Serena þurfti að hitta sálfræðing eftir reiðiskastið á Opna bandaríska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. júlí 2019 08:00 Serena Williams hefur átt betri daga en úrslitaleikinn á Opna bandaríska í september 2018 vísir/getty Serena Williams þurfti að leita sér sálfræðihjálpar eftir reiðiskast hennar í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis á síðasta ári. Naomi Osaka hafði betur gegn Williams í úrslitaleiknum, hennar lang stærsti sigur á ferlinum og varð hún fyrsta japanska konan til þess að vinna risamót. Eftir leikinn snerist hins vegar allt um Williams sem missti algjörlega stjórn á skapi sínu við dómara leiksins og kallaði hann meðal annars þjóf og sakaði hann seinna um kynbundið misrétti. Serena bað Osaka afsökunar á hegðun sinni og hefur hin japanska tekið hana í sátt, en Williams heldur því enn fram að dómarinn hefði ekki dæmt eins mikið gegn henni ef hún væri karlmaður. „Afhverju er það þannig að þegar konur verða ástríðufullar eru þær sagðar í tilfinningalegu uppnámi, brjálaðar eða órökrænar?“ spurði Serena í viðtali við Harper's Bazaar. „Það er svo algengt að þegar karlmenn mótmæla dómurum og standa fyrir sínu þá fái þeir bros til baka, jafnvel hlátur, frá dómaranum.“ „Ég er ekki að biðja um það að það verði aldrei dæmt á mig. Ég er bara að biðja um að það verði komið fram við mig eins og alla aðra.“ Williams, sem hefur unnið 23 risatitla á ferlinum, sagðist hafa þurft að leita sér aðstoðar sálfræðings því hún hafi ekki getað tekið upp tennisspaðann eftir þetta. „Loksins áttaði ég mig á því að eina leiðin fyrir mig til þess að halda áfram var að biðja manneskjuna afsökunar sem átti það mest skilið,“ sagði Williams. „Það láku tár niður andlitið þegar ég las svar Naomi: „Fólk getur misskilið reiði sem styrk því það getur ekki aðgreint þar á milli. Enginn hefur staðið upp fyrir sjálfum sér eins og þú hefur þurft að gera og þú þarft að halda því áfram“.“ Serena Williams er í eldlínunni á Wimbledon mótinu þessa dagana. Þar er hún komin í undanúrslit í einliðaleik og hún stelur senunni með Andy Murray í tvenndarleik, þau komust áfram í 16-liða úrslitin í gær. Bandaríkin Tennis Tengdar fréttir Serena ósátt við játningu þjálfarans Serena Williams er ósátt við ummæli þjálfara síns eftir úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þar sem hann sagðist hafa gefið henni bendingu og játaði þar með brotið sem vatt all verulega upp á sig í viðureigninni frægu. 24. september 2018 13:30 Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Sjá meira
Serena Williams þurfti að leita sér sálfræðihjálpar eftir reiðiskast hennar í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis á síðasta ári. Naomi Osaka hafði betur gegn Williams í úrslitaleiknum, hennar lang stærsti sigur á ferlinum og varð hún fyrsta japanska konan til þess að vinna risamót. Eftir leikinn snerist hins vegar allt um Williams sem missti algjörlega stjórn á skapi sínu við dómara leiksins og kallaði hann meðal annars þjóf og sakaði hann seinna um kynbundið misrétti. Serena bað Osaka afsökunar á hegðun sinni og hefur hin japanska tekið hana í sátt, en Williams heldur því enn fram að dómarinn hefði ekki dæmt eins mikið gegn henni ef hún væri karlmaður. „Afhverju er það þannig að þegar konur verða ástríðufullar eru þær sagðar í tilfinningalegu uppnámi, brjálaðar eða órökrænar?“ spurði Serena í viðtali við Harper's Bazaar. „Það er svo algengt að þegar karlmenn mótmæla dómurum og standa fyrir sínu þá fái þeir bros til baka, jafnvel hlátur, frá dómaranum.“ „Ég er ekki að biðja um það að það verði aldrei dæmt á mig. Ég er bara að biðja um að það verði komið fram við mig eins og alla aðra.“ Williams, sem hefur unnið 23 risatitla á ferlinum, sagðist hafa þurft að leita sér aðstoðar sálfræðings því hún hafi ekki getað tekið upp tennisspaðann eftir þetta. „Loksins áttaði ég mig á því að eina leiðin fyrir mig til þess að halda áfram var að biðja manneskjuna afsökunar sem átti það mest skilið,“ sagði Williams. „Það láku tár niður andlitið þegar ég las svar Naomi: „Fólk getur misskilið reiði sem styrk því það getur ekki aðgreint þar á milli. Enginn hefur staðið upp fyrir sjálfum sér eins og þú hefur þurft að gera og þú þarft að halda því áfram“.“ Serena Williams er í eldlínunni á Wimbledon mótinu þessa dagana. Þar er hún komin í undanúrslit í einliðaleik og hún stelur senunni með Andy Murray í tvenndarleik, þau komust áfram í 16-liða úrslitin í gær.
Bandaríkin Tennis Tengdar fréttir Serena ósátt við játningu þjálfarans Serena Williams er ósátt við ummæli þjálfara síns eftir úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þar sem hann sagðist hafa gefið henni bendingu og játaði þar með brotið sem vatt all verulega upp á sig í viðureigninni frægu. 24. september 2018 13:30 Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Sjá meira
Serena ósátt við játningu þjálfarans Serena Williams er ósátt við ummæli þjálfara síns eftir úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þar sem hann sagðist hafa gefið henni bendingu og játaði þar með brotið sem vatt all verulega upp á sig í viðureigninni frægu. 24. september 2018 13:30
Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30
Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30