókratar tóku sigri Lincolns illa og sögðu sig úr lögum við Bandaríkin. Af þessu hlauzt borgarastríðið 1860-1864 og kostaði 600.000 mannslíf. Stríðinu lauk með sigri Lincolns og repúblikana. Þeim tókst að viðhalda ríkjasambandinu. Lincoln galt fyrir sigurinn með lífi sínu 1865 og er að margra dómi merkastur allra forseta Bandaríkjanna. Demókratar bættu ekki ráð sitt í jafnréttismálum fyrr en í forsetatíð Johns Kennedy og Lyndons Johnson 1961-1968 þegar ný mannréttindalög náðu fram að ganga til hagsbóta fyrir blökkumenn. Við það misstu demókratar þá styrku stöðu sem þeir höfðu áður notið í suðurríkjunum. Taflið snerist við. Repúblikanar gengu á lagið. Þeir hafa síðan gert margt til að skerða kosningarrétt blökkumanna og gerðu Donald Trump að forsetaframbjóðanda sínum 2016, mann sem margir telja rasista og hálfgildingsfasista. Trump náði kjöri m.a. fyrir tilstilli vonsvikinna kjósenda sem hafa mátt búa við litlar sem engar kjarabætur áratugum saman og einnig vegna galla á kosningafyrirkomulaginu sem tryggði honum sigur þótt hann hlyti mun færri atkvæði en höfuðkeppinauturinn líkt og gerðist einnig þegar George W. Bush náði kjöri 2000. Auðmenn láta repúblikana grafa markvisst undan lýðræði í eiginhagsmunaskyni. Trump er ekki undirrót vandans heldur afleiðing. Flokkarnir tveir sem margir töldu keimlíka ef ekki alveg eins frá 1945 til 1980 eru nú svo ólíkir hvor öðrum sem verða má. Ósættið milli þeirra ristir djúpt, sundrar fjölskyldum og vinum og nær ekki aðeins til kjörinna fulltrúa flokkanna heldur einnig til óbreyttra flokksmanna. Brezka ljónið er tannlaust Vandi brezka Íhaldsflokksins er yngri. Í Bretlandi gerðist það líkt og í Frakklandi, Þýzkalandi og víðar um Evrópu að fram á sjónarsviðið kom nýr flokkur þjóðernissinna, Brezki Sjálfstæðisflokkurinn (e. UKIP), og krafðist m.a. úrsagnar úr ESB. Þingflokkur íhaldsmanna varð svo hræddur við fylgistap að hann ákvað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að ESB í þeirri von og trú að kjósendur myndu hafna útgöngu úr bandalaginu eins og meiri hluti þingflokksins. Þá sáu nokkrir þingmenn flokksins sér leik á borði, snerust á sveif með Brexit og beittu m.a. fyrir sig blekkingum og lygum. Þar fór Boris Johnson einna fremstur í flokki, alræmdur lygari líkt og Trump forseti. Johnson var fyrr á starfsferli sínum rekinn frá Times í London, virðulegu íhaldsblaði, fyrir lygafréttir sem hann birti í blaðinu. Hann býst nú til að taka við starfi forsætisráðherra. Brezkir kjósendur ákváðu óvænt að segja skilið við ESB. Það hefði getað gengið þokkalega hefði ríkisstjórn Íhaldsflokksins haldið sómasamlega á samningum við ESB um útgönguna, en það gerði hún ekki. Þrjú ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 hafa farið til spillis þar eð ríkisstjórnin gat ekki komið sér saman um samningsstöðu. Það bætir ekki úr skák að Verkamannaflokkurinn er einnig illa laskaður vegna ýmislegra innanmeina. Brezka ljónið er tannlaust í báðum gómum. Margt bendir til að Bretar hrökklist út úr ESB án samnings í lok október n.k. með alvarlegum efnahagslegum og utanríkispólitískum afleiðingum. Brezkir íhaldsmenn hafa það þó fram yfir bandaríska repúblikana að þeir grafa ekki undan lýðræðinu heldur vilja þeir virða Brexit-ákvörðun kjósenda frá 2016. Það hvarflar ekki að þeim að þingið geti gengið gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það getur enginn gert nema þjóðin sjálf. Hriktir í stoðum Þegar svo er ástatt samtímis um tvö helztu forusturíki hins frjálsa heims, ríki sem fámennari þjóðir um allan heim hafa reitt sig á og litið upp til í 150 ár, þá hriktir í stoðum lýðræðisins. Andstæðingar frelsis og lýðræðis fagna þessu ástandi því það eykur svigrúm þeirra til að sölsa undir sig eigur annarra og bæla niður frómar kröfur um lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar hallar á lýðræði, er réttarríkinu og velferð almennings til langs tíma litið einnig hætta búin.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun