Tveir bíða eftir að komast í aðgerð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júlí 2019 13:28 Alvarlegt ástand hefur skapast á hjarta- og lungnadeild Landspítalans í sumar vegna skorts á gjörgæslurýmum sem stafaði af skorti á hjúkrunarfræðingum. Vísir/Vilhelm Tekist hefur að stytta biðlista á hjarta- og lungnadeild Landspítalans sem tilkominn var vegna mikils skorts á hjúkrunarfræðingum. Í dag bíða tveir sjúklingar eftir að komast í aðgerð. Alvarlegt ástand hefur skapast á hjarta- og lungnadeild Landspítalans í sumar vegna skorts á gjörgæslurýmum sem stafaði af skorti á hjúkrunarfræðingum. Í síðustu viku bárust fréttir af því að hópur sjúklinga á deildinni hafði þurft að bíða í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð þar sem ekki var pláss á gjörgæslu að aðgerð lokinni. Ástandið hefur nú batnað nokkuð að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, staðgengils forstjóra Landspítalans. „Staðan er þokkaleg og það hefur gengið vel að vinna á þessum biðlista. Það eru tveir sjúklingar inniliggjandi sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir komast í aðgerð í þessari viku samkvæmt plani.“ Það eru talsvert færri en þegar mest lét í síðustu viku. „Ég held að það hafi verið níu sjúklingar inniliggjandi sem biðu en svo bætist á listann. Þetta er listi sem hreyfist og það bætast við sjúklingar en núna eru tveir sjúklingar sem bíða eftir að komast í aðgerð.“ Það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað ríflega þrjátíu sinnum og líkt og fyrr segir var ástæðan skortur á gjörgæslurýmum. „Staðan á gjörgæslunni er þokkaleg núna og við verðum áfram í áskorun varðandi mönnun hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni en þetta hefur tekist ágætlega. En við sjáum fram á það og vonandi að þessar aðgerðir verði gerðar núna.“ Þótt ástandið sé betra nú reynist enn vera áskorun að manna að fullu. Hún segir alla hafa lagst á eitt til að koma ástandinu í betra horf. Hjúkrunarfræðingar hafa unnið talsverða yfirvinnu og í einhverjum tilfellum hefur fólk verið kallað til vinnu úr sumarfríi. „Það er nú svona teljandi á fingrum annarrar handar sem það er og við forðumst það að vera að kalla fólk inn úr sumarfríum.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Tekist hefur að stytta biðlista á hjarta- og lungnadeild Landspítalans sem tilkominn var vegna mikils skorts á hjúkrunarfræðingum. Í dag bíða tveir sjúklingar eftir að komast í aðgerð. Alvarlegt ástand hefur skapast á hjarta- og lungnadeild Landspítalans í sumar vegna skorts á gjörgæslurýmum sem stafaði af skorti á hjúkrunarfræðingum. Í síðustu viku bárust fréttir af því að hópur sjúklinga á deildinni hafði þurft að bíða í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð þar sem ekki var pláss á gjörgæslu að aðgerð lokinni. Ástandið hefur nú batnað nokkuð að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, staðgengils forstjóra Landspítalans. „Staðan er þokkaleg og það hefur gengið vel að vinna á þessum biðlista. Það eru tveir sjúklingar inniliggjandi sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir komast í aðgerð í þessari viku samkvæmt plani.“ Það eru talsvert færri en þegar mest lét í síðustu viku. „Ég held að það hafi verið níu sjúklingar inniliggjandi sem biðu en svo bætist á listann. Þetta er listi sem hreyfist og það bætast við sjúklingar en núna eru tveir sjúklingar sem bíða eftir að komast í aðgerð.“ Það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað ríflega þrjátíu sinnum og líkt og fyrr segir var ástæðan skortur á gjörgæslurýmum. „Staðan á gjörgæslunni er þokkaleg núna og við verðum áfram í áskorun varðandi mönnun hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni en þetta hefur tekist ágætlega. En við sjáum fram á það og vonandi að þessar aðgerðir verði gerðar núna.“ Þótt ástandið sé betra nú reynist enn vera áskorun að manna að fullu. Hún segir alla hafa lagst á eitt til að koma ástandinu í betra horf. Hjúkrunarfræðingar hafa unnið talsverða yfirvinnu og í einhverjum tilfellum hefur fólk verið kallað til vinnu úr sumarfríi. „Það er nú svona teljandi á fingrum annarrar handar sem það er og við forðumst það að vera að kalla fólk inn úr sumarfríum.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira