Upphitun: Heimsmeistarinn Hamilton á heimavelli um helgina Bragi Þórðarson skrifar 11. júlí 2019 06:30 Lewis Hamilton getur orðið sigursælasti ökuþór í sögu breska kappakstursins um helgina. Getty Tíunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Silverstone brautinni um helgina. Brautin er ein sú þekktasta í Formúlunni þar sem fyrsta keppni heimsmeistaramótsins fór þar fram árið 1950. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, leiðir mótið í ár með 31 stiga forskot á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas. Hamilton hefur unnið breska kappaksturinn alls fimm sinnum, engin hefur unnið oftar en bæði Alain Prost og Jim Clark unnu einnig fimm sinnum í Bretlandi. Með sigri um helgina getur Lewis því slegið metið. Mercedes liðið lenti í vandræðum í síðustu keppni er vélarnar í báðum bílum liðsins ofhitnuðu. Því vonast Toto Wolff, stjóri Mercedes, eftir köldu veðri um helgina. Silverstone brautin hefur reynst mikill dekkjabani í gegnum tíðina. Sebastian Vettel sprengdi vinstra framdekk í keppninni árið 2017.GettyHröðu beygjurnar ótrúlega krefjandiÞað sem einkennir Silverstone brautina eru allar hröðu beygjurnar. Þetta þýðir að kappaksturinn er mjög krefjandi á dekkin eins og hefur sýnt sig í gegnum árin. Árið 2013 lentu fimm ökumenn í því að dekk sprakk á bílum þeirra og fyrir tveimur árum sprakk á báðum Ferrari bílunum á lokahringjum keppninnar. Síðasta æfingin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 09:50 á laugardaginn og þremur tímum seinna hefjast tímatökur. Útsending frá kappakstrinum byrjar svo klukkan 12:50 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Tíunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Silverstone brautinni um helgina. Brautin er ein sú þekktasta í Formúlunni þar sem fyrsta keppni heimsmeistaramótsins fór þar fram árið 1950. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, leiðir mótið í ár með 31 stiga forskot á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas. Hamilton hefur unnið breska kappaksturinn alls fimm sinnum, engin hefur unnið oftar en bæði Alain Prost og Jim Clark unnu einnig fimm sinnum í Bretlandi. Með sigri um helgina getur Lewis því slegið metið. Mercedes liðið lenti í vandræðum í síðustu keppni er vélarnar í báðum bílum liðsins ofhitnuðu. Því vonast Toto Wolff, stjóri Mercedes, eftir köldu veðri um helgina. Silverstone brautin hefur reynst mikill dekkjabani í gegnum tíðina. Sebastian Vettel sprengdi vinstra framdekk í keppninni árið 2017.GettyHröðu beygjurnar ótrúlega krefjandiÞað sem einkennir Silverstone brautina eru allar hröðu beygjurnar. Þetta þýðir að kappaksturinn er mjög krefjandi á dekkin eins og hefur sýnt sig í gegnum árin. Árið 2013 lentu fimm ökumenn í því að dekk sprakk á bílum þeirra og fyrir tveimur árum sprakk á báðum Ferrari bílunum á lokahringjum keppninnar. Síðasta æfingin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 09:50 á laugardaginn og þremur tímum seinna hefjast tímatökur. Útsending frá kappakstrinum byrjar svo klukkan 12:50 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira